Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation

1744 29. maí1)
Skal confirmationin fram fara og haldin vera í Skálholts- og Hólabiskupsdæmi í Íslandi sunnudaginn fyrir Úrbanusmessu; en hvar söfnuðirnir eru stórir, skal hún og svo haldast sunnudaginn fyrir Michaelismessu.
2)
Nær það við ber, að mikið óveður, fjúk, vatnavöxtur og annað þvílíkt hindrar söfnuðinn að fara til kirkjunnar á þeim tiltekna degi, þá skal confirmationin haldast á næsta sunnudegi þar eftir.
3)
Með því þess gefst raun, að börnin geta oftsinnis ekki komist til annarrar kirkju fyrir vatnsföllum eður öðrum lögmætum hindrunum, og það sýnist að vera hentugast, að confirmationin skeði í þeirri sókn, hvar börnin eiga heima, til þess að sá söfnuður hafi og svo nytsemd þar af, þá er það allranáðugast leyft þeim prestum, sem hafa eina eður fleiri annex-kirkjur, að confirmera þau ungmenni í þeirri sömu annex-kirkju, sem eru præpareruð til confirmation, á næsta sunnudegi eftir þá daga, sem til eru teknir í fyrsta pósti, og hvar þar eru fleiri en ein annexía, þá á þriðja sunnudegi þar eftir.
4)
Allir prestar skulu eftir þeim 4. artic. í confirmations-fororðningunni, gæta þess nákvæmlega, og með allri vandlæting, sérhver í sínu kalli og embætti, að það sem börnin, er eiga að confirmerast, svara til spurninganna í þeirra kristindóms þekkingu, sé ekki einungis innifalið í minninu án skilnings og athuga, heldur skulu þeir, eftir hljóðan þessa sama articula, kenna þeim þannig, að þau geti fengið eina lifandi þekking og framkvæmi það, sem þau lært hafa, til nytsemda og kristindómsiðkunar í verkinu, til þess að ungdómurinn, þá guðs sannindi verða innprentuð hjá honum með alvörugefni, kynni að uppvekjast til að gefa sannleikanum rúm, og að eftirfylgja honum í lifnaði og framferði, einnig að hann fái rétta umbreyting hjartans og hugskotsins. Og með því það er kunnugt, að sá ósiður hefir verið næsta algenginn að taka börn svo ung til confirmation, að þau hafa verið 9, 10, 11 eða 12 ára, eins og þau hafa hingað til verið tekin til altaris, þá viljum Vér allranáðugast, að eitt barn skuli að minnsta kosti hafa náð þeim aldri, fyrr en það leitar confirmation, að ráða megi, að það geti athugað með góðri eftirtekt, hversu heilagt og hávigtugt það sé, sem hér gerist.
   …
7)
Prestarnir í hvorutveggja biskupsdæmi skulu láta biskupinn vita á hverju ári, hversu mörg börn að hafi verið confirmeruð í sérhvers sókn, svo og hvort og hversu lengi eitt og sérhvert hafi þegið uppfræðing af prestinum, svo að biskupinn fái vitað, þegar hentugleikinn svo fellur, hvaða grundvöll barnið hafi fengið á þeim tíma; hvar fyrir börn þau, sem hafa verið confirmeruð, skulu án allra undanbragða koma til kirkju, þegar biskupinn visiterar í sérhverjum stað, til þess, að því gjör verði vitað, hvort Vorri allranáðugustu skikkun hafi allraundirdánugast verið eftir lifað í öllum greinum.