Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um vald biskupa til að veita undanþágur frá fermingartilskipunum

1827 23. mars


Breytt með: L. 115/2015 (tóku gildi 16. des. 2015).


1)
Eftirleiðis skal það vera á valdi biskupanna, að veita leyfi til þess, að börn séu tekin til fermingar, þó að nokkuð vanti á, að þau hafi náð hinum lögboðna 14 ára aldri. Slíka undanþágu má þó eigi veita, nema svo sérstaklega sé ástatt um hagi foreldranna eða ákvörðun barnsins, að hún verði að álítast áríðandi fyrir velferð þess, og auk þess skal þess nákvæmlega gætt, að barnið hafi að fullu öðlast þá þekkingu, sem gert er ráð fyrir í skólatilskipununum, og að siðferði þess sé svo, að ekkert geti að því leyti verið til fyrirstöðu slíkri ívilnun. Það má heldur ekki vanta nema lítið á aldur barnsins, ef undanþágan á að fást, og jafnvel þótt allt annað mæli með undanþágunni, eigi meira en 6 mánuðir. Að öðru leyti skal biskup leita álits hlutaðeigandi prests og prófasts, áður hann veitir undanþáguna.
2)
Biskup skal, þegar svo stendur á, sem nú skal sagt, hafa heimild til að leyfa, að fermt sé á öðrum dögum en boðið er:
    1. Þegar prestur sá, er ferma átti, verður veikur; þó má eigi fresta fermingunni af þeirri orsök lengur en 3 vikur, og ef prestur eigi innan þess tíma getur fermt sjálfur, ber að fá annan til þess.
    2. Þegar barn, sem ferma á, getur eigi fyrir sjúkleika sakir mætt á fermingardeginum, getur biskup leyft presti að ferma það einhvern annan sunnudag, eða virkan dag, þá er messað er.
    3. Þegar sóknarmenn lifa mestmegnis af siglingum, og sumum þeirra er mikilsvert að fermt sé fyrr en á fyrsta sunnudag eftir páska, sökum þess að siglingarnar hefjast fyrr, og má biskup, þegar svo stendur á, leyfa að fermt sé 3 eða 4 vikum fyrr.
    4. Þegar einstakt barn, annaðhvort af því að það á að fara í siglingar eða af öðrum ástæðum myndi bíða tilfinnanlegan hnekki fyrir framtíð sína, ef það þyrfti að bíða síns venjulega fermingardags, og má þá leyfa að ferma það barn eitt sér einhvern sunnudag eða annan dag, er messað er.
    5. Þegar tveir prestar eru við sömu kirkju og þeir vilja ferma börn sín sinn daginn hvor, í stað þess að þeir eiga eftir tilskipuninni 13. janúar 1736, 12. gr., og reglugjörð 26. apríl 1754, 6. og 10. gr., að ferma sama daginn og í sameiningu; og má biskup þá leyfa öðrum þeirra að ferma annan dag en hinn tilskipaða fermingardag.
3)1)
    1)L. 115/2015, 30. gr.