Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um tilhlýðilegt helgihald sabbatsins og annarra helgra daga á Íslandi

1744 29. maí


Breytt með: L. 25/1985 (tóku gildi 14. júní 1985).


   …
4)1)
    1)L. 25/1985, 38. gr.
16)
Kirkjunum skal halda hreinum og rúmgóðum á sunnudeginum, og má þar eins lítið á öðrum sem á þeim degi finnast fatnaður eður sængurklæði, gós eður vara, hneykslilegar myndir, eða þær, sem stríða móti þeirri evangelisku religion, með því að slíkt er óviðurkvæmilegt og ekki samhljóðandi við þau heilögu verk, sem þar eiga fram að fara. Þó mega kistur standa þar með því, sem kann að vera geymt í þeim, hvar ekki eru stólar eður bekkir að sitja á. Einnig, hvar loft eru í kirkjum með læsing fyrir, þar má geyma hreinlega hluti, sem ekki gefa illan daun af sér, ellegar eru á annan hátt ósæmandi í þeim stað. En engin annarleg höndlan má hafast um hönd í kirkjunni. Annars skal hver sá, sem gerir á móti þessu, sekjast einu lóði silfurs fyrir hvert sinn. …