Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað

1963 nr. 32 26. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 15. maí 1963.

1. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að afhenda þjóðkirkju Íslands endurgjaldslaust til eignar og umsjár jörðina Skálholt í Biskupstungum ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sem nú eru í eign ríkisins á staðnum, enda veiti biskup Íslands og kirkjuráð eign þessari viðtöku fyrir hönd þjóðkirkju Íslands, og hafi þar forræði um framkvæmdir og starfrækslu.
2. gr.
Ríkissjóður skal árlega greiða kr. 1.000.000,00 í sjóð, sem vera skal til áframhaldandi uppbyggingar í Skálholti og rekstrarfé þeirrar starfrækslu, sem biskup og kirkjuráð koma þar upp.
Stjórn sjóðsins skipar kirkjuráð.
Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af ríkisendurskoðuninni, og skulu þeir birtir í Stjórnartíðindum.