Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á

1847 6. janúar1)
Þegar brauð losnar á Íslandi, skal prestur sá, er frá brauðinu flytur, eður hafi presturinn dáið, þá ekkja hans og bú, ætíð eignast tekjur allar til næstu fardaga (6. júní), og ber þeim, er frá fer, þá aftur á móti að annast öll prestsverk; en þegar presturinn deyr frá brauðinu, skal prófastur sjá um, að prestar þeir, sem næstir eru, eður annar prestsvígður maður, sem til þess skal settur, þjóni brauðinu, og eiga þeir þá borgun fyrir af tekjum brauðsins.
2)
En frá fardögum eignast sá, sem brauðið er veitt, allar tekjur þess, hvort sem það er veitt fyrir eða eftir fardaga. En sé það veitt eftir fardaga, eður geti hann ekki farið að gegna prestsverkum þegar í fardögum þótt brauðið sé honum áður veitt, þá annast prófastur að brauðinu verði þjónað frá fardögum til þess hann tekur við því á þann hátt, sem til er tekið í 1. gr. og fá þeir, er þjóna brauðinu, af tekjum þess, það, sem þeim er áskilið í tilskipun 3. febrúar 1836. IV.
3)
Þegar liðnir eru næstu fardagar eftir að brauðið losnaði, og það stendur enn óveitt, þá má sá sem fær það, ef hann er prestur á öðru brauði velja í milli að taka samstundis við brauðinu, eður að vera á því, sem hann ætlar frá, til næstu fardaga, og á þá, samkvæmt því sem ákvarðað er í fyrstu og annarri grein, að fara með það brauð, sem hann ekki þjónar eftir því sem fyrir er mælt í tilsk. 3. febrúar 1836, IV.; hann á líka í tíma að tilkynna hlutaðeigandi prófasti, hvað hann hefur af ráðið. Þegar ekki stendur þannig á, að brauð sé veitt eftir fardaga presti í öðru brauði, þá á jafnan sá, sem brauð er veitt fyrir fardaga, hvort hann er heldur kandídat eða stúdent, eða hann hefur áður haft prestsembætti á hendi, að taka við því í næstu fardögum eftir að það losnaði, en verði því ekki við komið, þá taki hann við því svo fljótt sem hann getur. …