Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Strandarkirkju og sandgræðslu í Strandarlandi

1928 nr. 50 7. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 12. maí 1928. Breytt með: L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Af fé Strandarkirkju má á árunum 1928 til 1929 verja allt að 10.000 kr. til sandgræðslu, girðinga og sjógarða í Strandarlandi, en síðan má verja allt að 1000 kr. á ári hverju til viðhalds og græðslu.
2. gr.
Um framkvæmd sandgræðslunnar og tillögur til hennar fer að öðru eftir lögum um sandgræðslu.
3. gr.
Strandarland skal vera eign Strandarkirkju.
4. gr.
[Ráðuneytið] 1) hefur umsjón með stjórn kirkjufjánna og setur reglur 2) um framkvæmd hennar.
    1)L. 126/2011, 5. gr. 2)Rg. 381/1991.