Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um húsvitjanir

1746 27. maí1)
Prestarnir á Íslandi skulu, hver einn fyrir sig, vera skyldir til, í minnsta máta tvisvar á ári, að vitja þeirra safnaðar í þeirra hús og híbýli, og það hvers húss og bústaðar í þeim sama; en hvar sóknin er lítil, ellegar engin annexía finnst, skal hann oftar taka sér fyrir þessa nauðsynlegu höndlun, hvar með prófasturinn í hverju héraði skal hafa kostgæfilega tilsjón, og sömuleiðis biskupinn með sérhverju tækifæri alvarlega tilhalda honum viðkomandi próföstum og prestum, að þeir forsómi hér ekkert í. Finnist nokkur prestur vanrækinn þar í, þá áminnist hann í fyrsta sinni af prófasti, en verði það annað sinn, þá mulcterist hann eftir síns kalls inntekt, og sinni formegan, hverri peningamulct að víxlast skal til fátækra barna uppfræðingar.
2)
Tímann, á hverjum þessi húsvitjan skal fram fara, er prestinum leyft sjálfum að útvelja, þó svo, að þar til séu útséðir þeir tímar á árinu, sem sóknarfólkinu eru hentugastir, og það er sem allra flest heima, upp á það að nytsemdin, hvar að allt lýtur, fái orðið þess stærri.
3)
Áður en þessi húsvitjan byrjast, skal presturinn saman bera við sína meðhjálpara, og af þeim sannspyrja ásigkomulag sérhvers heimilis og persónu, upp á það að hann fyrirfram geti haft þeim mun vissari undirrétting um eins og sérhvers framferði; og skulu meðhjálpararnir vera skyldir til, eftir lögmálsins tilskipan og þeirra samvisku, að gefa til kynna, hvað þeim hér í kann að vera vitanlegt, hvar á mót um nöfn þeirra, þá þess finnst þörf, skal þagað vera.
4)
Til meðhjálpara skulu … útveljast þeir upprigtugustu, bestu og umhyggjusömustu menn í hverri sókn, og ber engum, hvort þeir eru hreppstjórar eða virðingarmenn frá þessu embætti undantakast, þá þeir eru þar til af prestinum útséðir, ekki heldur byrjar þeim þar fyrir að uppástanda, að fríast frá öðrum verslegum útréttingum.
   …
23)
Fyrir utan þessa … húsvitjan skulu prestarnir og vera til reiðu og reiðubúnir að vitja hinna sjúku í þeirra söfnuðum, nær þess er óskað. … Þá presturinn er sóttur til hins sjúka, byrjar húsbóndanum að láta færa hann fram og tilbaka, nær presturinn þess óskar.