Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um heimaskírn barna

1771 27. júlí   … höfum Vér allramildilegast ákveðið … að foreldrarnir skuli vera sjálfráðir um það, eftir því sem heilsa barnsins og ástæður útheimta, bæði hvort þau láta skíra það heima, en prestur má eigi synja um það, ef hann er þess beðinn, og hvort þau síðan bera það í kirkju, ef það verður gert án þess að lífi barnsins eða heilbrigði sé stofnað í hættu; foreldrunum skal þó eigi vera skylt að gera það innan nokkurs tiltekins tíma …