Lagasafn. Íslensk lög 20. apríl 2022. Útgáfa 152b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um kjaramál flugvirkja
2010 nr. 17 22. mars
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 23. mars 2010.
1. gr.
Bann við vinnustöðvunum.

Verkfall Flugvirkjafélags Íslands hjá Icelandair hf., sem hófst 22. mars og boðað hefur verið ótímabundið, svo og verkföll, verkbönn og aðrar aðgerðir sem jafna má til verkfalla, sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála milli aðila en lög þessi ákveða, eru óheimil frá gildistöku laganna og á gildistíma kjarasamnings skv. 2. gr.
2. gr.
Framlenging gildandi kjarasamnings.

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins f.h. Icelandair hf. við Flugvirkjafélag Íslands, sem rann út 31. október 2009, skal halda gildi sínu til 30. nóvember 2010, nema nýr kjarasamningur sé gerður með samkomulagi milli aðila skv. 3. gr.
3. gr.
Samkomulag um breytingar eða nýjan kjarasamning.

Aðilum er heimilt að semja um breytingar á kjarasamningi eða gera nýjan en eigi má knýja þær fram með vinnustöðvunum eða öðrum sambærilegum aðgerðum.
4. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.