Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð1)

1736 13. janúar


    1)Lögleidd með konbr. 9. júní 1741, 7. gr.


   …
1)
Barna confirmation og innvígsla svo og þeirra opinberlegt examen og yfirheyrsla skal vera almenn regla og fullkomin skylda, sem öll börn í söfnuðinum, engu fráskildu, af hverju helst standi og virðugleika þau eru, skulu óbrigðanlega til skyldast, svo að ekkert manngreinarálit orsaki hina minnstu misklíð í samkundunni.
2)
Engin börn mega confirmerast, sem eigi hafa áður gengið í skóla, eða verið uppfrædd í þeim sérlegustu kristindómsins höfuðgreinum; en þar engir opinberir skólar eru stiftaðir í söfnuðinum, þá skulu þau fyrst af djáknanum eða öðrum hæfum manni leiðast til að þekkja guð, áður en þau að síðustu verða af prestinum upp frædd í skilningi fræðanna, yfirheyrð og confirmeruð.
3)
Af því margir foreldrar gleyma fyrst og oft sinni skyldu í því að láta uppfræða sín börn í tíma, þá skal kennimaðurinn í söfnuðinum gefa góðar gætur að, hvort þeim börnum, sem snarlega ásetja sér að ganga til guðs borðs (uppá hver hann í tíma skal gera sér registur, að svo miklu leyti sem orðið getur), hefir verið af þeirra foreldrum haldið í skóla, en hafi þeir verið hirðulausir í því, á hann að uppörva þá þar til. Vilji þeir á engan hátt láta uppfræða sín börn, og börnin, nær þau fram koma, eru óupplýst, þá skal kennimaðurinn þau ei confirmera, allt svo lengi þau eigi hafa betri uppfræðing fengið.
4)
Kennimaðurinn skal ei alleinasta í þeim vanalega examinibus í kirkjunni æfa þau börn framar öðrum með spurningum og andsvörum, sem framboðin verða til confirmation, heldur og einnig skal hann árinu áður en hann hugar þau muni vilja fram koma láta þau þess á millum, eftir því sem hans embættiskringumstæður eru, koma til sín í sitt hús, til að undirvísa þeim í þeirra kristindómi, með þeim hætti, að þau ei einasta fái skilning á meiningunni, eftir bókstafnum, í þeim nauðsynlegustu trúarinnar greinum, heldur og einnig verði upphvött til að ná þar af lifandi þekkingu og iðkast þar í, svo að börnin undireins og guðs sannindi verða þeim kröftuglega og alvarlega fyrir sjónir sett og innrætt, uppvekist til að gefa rúm sannleikanum og fái sannan smekk og andlega reynslu til að eftirfylgja honum í þeirra líferni og framferði, í einu orði að segja, komist til sannrar hjartans og sinnisins umvendunar.
5)
Það confirmationstímanum viðvíkur, þá skal, að dæmi þeirrar fyrstu kirkju, sá fyrsti sunnudagur eftir páska, sem kallaður er quasi modo geniti, þar til vera skipaður; en hvar söfnuðirnir eru stórir, má sá fyrsti sunnudagur eftir Michaelismessu, eða og þar sóknirnar eru ærið stórar, sá fyrsti sunnudagur eftir nýár, þar til haldast; kennimaðurinn skal eftir sinni góðri skynsemi hafa gætur á, að ei verði mót of mörgum tekið í senn til confirmation, og að fremur sé gætt að þeirra dugnaði en aldri. Á þeim dögum, sem skikkaðir eru til confirmation skal presturinn, daginn sem confirmationin á að haldast, haga svo sinni prédikun, að hún verði sem allra styst, svo að öll guðsþjónustugerð með prédikun, söng og confirmation endist eins snemma og vant er, að ei verði fyrir fólkinu tafið, eða það þurfi að finna sér orsök til að ganga út úr kirkjunni áður en confirmationin og öll guðsþjónustugerð er til enda. Þess vegna viljum Vér allra náðugast, að engin communion eður sakramentis framreiðsla sé á þeim dögum framin, sem confirmationin fram fer. …
6)
Þegar líður að þeirri ársins tíð, sem confirmationin og staðfestingin uppá skírnarnáðina skal haldast, skulu foreldrarnir láta kennimanninn vita í tíma, að þeir eiga börn, sem ætluð eru til að confirmerast, hver hann láti koma til sín, heim í sitt hús, að hann vita fái, hvernig þau grundvölluð eru í sínum kristindómi, yfirheyri þau og uppfræði; en hvað mörgum vikum fyrir confirmationina þvílíkt skuli gerast, er hvers eins kennimanns góðri og gegnilegri skynsemi tiltrúað að athuga, svo og að hann hegði sér eftir þeim kringumstæðum, sem viðkoma hans söfnuði, og eftir því sem þeirra nauðþurft útkrefur, að minnsta kosti skal þvílíkt ske hálfu missiri áður og tvisvar í hverri viku. Á þeim stöðum, hvar tvær eða fleiri prédikanir eigi haldast eða embættisútréttingar eru ei svo margar, skal kennimaðurinn taka börnin á sunnudaginn eftir messu, og um föstuna eftir passionsprédikunina í vikunni, heim í sitt hús, og uppfræða þau, því börnin eru oft í fjarlægð, og á öðrum dögum hljóta þau að gegna sínu erfiði og vinnu.
7)
Það uppfræðinguna í sér sjálfri áhrærir, þá á kennimaðurinn að kappkosta, að hann geri hana svo skilmerkilega og vinsamlega, sem hann best getur; og nær hann fram telur þau guðdómlegu sannindi, skal hann við hverja grein framfæra nokkrar hjartagegnum þrengjandi uppvakningar til allra guðlegra iðkana að kostgæfa, þess á millum spyrji hann börnin, hvort þau hafi eigi reynt og fornumið neitt af þeim eða þeim sannleiksins krafti í sínum sálum, og svo sem hann uppfræðir þau öll sameiginlega, skal hann endrum og sinnum taka það eina og annað barnið fyrir sig sér í lagi og spyrja það um þess sálar ásigkomulag, hvort það merki hjá sér nokkura umvendan og trú, og viti hann til hverra synda eitt eða annað barn er hneigt og hvernig fyrir því er ástatt í einhverjum sérlegum kringumstæðum, skal hann af meðaumkunarsömum kærleika setja sama barni fyrir sjónir þess sálar eymdarlegt ásigkomulag og annaðhvort sýna því og gefa tækifæri til sannrar umvendunar ellegar staðfesta það í því hinu góða.
8)
Ef kennimaðurinn reynir, að gerðri ánægjulegri uppfræðingu, að þau eða þau börn eru eigi í því ásigkomulagi, að hann megi þau confirmera, þá byrjar honum í allri ástsemi að setja þeim og þeirra foreldrum það fyrir sjónir, sannfæra þau þar um og ráðleggja þeim að láta þvílíkt heilagt verk bíða til næsta tíma þareftir; en vilji þeir ei með góðum orðum það skilja, skal hann vísa þeim frá, þó með þeirri forsjálni, að hvað helst hann gerir í því efni, þá sé hann alltíð skyldugur það að forsvara, ef barnið eða þess foreldrar kunna á tilhlýðilegum stöðum að kvarta yfir kennimanninum, ef þeim kann þykja sér vera í nokkru þessháttar opinberlega ofþyngt af honum. En þau börn, sem hann sannlega reynir duganleg og hentug, þeim skal kennimaðurinn, þegar líður undir confirmationsdaginn, undirvísa um confirmationens eiginlegleika, háttalag og heilagleika, að þau þá sjálf skuli ítreka og staðfesta þann sáttmála, sem guðfeðginin við þeirra skírn gerðu fyrir þau, og að þau nú á þessum dögum rannsaki sig vel fyrir guði, hvernig þau hafi haldið sinn skírnarsáttmála, og hvort þau finni sig í því ásigkomulagi, sem guð hafði veitt þeim og unnt í skírninni, annars séu þau eigi verð að framkoma fyrir drottinn eða augsýn nokkurs kristins safnaðar.
9)
Kennimaðurinn skal átta dögum áður láta söfnuðinn vita, nær confirmationin skal haldast; en á confirmationsdeginum skal hann af kostgæfni leita þess efnis, með hverju hann í sinni prédikun útþýði þessa gjörnings viktugleika og jafnframt uppörvi gjörvallan söfnuðinn til hjartanlegrar bænar fyrir þeim, þá skulu confirmerast; þess vegna skal hann sjálfur af prédikunarstólnum, ásamt söfnuðinum, ákalla guð með hjartnæmri bæn. …
12)
Það kennimennina áhrærir, sem confirmationina skulu handtiera, þá mega foreldrarnir í þeim stöðum, hvar eð fleiri eru en einn kennimaður … því ráða, að senda sín börn hverjum kennimanni þeir vilja …