Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar

1982 nr. 12 11. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. apríl 1982. Breytt með: L. 85/2012 (tóku gildi 11. sept. 2012 nema 2. málsl. b-liðar 12. gr. sem tók gildi 1. sept. 2013).


1. gr.
Starfa skal samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar. Tilgangur hennar er að vinna að auknum skilningi í löggjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar.
2. gr.
Samstarfsnefndina skipa af hálfu Alþingis forseti [Alþingis] 1) og einn fulltrúi tilnefndur af hverjum þingflokki, en af hálfu þjóðkirkjunnar kirkjuráð.
Forseti [Alþingis] 1) og biskup landsins fara með formennsku nefndarinnar sitt árið hvor.
    1)L. 85/2012, 29. gr.
3. gr.
Samstarfsnefndin getur annars vegar sent ályktanir og tillögur til Alþingis eða einstakra nefnda þess, en hins vegar til kirkjuþings.