Lagasafn.  Íslensk lög 20. apríl 2022.  Útgáfa 152b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um loftferðir

1998 nr. 60 10. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 18. júní 1998. EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 80/51/EBE, 80/1266/EBE og 89/629/EBE og XIII. viðauki reglugerð 2407/92 (EBE), 2408/92 (EBE) og 2027/97 (EB), tilskipun 91/670/EBE. Breytt með: L. 74/2000 (tóku gildi 2. júní 2000). L. 148/2001 (tóku gildi 1. jan. 2002). L. 21/2002 (tóku gildi 3. apríl 2002). L. 73/2002 (tóku gildi 4. nóv. 2002, sbr. l. 111/2002). L. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003). L. 88/2004 (tóku gildi 2. júlí 2004; EES-samningurinn: XIII. viðauki reglugerð 295/91 (EBE) og 1592/2002 (EB)). L. 75/2005 (tóku gildi 9. júní 2005). L. 34/2006 (tóku gildi 1. júní 2006). L. 100/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 102/2006 (tóku gildi 30. júní 2006 nema 14. gr. sem tók gildi 1. jan. 2007). L. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006). L. 165/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007 nema 4. gr. sem tók gildi 1. jan. 2008). L. 171/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 57/2007 (tóku gildi 3. apríl 2007). L. 76/2008 (tóku gildi 19. júní 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 15/2009 (tóku gildi 18. mars 2009). L. 87/2010 (tóku gildi 2. júlí 2010 nema 8. gr. sem tók gildi 1. jan. 2011). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 50/2012 (tóku gildi 26. júní 2012). L. 32/2013 (tóku gildi 1. júní 2013). L. 59/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013). L. 76/2015 (tóku gildi 22. júlí 2015). L. 81/2015 (tóku gildi 23. júlí 2015). L. 40/2017 (tóku gildi 17. júní 2017). L. 71/2018 (tóku gildi 27. júní 2018). L. 150/2018 (tóku gildi 8. jan. 2019). L. 74/2019 (tóku gildi 1. okt. 2020 skv. augl. A 79/2020 nema 1. gr. og 1. og 2. tölul. 12. gr. sem tóku gildi 5. júlí 2019). L. 21/2020 (tóku gildi 21. mars 2020). L. 41/2021 (tóku gildi 2. júní 2021). L. 135/2021 (tóku gildi 31. des. 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi að undanskildum ákvæðum um flutning hergagna og annars varnings með loftförum skv. 1. og 5. mgr. 78. gr. sem heyra undir utanríkisráðherra. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Lög þessi gilda á íslensku yfirráðasvæði og um borð í íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd, nema samningar við önnur ríki eða lög þess ríkis er loftfarið fer um leiði til annars.
[Ráðherra] 1) ákveður að hve miklu leyti reglur settar samkvæmt heimild í lögum þessum gildi utan íslensks yfirráðasvæðis.
    1)L. 87/2010, 1. gr.
2. gr.
Loftfar samkvæmt lögum þessum telst sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglur um tæki sem ætluð eru til að hreyfast um loftið en eru eigi loftför.
Ráðherra getur undanþegið ákvæðum laga þessara eða sett sérreglur 2) um loftför sem ekki hafa stjórnanda innan borðs, eru ekki knúin hreyfli eða eru annars sérstakrar tegundar.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 1)Rg. 990/2017.
3. gr.
Loftfari er aðeins heimil ferð um íslenskt yfirráðasvæði að uppfylltu einhverju af eftirfarandi skilyrðum:
    a. Það hafi íslenskt þjóðerni.
    b. Það hafi þjóðerni ríkis sem hefur með sáttmála verið veittur réttur til loftferða um íslenskt yfirráðasvæði.
    c. [Það hafi leyfi frá [ráðherra] 1) eða þeim sem hann felur leyfisveitinguna til ferðar um íslenskt yfirráðasvæði.] 2)
[Leyfi skv. c-lið 1. mgr. má binda þeim skilyrðum sem nauðsynleg teljast og eru slík leyfi afturkallanleg án fyrirvara. [Ráðherra] 1) er heimilt að setja nánari reglur 3) um framkvæmd leyfisveitinga.] 2)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)L. 75/2005, 1. gr. 3)Rg. 904/2005. Rg. 277/2008, sbr. 396/2008, 826/2008, 1185/2008, 464/2009, 181/2010, 675/2010, 424/2011, 202/2011, 1074/2011, 315/2012, 864/2012, 996/2012, 341/2013, 1253/2013, 579/2014, 1257/2014, 865/2015, 443/2016, 1037/2017, 573/2018, 1082/2018, 813/2019, 1041/2019, 1194/2020, 441/2021, 622/2021 og 1343/2021. Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019 og 708/2020.
4. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til, svo sem vegna almannaöryggis eða allsherjarreglu, getur [ráðherra] 1) takmarkað eða bannað loftferðir almennt eða um hluta af íslensku yfirráðasvæði.
[Samgöngustofu] 2) er heimilt að banna flug yfir hljóðhraða innan íslensks yfirráðasvæðis.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr.
[5. gr.
[Samgöngustofu] 1) skal heimilt að banna flug loftfara sem skrásett eru eða starfrækt frá tilteknum ríkjum og/eða flugrekendum í íslenskri lofthelgi á grundvelli flugöryggis. [Samgöngustofu] 1) skal heimilt að miðla upplýsingum um slíkt bann til almennings, alþjóðlegra stofnana og ríkja. Nánar skal kveðið á um setningu slíks banns, skilyrði, framkvæmd, afléttingu þess og upplýsingamiðlun í reglugerð. 2)] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 277/2008, sbr. 396/2008, 826/2008, 1185/2008, 464/2009, 181/2010, 675/2010, 424/2011, 202/2011, 1074/2011, 315/2012, 864/2012, 996/2012, 341/2013, 1253/2013, 579/2014, 1257/2014, 865/2015, 443/2016, 1037/2017, 573/2018, 1082/2018, 813/2019, 1041/2019, 1194/2020, 441/2021, 622/2021 og 1343/2021. Rg. 694/2014. 3)L. 165/2006, 1. gr.

II. kafli. [Loftför í opinberum rekstri.]1)
    1)L. 50/2012, 2. gr.
6. gr.
[Um starfrækslu og lofthæfi loftfars sem ekki fellur undir reglur Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og sinnir lög- og tollgæslu, leit og björgun, slökkvistarfi, landhelgisgæslu eða sambærilegu verkefni skulu gilda sambærilegar kröfur og gerðar eru til starfrækslu annarra loftfara samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
[Samgöngustofa] 1) gefur út sérstakt lofthæfiskírteini fyrir loftfar sem fellur undir 1. mgr. eða sem uppfyllir að öðru leyti kröfur 20. gr., sbr. 22. gr.
Rekstraraðili loftfars skv. 1. mgr. skal hafa útgefið sérstakt flugrekendaskírteini frá [Samgöngustofu] 1) að uppfylltum skilyrðum þar um. Um eftirlit fer skv. 21. gr., 27. gr. og öðrum ákvæðum laga þessara og laga um stofnunina.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur, 2) m.a. um skilyrði útgáfu lofthæfiskírteinis, lofthæfistaðfestingarvottorðs og flugrekendaskírteinis og um íhluti, viðhald, vottun, þjálfun starfsfólks og önnur atriði er lúta að starfrækslu loftfars sem fellur undir grein þessa.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 1185/2012. 3)L. 50/2012, 1. gr.
7.–8. gr.1)
    1)L. 100/2006, 13. gr.

III. kafli. Skrá um íslensk loftför.
9. gr.
[Samgöngustofa] 1) skal halda skrá um íslensk loftför, loftfaraskrá.
Hafi loftfar verið skráð samkvæmt ákvæðum laga þessara hlýtur það íslenskt þjóðerni og [Samgöngustofa] 1) gefur út númerað þjóðernis- og skrásetningarskírteini handa loftfarinu. Loftfarið hefur íslenskt þjóðerni meðan skírteinið heldur gildi sínu.
Þegar loftfar er skráð skal merkja það íslensku þjóðernismerki og skrásetningarmerki og gefa því skrásetningarnúmer. Þjóðernis- og skráningarmerki skal loftfarið bera meðan skrásetning þess er í gildi. Skrásetningarnúmeri má ekki breyta.
[Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um skilyrði til skráningar og afskráningar loftfara, skrásetningarskírteini loftfara, þjóðernis- og skrásetningarmerki, kennispjald og útflutningsbeiðni.] 2)
[Samgöngustofu er heimilt að veita aðgang að og miðla upplýsingum úr loftfaraskrá, þar á meðal upplýsingum um eigendur, umráðamenn og leigjendur loftfara, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 74/2019, 12. gr. 3)L. 150/2018, 8. gr.
[9. gr. a.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að fela viðurkenndum aðila skrásetningu loftfara af tiltekinni tegund eða flokki í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur. Um skilyrði skráningar, réttaráhrif skráningar og afskráningu gilda að öðru leyti ákvæði þessara laga.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 15/2009, 1. gr.
[9. gr. b.
Um skrásetningu réttinda í loftförum eða loftfarshlutum gilda sérstök lög, annars vegar lög um skrásetningu réttinda í loftförum, nr. 21/1966, og hins vegar lög um Höfðaborgarsamninginn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara, sem ganga framar ákvæðum laga um skrásetningu réttinda í loftförum, við gildistöku Höfðaborgarsamningsins og bókunar um búnað loftfara hvað Ísland varðar, vegna skráðra tryggingarréttinda sem falla undir Höfðaborgarsamninginn og innbyrðis þýðingu skráðra tryggingarréttinda.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast skráningu réttinda í loftförum samkvæmt lögum nr. 21/1966. Samgöngustofa skal tilkynna breytingar á loftfaraskrá svo fljótt sem verða má til sýslumanns.] 1)
    1)L. 74/2019, 12. gr.
10. gr.
Heimilt skal að skrásetja hér á landi loftfar sem er í eigu íslenskra ríkisborgara er eiga lögheimili hérlendis eða íslenskra lögaðila sem eiga heimili hér á landi. Réttur til skrásetningar loftfars er þó háður því að fullnægt sé skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
[Þó er heimilt að skrá á Íslandi loftfar sem íslenskum flugrekanda er heimilt að nota í rekstri sínum ef það er í eigu einstaklinga eða lögaðila með ríkisfang og heimilisfesti í ríki sem Ísland hefur samið við vegna þessa.
[Samgöngustofa] 1) getur heimilað skráningu loftfars hér á landi þótt eigi sé fullnægt skilyrðum 1. og 2. mgr., enda sé eftirliti með loftfarinu skipað með fullnægjandi hætti að mati stofnunarinnar og sérstakar ástæður mæli með því.] 2)
3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 165/2006, 2. gr. 3)L. 171/2006, 2. gr.
11. gr.
Loftfar, sem skrásett er erlendis, verður eigi skráð hér á landi fyrr en það hefur verið strikað af erlendri skrá.
Ef á loftfari hvíla skráð réttindi sem meta skal gild hér á landi samkvæmt samningi við erlent ríki verður loftfarið eigi tekið á íslenska skrá, nema rétthöfum hafi verið gerð full skil, þeir samþykki flutninginn eða réttindin séu niður fallin við nauðungarsölu.
12. gr.
[Loftfar skal eigi skrásetja nema það hafi tegundarskírteini sem [Samgöngustofa] 1) eða Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið út eða metið gilt.] 2)
Heimilt er ráðherra að setja sérreglur 3) um loftför án tegundarskírteina, svo sem heimasmíðuð loftför, og um skráningu slíkra loftfara með reglugerð.
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 75/2005, 2. gr. 3)Rg. 780/2006, sbr. 779/2007.
13. gr.
Skrásetja skal loftfar samkvæmt skriflegri umsókn eiganda þess. Umsókn skal geyma skýrslur sem nauðsynlegar eru til skrásetningar og henni skulu fylgja skilríki fyrir því að umsækjandi sé eigandi loftfarsins, hvenær og af hverjum það er smíðað og svo að skilyrðum 10.–12. gr. sé fullnægt. Ef eignarréttur umsækjanda er bundinn skilyrðum eða takmörkunum sem geta leitt til þess að eignarrétturinn flytjist til annars aðila skal geta þess í umsókn.
14. gr.
Ef skilyrði eru til skrásetningar að dómi [Samgöngustofu] 1) skrásetur hún loftfar og lætur því í té skrásetningarmerki og númer.
Á skrá skal setja:
    a. þjóðernismerki, skrásetningarmerki og skrásetningarnúmer loftfars,
    b. nauðsynlega skýrslu um annað það er einkennir loftfar, svo sem tegund og gerð loftfars, verksmiðjunúmer á skrokk og hreyflum og smíðaár,
    c. skýrslu um eiganda, nafn hans, heimili og eignartöku hans á loftfari og, sé því að skipta, skilyrði og hömlur sem greindar eru í 13. gr.,
    d. hver er umráðandi ef hann er annar en eigandi,
    e. dag og ár skrásetningar,
    f. aðrar skýrslur eftir ákvörðun [Samgöngustofu]. 1)
    1)L. 59/2013, 12. gr.
15. gr.
Ef eigendaskipti verða á loftfari eftir skrásetningu, að nokkru eða öllu, eigandi þess breytir þjóðerni sínu eða gerð er breyting á loftfarinu sem máli skiptir um kennsl á því skal eigandi tafarlaust tilkynna [Samgöngustofu] 1) breytinguna og leggja fram nauðsynlegar skýrslur og skilríki. Á sama hátt skal fara með þegar eigandi fullnægir eigi lengur skilyrðum 10. gr.
Verði eigendaskipti að loftfari að nokkru eða öllu leyti með samningi hvílir tilkynningarskylda einnig á afsalsgjafa. Fari eigendaskipti á loftfari fram fyrir nauðungarsölu, gjaldþrot eða opinber skipti hvílir slík skylda á þeim sem gefur út afsal og kaupanda.
[Samgöngustofa] 1) skal skrá breytingu og gæta ákvæða 13. og 14. gr. eftir því sem þörf er á.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
16. gr.
Loftfar skal strika af skrá þegar:
    a. skráður eigandi krefst þess,
    b. skilyrðum 10. gr. er eigi lengur fullnægt, enda veiti [Samgöngustofa] 1) eigi leyfi til að skráning loftfarsins haldist,
    c. loftfar er rifið eða það hefur eyðilagst,
    d. loftfar er horfið; loftfar telst horfið þegar liðnir eru þrír mánuðir frá því að síðasta flug hófst og eigi er vitað að það sé enn óskaddað.
[Enda sé skráður eigandi og/eða umráðandi loftfars í skilum við [Samgöngustofu] 1) vegna áfallinna og gjaldfallinna gjalda vegna loftfarsins og eftirlits vegna þess, um gjöldin hafi verið samið eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra.] 2)
Hafi eitthvert þeirra tilvika fyrir borið sem nefnd eru í b–d-liðum 1. mgr. skal eigandi loftfars tafarlaust tilkynna það skráningaryfirvöldum, enda hafi það eigi þegar verið gert skv. 15. gr.
Hafi loftfar eigi haft gilt lofthæfisskírteini í þrjú ár má strika það af skrá, enda afli eigandi eigi slíks skírteinis áður en liðinn er frestur sem skrásetningaryfirvöld setja honum.
Ef skráð eru réttindi í loftfari skal ekki fella það niður af loftfaraskrá, nema rétthafi samþykki það. [Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samþykki rétthafa má fella loftfar af loftfaraskrá ef ákvæði b-, c- eða d-liðar 1. mgr. eiga við og fyrir liggur fullnægjandi staðfesting þess að loftfarið verði ekki lofthæft á ný eða verðmæti réttindanna eru óveruleg í ljósi þeirra atvika og hagsmuna sem í húfi eru.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 165/2006, 3. gr. 3)L. 50/2012, 3. gr.
[16. gr. a.
Samgöngustofu er heimilt að verða við beiðni um afskráningu loftfars og útflutning, enda sé það í samræmi við gildandi löggjöf á sviði flugöryggis, ef:
    1. beiðni er framvísað af þar til bærum aðila á grundvelli óafturkræfrar heimildar til að biðja um afskráningu og útflutning sem skráð er af Samgöngustofu og
    2. þar til bær aðili vottar að fyrir liggi skriflegt samþykki handhafa skráðra tryggingarréttinda sem ganga framar tryggingarréttindum kröfuhafans til afskráningar loftfarsins eða að slík tryggingarréttindi séu niður fallin.] 1)
    1)L. 74/2019, 12. gr.
17. gr.
Ef skráð loftfar er selt gegn afborgun og eignarréttarfyrirvara eða samningur gerður um kaup- eða fjármögnunarleigu skal tilkynna samninginn tafarlaust til [Samgöngustofu]. 1) Tilkynningarskylda hvílir bæði á eiganda og umráðanda.
[Samgöngustofa] 1) skal skrá málavexti og fá afrit viðkomandi samninga.
Ef loftfar, sem skráð er hér á landi, er látið í forræði leigutaka, eða annars sem notar það á eigin kostnað, er leigutaka eða þeim sem notar það skylt að afla samþykkis [Samgöngustofu] 1) áður en notkun hefst.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
18. gr.
Ef loftfar er fellt niður af skrá skal eigandi þess, eða fyrri eigandi sé það komið í eigu erlends aðila, tafarlaust senda [Samgöngustofu] 1) þjóðernis- og skrásetningarskírteinið.
Ef færð er í skrána einhver breyting á þeim atriðum sem getur í skírteininu skal eigandinn án tafar senda [Samgöngustofu] 1) skírteinið og skráir hún breytingarnar á skírteinið eða gefur út nýtt skírteini í stað hins.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
19. gr.
Í íslensku loftfari, sem er í flugferðum samkvæmt lögum þessum, skal vera:
    a. staðfesting á þjóðernisskráningu,
    b. [gilt lofthæfivottorð eða gild heimild til starfrækslu loftfars, eftir því sem við á], 1)
    c. gilt leyfisbréf fyrir hvern flugliða sem skylt er að beri skírteini við starf sitt,
    d. loftferðadagbók,
    e. talstöðvarskírteini,
    f. farþegalisti, ef loftfarið flytur farþega í flugi milli landa, og skulu þar greind nöfn þeirra, flugvöllur þar sem þeir eru teknir og flugvöllur sá er þeir ætla til; farþegalisti skal jafnframt liggja frammi í brottfararflughöfn, og gildir það einnig um innanlandsflug,
    g. farmskírteini og sundurliðuð skýrsla um farm, ef það flytur farm í flugi milli landa.
Í erlendu loftfari á íslensku yfirráðasvæði skulu vera samsvarandi skilríki frá viðkomandi erlendu ríki eða ríkjum sem rétt hafa til flugferða um íslenskt yfirráðasvæði.
Sá sem hagsmuna hefur að gæta að lögum hefur rétt til að kynna sér efni dagbóka og annarra loftfarsskjala.
Ef ekki er öðruvísi mælt í sérstökum lögum setur [Samgöngustofa] 2) reglur um dagbækur og önnur loftfarsskjöl, vist þeirra í loftfari og, ef þurfa þykir, gerð þeirra, ritun og geymslu.
    1)L. 87/2010, 3. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr.

IV. kafli. Lofthæfi.1)
    1)Rg. 443/1976, sbr. 433/1979 og 478/1982.
20. gr.
Loftfar, sem notað er til loftferða eftir lögum þessum, skal vera lofthæft.
Loftfar er einungis lofthæft ef það fullnægir eftirfarandi skilyrðum:
    a. það er hannað samkvæmt viðeigandi stöðlum og hefur skírteini er vottar slíkt,
    b. það er framleitt af viðurkenndum framleiðanda; heimilt er þó að sérreglur gildi um heimasmíðuð loftför, sbr. 12. gr.,
    c. viðhald þess og reglubundið eftirlit er í samræmi við reglur og fyrirmæli flugmálayfirvalda um stjórnun á viðhaldi þess og notkun viðurkenndra viðhaldsstöðva, grannskoðun, viðgerðir, breytingar og ísetningu búnaðar,
    d. það uppfyllir stjórnvaldskröfur um mengunarvarnir, m.a. vegna hávaða og útblásturs,
    e. loftfarið, áhöfn þess og farþegar eru vátryggð á fullnægjandi hátt svo sem fyrir er mælt í lögum þessum.
21. gr.
[Samgöngustofa] 1) hefur eftirlit með því að loftför, sem notuð eru til loftferða eftir lögum þessum, séu lofthæf og framkvæmir úttektir og skoðanir eftir því sem þörf krefur.
[[Samgöngustofu] 1) er heimilt með samningi við erlent stjórnvald eða annan þar til bæran aðila að fela honum að hluta eða öllu leyti að skoða, gera úttektir eða hafa eftirlit með starfrækslu og viðhaldi loftfars sem skrásett er hér á landi en staðsett utan Evrópska efnahagssvæðisins til lengri eða skemmri tíma samkvæmt samningi um starfrækslu loftfarsins þar. Í samningi [Samgöngustofu] 1) við erlent stjórnvald eða annan aðila skal kveðið nánar á um fyrirkomulag eftirlits, til hvaða þátta eða starfsemi það tekur, skráningu samningsins og önnur skilyrði sem uppfylla þarf og leiðir af alþjóðlegum kröfum. Með staðfestingu stjórnvalda á slíkum samningi er [Samgöngustofa] 1) leyst undan skyldum sínum samkvæmt lögum þessum vegna loftfars sem samningurinn tekur til, að því marki sem þær flytjast yfir til hins samningsaðilans. Á sama hátt getur [Samgöngustofa] 1) eða annar til þess bær aðili með samningi við erlent stjórnvald eða annan þar til bæran aðila tekið að sér að skoða, gera úttekt á eða hafa eftirlit með starfrækslu og viðhaldi loftfars sem skrásett er utan Evrópska efnahagssvæðisins en staðsett hér á landi til lengri eða skemmri tíma enda liggi fyrir samningur um starfrækslu loftfarsins.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 50/2012, 4. gr.
22. gr.
Ef sannreynt er með skoðun eða á annan hátt að loftfar sé lofthæft gefur [Samgöngustofa] 1) út lofthæfisskírteini handa loftfarinu. Gefa má út skírteini til tiltekins tíma og má takmarka það við loftferðir tiltekinnar tegundar eða á tilteknu svæði.
[Samgöngustofa] 1) getur kveðið svo á að taka skuli upp í skírteinið eða sérstakt skjal, sem fylgir skírteininu, leiðbeiningar um notkun loftfarsins, enda teljist það þá lofthæft þegar leiðbeiningunum er fylgt.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
23. gr.
Íslenskt loftfar, sem notað er til loftferða eftir lögum þessum, skal til sönnunar um lofthæfi sitt hafa lofthæfisskírteini um borð sem er gefið út eða staðfest af [Samgöngustofu]. 1)
Erlent loftfar í loftferðum um íslenskt yfirráðasvæði skal annaðhvort hafa slíkt skírteini eða lofthæfisskírteini sem gefið hefur verið út eða staðfest í erlendu ríki sem samið hefur verið við um viðurkenningu þess háttar skírteinis hér á landi.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
24. gr.
Lofthæfisskírteini verður ógilt:
    a. þegar ekki er fylgt skyldubundinni viðhaldsstjórnun eða skyldubundið viðhald hefur ekki verið framkvæmt á loftfari,
    b. þegar gerð hefur verið óheimil breyting á loftfari eða búnaði þess,
    c. þegar loftfar eða búnaður þess hefur orðið fyrir spjöllum sem einsýnt er að máli skipta um lofthæfi þess,
    d. þegar lögskyldar vátryggingar falla úr gildi.
Verði skírteini ógilt getur [Samgöngustofa] 1) krafist afhendingar þess. Ógildingin helst uns bætt hefur verið úr ágöllum þeim sem um er að ræða.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
25. gr.
Ákvæði 22. og 24. gr. um íslenskt lofthæfisskírteini skulu með tilsvarandi hætti eiga við um staðfestingu [Samgöngustofu] 1) á erlendu lofthæfisskírteini og um endurnýjun og ógildingu slíkrar staðfestingar.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
26. gr.
Umráðanda loftfars samkvæmt loftfaraskrá, sem notað er til loftferða samkvæmt lögum þessum, ber skylda til að sjá svo um að loftfar í notkun sé lofthæft og ber hann ábyrgð á að því fylgi gilt lofthæfisskírteini.
Ef eitthvað ber við sem máli skiptir um lofthæfi skal skráður umráðandi í loftfaraskrá eða flugstjóri loftfars tilkynna [Samgöngustofu] 1) það svo fljótt sem verða má og veita henni alla vitneskju sem nauðsynleg er við framkvæmd eftirlits með lofthæfinu.
[Samgöngustofu] 1) skal heimilt að veita undanþágur frá ákvæðum þessa kafla og reglum settum samkvæmt þeim þegar nauðsynlegt þykir að prófa kosti loftfars eða aðrar sérstakar ástæður eru til.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
27. gr.
[Samgöngustofu], 1) svo og aðila þeim eða yfirvaldi er getur í 2. mgr. 21. gr. og [Samgöngustofa] 1) hefur samþykkt, er heimill aðgangur að hverju því loftfari sem notað er til loftferða eftir lögum þessum. Nefndum aðilum er heimilt að framkvæma hverja þá rannsókn á loftfarinu og búnaði þess sem þeir telja nauðsynlega við skoðun og eftirlit. [Sömu aðilum er í þessu skyni heimilt að krefja umráðanda samkvæmt loftfaraskrá, flugstjóra og áhöfn loftfars og aðra starfsmenn aðila, sem ber að starfa samkvæmt leyfum útgefnum af [Samgöngustofu], 1) þ.m.t. starfsmenn viðhaldsstöðva eða viðhaldsaðila, þeirrar aðstoðar sem þörf er á.] 2) Þeim er þannig heimilt að krefjast þess að loftfarið sé haft tiltækt til skoðunar, það affermt og prófflug og önnur próf framkvæmd. Heimild þessi tekur jafnframt til erlendra loftfara sem eiga viðdvöl á Íslandi.
Rannsókn samkvæmt þessari grein skal framkvæma með þeirri nærgætni sem kostur er.
[Með samsvarandi hætti og kveðið er á um í 1. og 2. mgr. skal [Samgöngustofu] 1) heimill aðgangur að sérhverri starfsstöð þeirra aðila sem ber að starfa samkvæmt leyfum útgefnum af stofnuninni, þ.m.t. viðhaldsstöðvum loftfara, einnig að gögnum og skrám sem viðhaldið varða, flugskýlum og öðrum þeim mannvirkjum og gögnum sem komið er upp og við haldið í þágu loftferða.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 21/2002, 2. gr.
28. gr.
[Samgöngustofa] 1) getur ákveðið 2) að … 3) nánar tiltekin störf við viðhald, viðgerðir og breytingar á loftförum, búnaði, tækjum og varahlutum þeirra skuli einungis falin viðurkenndum viðhaldsaðilum … 3)
[[Samgöngustofa] 1) viðurkennir … 3) viðhaldsaðila samkvæmt umsókn þeirra þar um, enda fullnægi þeir þeim skilyrðum sem ráðherra setur með reglugerð um:
    a. starfsemislýsingu, sem skal m.a. taka til skipulags og gæðastjórnunar,
    b. kunnáttu og hæfni ábyrgra fyrirsvarsmanna,
    c. húsnæði, tækjakost og annan búnað,
    d. fjárhag, en tryggt fjárstreymi skal á hverjum tíma nægja til þriggja mánaða reksturs.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að áskilja að fyrirsvarsmenn, þ.e. ábyrgðarmaður, tæknistjóri og gæðastjóri, sanni kunnáttu sína og hæfni með sérstakri próftöku. Að fenginni viðurkenningu [Samgöngustofu] 1) ber þeim að starfa sem sérstakir trúnaðarmenn stofnunarinnar. Komi í ljós að kunnáttu eða hæfni fyrirsvarsmanns sem hlotið hefur viðurkenningu sé ábótavant eða fyrirsvarsmaður brýtur trúnað við [Samgöngustofu] 1) getur hún fellt viðurkenningu sína úr gildi.
[Samgöngustofu] 1) er hvenær sem er heimilt að gera úttekt á starfsstöðvum … 3) viðhaldsaðila og er fyrirsvarsmönnum slíks reksturs skylt að veita í því skyni þann aðgang og atbeina sem stofnunin krefst.
[Samgöngustofa] 1) getur gefið út lofthæfisfyrirmæli, einnig rekstrarfyrirmæli varðandi einstaka rekstrarþætti hjá … 3) viðhaldsaðilum. Slík fyrirmæli geta þó einnig varðað reksturinn í heild. Rekstrarfyrirmæli geta lotið að því að banna tiltekna starfrækslu, binda hana takmörkunum eða gera hana, í þágu aukins flugöryggis, háða því að tiltekin skilyrði sem stofnunin setur séu uppfyllt. Rekstrarfyrirmæli skulu greina ástæðu fyrir útgáfu þeirra, gildissvið og gildistíma og þær ráðstafanir sem hlutaðeigandi rekstraraðila ber að viðhafa.
Brjóti viðurkenndur … 3) viðhaldsaðili lagaboð, önnur fyrirmæli um starfsemina eða skilyrði leyfis eða reynist hann ófær um að reka starfsemina samkvæmt þeim fyrirmælum sem um hana gilda getur [Samgöngustofa] 1) svipt hann leyfi að nokkru leyti eða öllu, eftir mati stofnunarinnar á aðstæðum. Leyfissvipting að hluta skal þá varða nánar afmarkaða þætti í starfi hlutaðeigandi leyfishafa, til að mynda tiltekið loftfar eða tiltekna viðhaldsþætti. Sviptingin skal í fyrstu vera til bráðabirgða meðan mál er rannsakað með tilliti til þess hvort efni séu til endanlegrar leyfissviptingar. Bráðabirgðasviptingunni skal markaður tími.] 4)
[Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 5) nánari ákvæði um lofthæfi, þ.m.t. um vottun loftfara, íhluta og búnaðar, um viðurkenningu á viðhaldsstöðvum og skilyrði hennar og um hæfniskröfur til starfsfólks á þessu sviði.] 6)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2) Augl. 477/1994. 3)L. 75/2005, 3. gr. 4)L. 21/2002, 3. gr. 5)Rg. 780/2006, sbr. 779/2007. Rg. 751/2007. Rg. 97/2009. Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019. Rg. 812/2012, sbr. 179/2013, 409/2013, 1144/2013 og 885/2016. Rg. 1185/2012. Rg. 380/2013, sbr. 967/2013, 347/2015, 123/2016, 886/2016, 1466/2020 og 1344/2021. Rg. 962/2013, sbr. 991/2016. Rg. 694/2014. Rg. 926/2015, sbr. 433/2016 og 1042/2019. Rg. 1085/2018. 6)L. 50/2012, 5. gr.
[28. gr. a.
Nú vill aðili hljóta viðurkenningu til eftirlits með starfrækslu og lofthæfi loftfara af tiltekinni tegund eða flokki og skal hann þá sækja um viðurkenningu til [Samgöngustofu]. 1)
Veita skal viðurkenningu sé þeim skilyrðum fullnægt sem kveðið er á um í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Viðurkenningu má taka aftur ef aðili fullnægir eigi þeim kröfum og skilyrðum sem fyrir starfseminni eru sett eða brýtur í rekstri sínum í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglugerða. Nú verða verulegar breytingar á samþykktum félagsins, umfangi starfsemi og eðli og skal þá á ný sækja um viðurkenningu.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að afturkalla viðurkenningu tímabundið eða takmarka viðurkenningu félagsins að hluta telji stofnunin vafa leika á að félagið geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru um starfrækslu þess með þeim hætti að telja megi að flugöryggi kunni að vera stefnt í hættu.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð m.a. um:
    a. heimildarveitingar og eftirlit [Samgöngustofu] 1) með viðurkenndum aðilum og skilyrði til framsals eftirlits;
    b. kröfur um viðurkenningu, framkvæmd og starfrækslu, þ.m.t. um félagaform, fjármögnun, fjárhagsstöðu, reikningsskil og vátryggingar, auk krafna um kennslu, þjálfun, prófanir og eftirlit;
    c. menntun og hæfni kennara og þeirra er annast prófanir og eftirlit;
    d. trúnaðarmenn og samþykki þeirra;
    e. upplýsingamiðlun og skýrslugjöf til [Samgöngustofu]. 1)] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 15/2009, 2. gr.
[28. gr. b.
Nú vill aðili hljóta vottun eða viðurkenningu til verklegrar og/eða bóklegrar kennslu, þjálfunar og prófunar:
    a. flugliða loftfara;
    b. öryggis- og þjónustuliða loftfara;
    c. flugvéltækna;
    d. viðhaldsvotta;
    e. flugumsjónarmanna;
    f. á sviði flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar, þ.m.t. til stjórnunar flugumferðar; og
    g. þeirra er starfa að flugvernd, eftirliti með flugvernd og framkvæmd flugverndar;
og skal aðili þá sækja um vottun eða viðurkenningu til [Samgöngustofu]. 1)
Veita skal vottun eða viðurkenningu sé þeim skilyrðum fullnægt sem kveðið er á um í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Vottun eða viðurkenningu má taka aftur ef aðili fullnægir eigi þeim kröfum og skilyrðum sem fyrir starfseminni eru sett eða ef aðili brýtur í rekstri sínum í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglugerða.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að afturkalla vottun eða viðurkenningu tímabundið eða takmarka hana að hluta telji stofnunin vafa leika á að aðili geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru um starfrækslu þess með þeim hætti að telja megi að flugöryggi kunni að vera stefnt í hættu.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 2) m.a. um:
    a. heimildarveitingar og eftirlit [Samgöngustofu] 1) með vottuðum eða viðurkenndum aðilum, þar á meðal heimildir til framsals eftirlits til óháðra viðurkenndra eða vottaðra aðila;
    b. eftirlit Eftirlitsstofnunar EFTA með framkvæmd eftirlits;
    c. kröfur um vottun eða viðurkenningu, þ.m.t. um fjármögnun, fjárhagsstöðu, reikningsskil og vátryggingar, auk krafna um framkvæmd kennslu, þjálfunar og prófana, afköst og þjónustustig, umráð loftfara og búnaðar;
    d. trúnaðarmenn og samþykki þeirra;
    e. búnað sem nýttur er til þjálfunar og prófunar og vottun hans;
    f. menntun og hæfni kennara og þeirra er annast prófanir; og
    g. upplýsingamiðlun og skýrslugjöf til [Samgöngustofu]. 1)] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 180/2014, sbr. 992/2016 og 468/2020. 3)L. 15/2009, 2. gr.
[28. gr. c.
Nú vill aðili hljóta tilnefningu og samþykki sem fluglæknir eða til reksturs fluglæknaseturs og skal hann þá sækja um slíka tilnefningu og samþykki til [Samgöngustofu]. 1)
Veita skal tilnefningu og samþykki sé þeim skilyrðum fullnægt sem kveðið er á um í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Tilnefningu og samþykki má taka aftur ef aðili fullnægir eigi þeim kröfum og skilyrðum sem fyrir starfseminni eru sett eða ef aðili brýtur í rekstri sínum í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglugerða.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að afturkalla tilnefningu og samþykki sitt tímabundið eða takmarka það að hluta telji stofnunin vafa leika á að aðili geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru um starfrækslu þess með þeim hætti að telja má að flugöryggi kunni að vera stefnt í hættu.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 2) m.a. um tilhögun og fjölda tilnefndra fluglækna og fluglæknasetra, framkvæmd heilbrigðisskoðana, starfrækslu fluglæknasetra, heimildarveitingar og eftirlit [Samgöngustofu] 1) með fluglæknum og fluglæknasetrum, upplýsingagjöf, menntun á sviði fluglæknisfræði og útgáfu heilbrigðisvottorða.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 180/2014, sbr. 992/2016. 3)L. 15/2009, 2. gr.
[28. gr. d.
[Samgöngustofa] 1) skal hafa eftirlit með því að vottaður eða viðurkenndur aðili skv. 28. gr. a, 28. gr. b og 28. gr. c uppfylli þær kröfur sem til starfseminnar eru gerðar og sinni þeim skyldum sem hann tekur að sér. Stofnunin getur m.a. í því skyni beitt úrræðum 84. gr.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 15/2009, 2. gr.
[28. gr. e.
Eigendur og umráðendur loftfara sem starfrækt eru í almannaflugi skulu uppfylla þær kröfur sem settar eru í reglugerð 1) sem ráðherra setur um skilyrði til öruggrar starfrækslu. Í reglugerðinni má m.a. kveða nánar á um lofthæfi, undirbúning flugs og verklags í flugi, afkastagetu og starfrækslulágmörk og lágmarksbúnað, þ.m.t. flugleiðsögu.] 2)
    1)Rg. 694/2010, sbr. 88/2012, 488/2014, 1076/2014, 18/2016, 1158/2016 og 333/2018. Rg. 695/2010, sbr. 1076/2014, 18/2016, 1158/2016 og 334/2018. Rg. 962/2013, sbr. 991/2016. Rg. 237/2014, sbr. 990/2016 og 539/2018. 2)L. 15/2009, 2. gr.
[28. gr. f.
Eigendur og umráðendur loftfara sem starfrækt eru til verkflugs, hvort heldur í einkaflugi eða í verkflugi í atvinnuskyni, skulu uppfylla þær kröfur sem settar eru í reglugerð 1) sem ráðherra setur um örugga starfrækslu. Í reglugerðinni má m.a. kveða nánar á um lofthæfi, heimildir til tegundar verkflugs, undirbúning flugs og verklags í flugi, afkastagetu og starfrækslulágmörk og lágmarksbúnað, þ.m.t. flugleiðsögu.
Um skilyrði til verkflugs í atvinnuskyni gilda ákvæði IX. kafla laga þessara að öðru leyti.] 2)
    1)Rg. 962/2013, sbr. 991/2016. Rg. 237/2014, sbr. 990/2016 og 539/2018. 2)L. 15/2009, 2. gr.

V. kafli. Flugverjar.
29. gr.
Hvert það loftfar sem notað er til loftferða samkvæmt lögum þessum skal skipað áhöfn í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda. Í áhöfn eru starfsmenn sem gegna starfi um borð í loftfari meðan á fartíma stendur, enda telst starf þeirra nauðsynlegt fyrir örugga starfrækslu loftfarsins eða fyrir öryggi farþeganna.
Skráður umráðandi samkvæmt loftfaraskrá og flugstjóri loftfars ábyrgjast að það sé réttilega skipað áhöfn.
30. gr.
Umráðandi loftfars er ábyrgur fyrir því að ákvæði um áhöfn séu haldin. [Samgöngustofa] 1) hefur eftirlit með því að ákvæði um áhöfn séu haldin. Henni er heimilt að láta íslenskan eða erlendan aðila eða erlent yfirvald, sem til þess er hæft samkvæmt íslenskum lögum, framkvæma eftirlitið.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
31. gr.
[Ráðherra] 1) ákveður með reglugerð 2) hvaða skilyrðum [flugverjar] 3) er í loftfari starfa skuli fullnægja um ríkisfang, aldur, líkamlegt og andlegt hæfi, reglusemi, menntun og þjálfun. Hann ákveður jafnframt með reglugerð 4) hvaða flugverjar skuli bera skírteini því til staðfestu að þeir fullnægi skilyrðunum og nefnast þeir flugliðar.
[Almennt aldurshámark [flugmanna] 5) í flutningaflugi skal vera 60 ár, en ráðherra skal heimilt að kveða á um með reglugerð að framlengja megi þessi mörk til allt að 65 ára aldurs, að fullnægðum skilyrðum sem hann setur.] 3)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 237/2014, sbr. 781/2015. 3)L. 21/2002, 4. gr. 4)Rg. 400/2008, sbr. 600/2009 og 439/2012. Rg. 180/2014, sbr. 992/2016, 1081/2018, 468/2020 og 623/2021. Rg. 1085/2018. 5)L. 75/2005, 4. gr.
32. gr.
[Samgöngustofa] 1) gefur út skírteini flugliða, enda sanni sá er í hlut á að hann fullnægi skilyrðum til að rækja starfann.
Skírteini má binda við loftferðir loftfara tiltekinnar tegundar eða loftferðir á tilteknu svæði.
Skírteini skal gefa út í samræmi við reglugerð 2) sem [ráðherra] 3) setur, enda fullnægi handhafi þess lögmæltum skilyrðum til starfans. Um staðfestingu erlendra skírteina skal fara samkvæmt sömu reglugerð.
Heimilt er [Samgöngustofu] 1) að synja þeim manni skírteinis sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun sem veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið, enda hafi brot varðað fangelsi.
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 180/2014, sbr. 992/2016, 1081/2018 og 468/2020. 3)L. 87/2010, 1. gr.
33. gr.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að synja um viðurkenningu á skírteini sem annað ríki hefur veitt íslenskum ríkisborgara, að því er tekur til loftferða yfir íslensku yfirráðasvæði, ef ekki leiðir annað af milliríkjasamningum.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
34. gr.
Hafi maður skírteini, sem [Samgöngustofa] 1) hefur gefið út eða metið gilt, skal hann svo fljótt sem verða má tilkynna henni atriði sem máli skipta er meta skal hvort hann fullnægir áfram skilyrðum til starfans. Honum er skylt hvenær sem er að gangast undir þá rannsókn og þau próf sem [Samgöngustofa] 1) telur nauðsynleg.
Verði læknir þess vís að flugliði er haldinn slíkri heilsubilun að hætta stafi af starfa hans í loftfari ber lækninum að vara hann við og tilkynna [Samgöngustofu] 1) vitneskju sína.
[Samgöngustofa] 1) getur hvenær sem er fellt skírteini úr gildi ef hún telur að skírteinishafi fullnægi ekki lengur skilyrðum til þess starfs sem skírteinið varðar. Að jafnaði skal skírteinið þá fyrst fellt úr gildi um stundarsakir eða þar til útkljáð er hvort það skuli endanlega fellt úr gildi.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
35. gr.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að leyfa að loftfar sé notað til loftferða í æfingarskyni eða annars séu sérstakar ástæður til þótt það sé eigi skipað áhöfn samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
36. gr.
Flugverji skal hlýða skipunum yfirmanna sinna í starfa sínum, vera umhyggjusamur um loftfar, menn og varning sem í því eru og rækja starfsskyldur sínar af samviskusemi.
37. gr.
Enginn flugverji eða annar starfsmaður má hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna loftferðum eða veita öryggisþjónustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja, vegna sjúkdóms eða þreytu eða annarrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann á tryggilegan hátt.
Nú er vínandamagn í blóði yfir 0,2‰ eða áfengi í líkama sem leitt getur til slíks vínandamagns í blóði og telst hlutaðeigandi þá undir áhrifum áfengis og ekki hæfur til þess starfa sem getur í 1. mgr. Það leysir ekki undan sök þótt maður haldi vínandamagn í blóði sínu minna.
Enginn þeirra sem hér um ræðir má neyta áfengis síðustu átta klukkustundirnar áður en störf eru hafin né heldur meðan verið er að starfi. Varðar það að jafnaði skírteinismissi, ekki skemur en í þrjá mánuði en fyrir fullt og allt ef sakir eru miklar eða brot ítrekað. Þá mega þeir ekki neyta áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja næstu sex klukkustundir eftir að vinnu lauk, enda hafi þeir ástæðu til að ætla að atferli þeirra við starfann sæti rannsókn. Lögreglumönnum er heimilt þegar rökstudd ástæða er til að flytja aðila til læknis til rannsóknar, þar á meðal til blóð- og þvagrannsóknar, og er honum skylt að hlíta nauðsynlegri meðferð læknis.
[Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) um réttindi og skyldur flugrekenda, flugverja og viðurkenndra aðila sem sinna flugkennslu og þjálfun hvað varðar:
    a. hámarksvinnutíma, hámarksflugvakt og lágmarkshvíldartíma og
    b. skráningu flugvaktar, vinnu- og hvíldartíma.] 2)
    1)Rg. 1043/2008, sbr. 360/2009 og 124/2016. Rg. 237/2014, sbr. 348/2015, 781/2015, 74/2016 og 624/2021. 2)L. 15/2009, 3. gr.
38. gr.
Ef flugverji veikist eða slasast fjarri heimili sínu og fjarvistin er vegna starfs hans ber vinnuveitanda að greiða allan kostnað við læknishjálp, sjúkrahúsvist og flutning sjúklings til heimilis hans.
39. gr.
[Ráðherra] 1) kveður á um að hve miklu leyti ákvæði þessa kafla skuli taka til erlends loftfars á íslensku yfirráðasvæði.
    1)L. 87/2010, 1. gr.
40. gr.
Flugstjóri skal vera í hverju því íslensku loftfari sem notað er til loftferða samkvæmt lögum þessum.
Flugstjóri hefur æðsta vald í loftfari.
41. gr.
Flugstjóri sér um að loftfar hafi ferðbundið lofthæfi og sé tilhlýðilega búið, skipað áhöfn og fermt, og að flug sé að öðru leyti undirbúið og framkvæmt samkvæmt gildandi reglum.
Flugstjóri skal tilkynna [Samgöngustofu] 1) um atriði sem máli skipta um lofthæfi og láta henni í té skýrslur sem nauðsynlegar eru við framkvæmd eftirlits með lofthæfinu. Honum er skylt samkvæmt reglum er [Samgöngustofa] 1) setur að gefa [Samgöngustofu] 1) skýrslur um atriði sem máli skipta þegar meta skal starfshæfni flugverja.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
42. gr.
Flugstjóri hefur undir sinni forsjá loftfar, áhöfn, farþega og farm.
Honum er heimilt, þegar hann telur nauðsyn til, að setja flugverja um stundarsakir til annarrar þjónustu en þeirrar sem þeir eru ráðnir til.
[Farþegum er skylt að fara eftir fyrirmælum flugstjóra eða annarra flugverja um góða hegðun og reglu í loftfari.] 1)
Flugstjóra er heimilt, þegar nauðsyn ber til, að synja viðtöku í loftfar eða vísa úr því flugverjum, farþegum eða varningi og farangri.
    1)L. 21/2002, 5. gr.
[42. gr. a.
[Samgöngustofa] 1) setur reglur um takmarkanir á veitingu áfengis til farþega og um meðferð öryggisbúnaðar og raftækja um borð í íslenskum loftförum, eftir því sem stofnunin telur nauðsynlegt í þágu flugöryggis.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 21/2002, 6. gr.
43. gr.
Flugstjóra er heimilt að þröngva mönnum með valdi til hlýðni við sig, enda sé það nauðsynlegt til að halda uppi góðri hegðun og reglu í loftfari.
Ef loftfar er í hættu statt eða annars konar neyðarástand er fyrir hendi er flugstjóra heimilt að beita hverri þeirri aðferð sem nauðsynleg er til að koma á reglu og hlýðni. Hverjum flugverja er skylt, án þess að á hann sé skorað, að veita flugstjóra aðstoð.
Ef manni, sem neitar að hlýða, er veittur áverki getur hann einungis komið fram ábyrgð af þeim sökum að harðari aðferðum hafi verið beitt en ástæða var til.
44. gr.
Ef stórfellt lögbrot er framið í loftfari ber flugstjóra að gera þær ráðstafanir sem hann getur og nauðsynlegar eru til að afla réttrar vitneskju um málið og sem eigi má að meinalausu fresta.
Flugstjóri skal, svo sem kostur er, sjá um að hinn grunaði komist eigi undan og er flugstjóra heimilt, ef nauðsyn ber til, að setja hann í gæslu uns hann verður afhentur lögreglu á Íslandi eða yfirvöldum er í hlut eiga erlendis.
Flugstjóra er heimilt að taka í sína umsjá hluti sem ætla má að séu sönnunargögn uns þeir verða afhentir lögreglu eða yfirvöldum.
45. gr.
Flugstjóri ber ábyrgð á að lögmæltar dagbækur og önnur flugskjöl séu í loftfari og að skráð sé í bækur þessar og skjöl svo sem lög og stjórnvaldsfyrirmæli segja til um.
46. gr.
Lendi loftfar í háska skal flugstjóri gera allt sem honum er unnt til bjargar loftfari, mönnum og varningi sem í því eru. Ef nauðsyn ber til að yfirgefa loftfarið skal hann eftir megni sjá um að flugskjölum sé komið á óhultan stað.

[V. kafli A. Tilkynning atvika í almenningsflugi.]1)
    1)L. 40/2017, 2. gr.
47. gr. [Tilkynningarskylda.
Öll atvik í almenningsflugi sem geta stofnað flugöryggi í umtalsverða hættu, þ.m.t. þau sem tilkynna ber til rannsóknarnefndar samgönguslysa, sbr. lög um rannsókn samgönguslysa, skulu tilkynnt Samgöngustofu í samræmi við ákvæði þessa kafla. Með atviki er átt við atburð tengdan öryggi sem stofnar eða, ef ekki er gripið til aðgerða eða gerðar úrbætur, getur stofnað loftfari, farþegum eða öðrum einstaklingum í hættu.
Tilkynningarskylda samkvæmt ákvæði þessu hvílir á flugstjóra eða næstráðanda um borð í loftfari ef flugstjóra er eigi unnt að sinna þeirri skyldu. Jafnframt hvílir hún á þeim sem koma að hönnun og framleiðslu loftfars eða tækjabúnaðar eða einhverjum hluta þess, þeim sem koma að útgáfu lofthæfisstaðfestingarvottorðs eða viðhaldsvottorðs, flugumferðarstjórum og öðrum starfsmönnum í flugleiðsöguþjónustu, viðhaldsaðilum, þeim sem sinna starfi tengdu afgreiðslu loftfars á jörðu niðri og öðrum starfsmönnum í öryggistengdum störfum.
Fyrirtæki skulu koma á tilkynningakerfi til að auðvelda söfnun upplýsinga um tilkynningarskyld atvik.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) þar sem kveðið er nánar á um tilkynningarskylduna, m.a. um til hvaða atvika tilkynningarskylda nái, að skyldan taki til fleiri aðila en taldir eru upp í þessari grein, um form úrvinnslu, um öryggisáhættuflokkun, greiningu atvika og eftirfylgni, tímamörk og birtingu skýrslna á grundvelli tilkynninga og annað er máli kann að skipta til að rekja megi orsakir atvika.] 2)
    1)Rg. 180/2014, sbr. 623/2021. Rg. 900/2017. 2)L. 40/2017, 2. gr.
[47. gr. a. Valfrjálsar tilkynningar.
Fyrirtæki skulu koma á tilkynningakerfi fyrir valfrjálsar tilkynningar, m.a. til að auðvelda söfnun upplýsinga um atvik sem ekki er skylt að tilkynna og um atvik sem tilkynnt eru af einstaklingum sem ekki eru tilkynningarskyldir skv. 47. gr.
Ráðherra er heimilt að útfæra tilkynningakerfi skv. 1. mgr. í reglugerð. 1)] 2)
    1)Rg. 180/2014, sbr. 623/2021. Rg. 900/2017. 2)L. 40/2017, 2. gr.
[47. gr. b. Gagnagrunnur Samgöngustofu um tilkynnt atvik, miðlægt evrópskt gagnasafn og gagnagrunnar fyrirtækja.
Tilkynningar og upplýsingar um atvik sem safnað er af Samgöngustofu skal varðveita í sérstökum gagnagrunni til að auðvelda úrvinnslu upplýsinga til eflingar flugöryggi. Óheimilt er að veita þriðja aðila aðgang að upplýsingum eða tilkynningum. Þetta á þó ekki við um upplýsingar sem veittar eru:
    a. erlendum ríkjum, stofnunum eða samtökum á grundvelli þjóðréttarlegra skuldbindinga, ef tilgangurinn er að vinna að auknu flugöryggi,
    b. hagsmunaaðilum sem eru í þeirri stöðu að geta unnið að bættu flugöryggi.
Samgöngustofa tekur þátt í samstarfi um miðlægt evrópskt gagnasafn og skal stofnunin flytja í gagnasafnið allar upplýsingar um öryggi sem geymdar eru í gagnagrunni Samgöngustofu. Einnig skal flytja upplýsingar um flugslys og alvarleg flugatvik í miðlæga evrópska gagnasafnið.
Óheimilt er að skrá persónuupplýsingar í gagnagrunn Samgöngustofu og hið miðlæga evrópska gagnasafn.
Fyrirtæki skulu geyma tilkynningar um atvik sem safnað er samkvæmt þessum kafla í sérstökum gagnagrunni, einum eða fleiri eftir því sem við á.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um gagnagrunn Samgöngustofu, aðgengi að upplýsingum úr gagnagrunninum, miðlæga evrópska gagnasafnið og gagnagrunna fyrirtækja.] 1)
    1)L. 40/2017, 2. gr.
[47. gr. c. Vinnsla upplýsinga.
Fyrirtæki skulu greina upplýsingar um atvik í því skyni að auðkenna áhættu. Á grundvelli greiningarinnar ákveða fyrirtæki, ef við á, aðgerðir til úrbóta og hrinda þeim í framkvæmd.
Fyrirtæki, sem auðkennir í kjölfar greiningar skv. 1. mgr. raunverulega eða hugsanlega áhættu í tengslum við flugöryggi, skal tilkynna Samgöngustofu um bráðabirgðaniðurstöður greiningarinnar og hugsanlegar aðgerðir sem fyrirtækið hyggst grípa til. Fyrirtæki skulu tilkynna Samgöngustofu um lokaniðurstöður greiningar um leið og þær liggja fyrir.
Vinnsla persónuupplýsinga skal aðeins fara fram eftir því sem nauðsyn þykir í þágu flugöryggis.
Samgöngustofa getur heimilað smærri fyrirtækjum að koma á einföldu fyrirkomulagi við söfnun, vinnslu og varðveislu upplýsinga.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að mæla nánar fyrir um vinnslu og greiningu upplýsinga, um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga og gæðaeftirlit fyrirtækja og um eftirfylgni með framkvæmd aðgerða samkvæmt þessari grein.] 1)
    1)L. 40/2017, 2. gr.
[47. gr. d. Sanngirnismenning.
Tilkynning atvika miðar að því að bæta flugöryggi með það að markmiði að koma í veg fyrir flugslys og flugatvik en ekki að upplýsa hver eigi sök eða beri ábyrgð. Óheimilt er að nota upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem að framan greinir.
Fyrirtækjum er óheimilt að láta starfsfólk sem tilkynnir um atvik eða er tilgreint í tilkynningu sæta einhverjum viðurlögum á grundvelli upplýsinganna nema um sé að ræða:
    a. ásetning,
    b. greinilega, grófa og alvarlega vanrækslu í tengslum við augljósa áhættu og algera vanrækslu varðandi þá faglegu ábyrgð að grípa ekki til aðgerða sem augljóslega er þörf á við aðstæður sem fyrirsjáanlega skaða einstaklinga eða eignir eða stofna flugöryggi í alvarlega hættu,
    c. neyslu áfengis eða örvandi eða deyfandi lyfja.
Einnig er óheimilt að beita starfsfólk viðurlögum ef það beinir kvörtun til Samgöngustofu vegna meintra brota fyrirtækis, sbr. 4. mgr.
Fyrirtæki skulu, í samráði við fulltrúa starfsmanna, samþykkja innri reglur sem lýsa hvernig fyrirtækið tryggir meginreglur um sanngirnismenningu innan þess.
Telji starfsmaður að brotið hafi verið gegn 1.–3. mgr. þessarar greinar og 2. mgr. 141. gr. getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Samgöngustofu og farið fram á að hún láti málið til sín taka. Berist Samgöngustofu slík kvörtun skal hún m.a. leita álits viðkomandi fyrirtækis á kvörtuninni, ganga úr skugga um að upplýsingar sem þar eru veittar eigi við rök að styðjast og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan og markvissan hátt.
Náist ekki samkomulag skv. 4. mgr. skal Samgöngustofa ljúka málinu með rökstuddu áliti. Áliti Samgöngustofu verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.] 1)
    1)L. 40/2017, 2. gr.

VI. kafli. Vinnuumhverfi áhafna loftfara.
48. gr.
Ákvæði þessa kafla gilda um alla starfsemi sem áhöfn loftfars vinnur fyrir flugrekanda.
Flugrekandi er sá sem fengið hefur leyfi til loftferðastarfsemi í samræmi við ákvæði laga þessara.
Með ákvæðum þessa kafla er leitast við að:
    a. tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi,
    b. tryggja að flugrekendur og áhafnir geti í sameiningu leyst öryggis- og heilbrigðisvandamál um borð í loftförum.
49. gr.
Flugrekandi skal stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi um borð í loftförum og að virkt eftirlit sé með því að vinnuumhverfi þar fullnægi settum kröfum.
50. gr.
Hjá flugrekanda, þar sem starfa einn til fjórir flugverjar, skulu úrbætur á vinnuumhverfi gerðar í nánu samstarfi flugrekanda og áhafna.
51. gr.
Hjá flugrekanda, þar sem starfa fimm flugverjar eða fleiri, skulu starfsmenn tilnefna einn öryggistrúnaðarmann fyrir hverja tegund loftfara eða annað afmarkað vinnusvæði til að vera fulltrúi þeirra í málum sem varða vinnuumhverfi um borð í loftförum.
Atvinnurekandi ber kostnað af starfi öryggistrúnaðarmanns og bætir honum tekjutap sem af því kann að hljótast.
Öryggistrúnaðarmenn njóta þeirrar verndar sem ákveðin er í 11. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur.
52. gr.
Hjá flugrekanda, þar sem starfa fimm flugverjar eða fleiri, skal stofna öryggisnefnd.
Í öryggisnefnd skulu eiga sæti tveir fulltrúar flugverja, þar af annar fulltrúi flugliða, og tveir fulltrúar flugrekanda.
Öryggisnefndin skipuleggur aðgerðir varðandi bætt vinnuumhverfi um borð í loftförum og annast fræðslu starfsmanna um þessi efni.
53. gr.
Þegar starfsmenn [Samgöngustofu] 1) koma í eftirlitsferðir í fyrirtæki skulu þeir hafa samband við hlutaðeigandi öryggistrúnaðarmann og fulltrúa í öryggisnefnd. Þeim aðilum skal auðvelda, svo sem kostur er, að leggja mál fyrir [Samgöngustofu]. 1)
    1)L. 59/2013, 12. gr.
54. gr.
[Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði] 1) um skipulag og framkvæmd ráðstafana er miða að auknu öryggi [og heilbrigði] 1) og bættum aðbúnaði og hollustuháttum um borð í loftförum. Þar má nefna reglur um stofnun samstarfshópa og öryggisnefnda, um verkefni þeirra og um daglega stjórn þeirrar starfsemi er lýtur að auknu öryggi [og heilbrigði] 1) og bættu vinnuumhverfi.
    1)L. 15/2009, 5. gr.
55. gr.
[Samgöngustofa] 1) skipar vinnuverndarráð.
Verkefni ráðsins skal vera:
    a. að vera ráðgefandi fyrir [forstjóra Samgöngustofu] 1) í málum varðandi vinnuumhverfi um borð í loftförum,
    b. að gera tillögur og veita umsagnir um nýjar reglur eða breytingu á eldri reglum um vinnuumhverfi um borð í loftförum,
    c. að fjalla um einstök mál sem ráðherra eða [forstjóri Samgöngustofu] 1) leggur fyrir það og eiga frumkvæði að málum sem hafa áhrif á vinnuumhverfi áhafna.
[Samgöngustofa] 1) skal sjá um að þegar nauðsyn krefur standi ráðinu til boða sérfræðileg aðstoð.
Vinnuverndarráðið er skipað fjórum fulltrúum frá áhöfnum og fjórum fulltrúum frá flugrekendum. [Samgöngustofa] 1) skipar formann án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.
[Forstjóri Samgöngustofu] 1) eða fulltrúi hans situr fundi ráðsins ásamt þeim starfsmönnum [Samgöngustofu], 1) sem hann telur ástæðu til eða ráðið óskar eftir, með málfrelsi og tillögurétti.
[Samgöngustofa] 1) setur nánari reglur um starfsemi ráðsins.
    1)L. 59/2013, 12. gr.

VII. kafli. Flugvellir og flugleiðsaga.
56. gr.
[Flugvöllur telst afmarkað landsvæði, að meðtöldum byggingum og búnaði sem ætlað er til afnota við komur, brottfarir og hreyfingar loftfara á jörðu niðri. Flugvellir og búnaður þeirra skulu fullnægja þeim kröfum sem [ráðherra] 1) setur í reglugerð 2) eða gilda samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, eftir því sem landfræðilegar aðstæður leyfa. Í reglugerð um flugvelli skulu þeir flokkaðir eftir þjónustustigi og lágmarksflugvallarþjónusta skilgreind. [Samgöngustofa] 3) skal hafa eftirlit með því að flugvellir uppfylli gerðar kröfur. [Stofnunin kveður á um hverjar skuldbindingar flugvalla eru samkvæmt alþjóðasamningum á sviði flugmála. Niðurstöðu stofnunarinnar um umfang skuldbindinga verður skotið til ráðherra.] 4)
Nú vill aðili hefja starfrækslu flugvallar í þágu almenningsflugs og skal þá umráðamaður og/eða eigandi hans sækja um starfsleyfi til [Samgöngustofu] 3) minnst þremur mánuðum fyrir fyrirhugaða opnun hans. Umsókn fylgi umsögn þeirrar sveitarstjórnar sem í hlut á.
Að fullnægðum þeim kröfum sem settar eru skal [Samgöngustofa] 3) gefa út starfsleyfi. Í leyfi skal koma fram nafn leyfishafa, gildistími ásamt leyfilegu umfangi starfsemi og þeim takmörkunum og skilyrðum sem leyfishafi skal hlíta.
[Samgöngustofa] 3) getur svipt aðila starfsleyfi ef flugvöllur fullnægir eigi þeim kröfum og skilyrðum sem fyrir starfsemi hans eru sett eða ef leyfishafi brýtur í rekstri sínum í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglna. Ákvæðum 84. gr. skal beitt gagnvart leyfishöfum flugvallarreksturs.
Nú verða verulegar breytingar á aðstöðu flugvallar eða umfangi starfsemi eða notkun og skal eigandi eða umráðamaður þá á ný sækja um starfsleyfi.
[Samgöngustofu] 1) skal heimilt að loka flugvelli tímabundið eða takmarka umferð um hann sé ástand eða rekstur með þeim hætti að telja má að flugöryggi kunni að verða stefnt í hættu.
5)] 6)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 464/2007, sbr. 1258/2011. Rg. 770/2010, sbr. 665/2015. Rg. 773/2010. Rg. 1025/2012. Rg. 666/2015. Rg. 75/2016, sbr. 1083/2018. 3)L. 59/2013, 12. gr. 4)L. 50/2012, 6. gr. 5)L. 171/2006, 2. gr. 6)L. 21/2002, 8. gr.
57. gr.
[Leyfi [Samgöngustofu] 1) þarf til reksturs flugstöðva vegna flutnings á farþegum og farmi í atvinnuskyni. Nánar skal kveðið á um kröfur sem gerðar eru til rekstraraðila, aðstöðu og búnaðar flugstöðva í reglugerð 2) sem ráðherra setur.
Nú vill aðili hefja starfrækslu flugstöðvar og skal þá umráðamaður og/eða eigandi sækja um starfsleyfi til [Samgöngustofu] 1) minnst þremur mánuðum fyrir opnun. Umsókn fylgi umsögn þeirrar sveitarstjórnar sem í hlut á.
Að fullnægðum þeim kröfum sem settar eru skal [Samgöngustofa] 1) gefa út starfsleyfi. Í starfsleyfi skal koma fram nafn leyfishafa, gildistími ásamt leyfilegu umfangi starfsemi og þeim takmörkunum og skilyrðum sem leyfishafi skal hlíta.
Starfsleyfi má taka aftur ef flugstöð fullnægir eigi þeim kröfum og skilyrðum sem fyrir starfsemi hennar eru sett eða ef leyfishafi brýtur í rekstri sínum í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglna. Ákvæðum 84. gr. skal beitt gagnvart leyfishöfum flugstöðvarreksturs.
Nú verða verulegar breytingar á aðstöðu flugstöðvar eða umfangi starfsemi eða notkun og skal eigandi eða umráðamaður þá á ný sækja um starfsleyfi.
[Samgöngustofu] 1) skal heimilt að loka flugstöð tímabundið eða takmarka umferð um hana sé ástand eða rekstur með þeim hætti að telja má að flugöryggi kunni að verða stefnt í hættu.
3)] 4)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 1025/2012. 3)L. 171/2006, 2. gr. 4)L. 21/2002, 9. gr.
[57. gr. a. Flugleiðsöguþjónusta og rekstrarstjórnun flugumferðar.
Með flugleiðsöguþjónustu er átt við flugumferðar- og fjarskiptaþjónustu, leiðsögu- og kögunarþjónustu, veðurþjónustu fyrir flugleiðsögu og upplýsingaþjónustu flugmála. Með rekstrarstjórnun flugumferðar er átt við flugumferðarþjónustu, loftrýmisstjórnun og flæðisstjórnun flugumferðar. Rekstraraðili flugleiðsöguþjónustu er hver sá opinberi aðili, stofnun eða fyrirtæki, sem veitir flugleiðsöguþjónustu fyrir flugumferð og sinnir rekstrarstjórnun flugumferðar að hluta eða öllu leyti.
Nú vill aðili hefja starfrækslu flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar og skal þá umráðamaður og/eða eigandi sækja um starfsleyfi til [Samgöngustofu] 1) minnst þremur mánuðum fyrir upphaf þjónustunnar.
Að fullnægðum þeim kröfum og stöðlum sem [Samgöngustofa] 1) metur fullnægjandi skal gefa út starfsleyfi. Í leyfi skal m.a. koma fram nafn leyfishafa og gildistími ásamt þeim takmörkunum og skilyrðum sem í leyfinu felast. Ráðherra staðfestir gjaldskrá þjónustunnar.
Heimilt er ráðherra að tilnefna lögaðila til að sjá um afmarkaða þætti flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar. Aðeins má tilnefna þá sem hafa gilt starfsleyfi.
[Samgöngustofa], 1) eða aðili sem hún samþykkir, skal hafa eftirlit með því að sá sem veitir flugleiðsöguþjónustu og sinnir rekstrarstjórnun flugumferðar uppfylli gerðar kröfur og sinni þeim skyldum sem hann tekur að sér. Stofnunin getur m.a. í því skyni beitt úrræðum 84. gr.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 2) m.a. um:
    a. tilnefningu veitanda þjónustu, þar á meðal framkvæmd tilnefningar, hámarkstímalengd tilnefningar og önnur skilyrði;
    b. heimildarveitingar og eftirlit [Samgöngustofu] 1) með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar, þar á meðal heimildir til framsals eftirlits til óháðra viðurkenndra eða vottaðra aðila;
    c. eftirlit Eftirlitsstofnunar EFTA með framkvæmd eftirlits á sviði flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar;
    d. skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis, þ.m.t. um öryggi, stjórnun, fjármögnun, fjárhagsstöðu og reikningsskil, gerð ársskýrslu auk krafna um starfrækslu, afköst og þjónustustig;
    e. framkvæmd og starfrækslu flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar;
    f. búnað og vottun hans vegna flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar;
    g. menntun og hæfni starfsmanna sem veita flugleiðsöguþjónustu og sinna rekstrarstjórnun flugumferðar;
    h. skilyrði fyrir vottun eða viðurkenningu þeirra sem sinna þjálfun á sviði flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar;
    i. upplýsingamiðlun um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðarsamstarfs;
    j. samvinnu á sviði flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnunar flugumferðar við erlend ríki og alþjóðlegar og svæðisbundnar stofnanir.] 3)
    [k. veðurþjónustu fyrir flugleiðsögu og upplýsingaþjónustu flugmála í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, þar á meðal um veitingu veðurþjónustu, tilnefningu og starfsleyfisskyldur þjónustuveitanda, veðurfræðilega ábyrga aðila, hæfni og getu, skipulag og stjórnun, gæðakerfi, starfsreglur, vöktun veðurs, veðurspár, veðurskeyti, veðurkort, eldvirkni og búnað til veðurmælinga á flugvöllum;
    l. fjarskiptaþjónustu flugmála í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, þar á meðal um eftirlit, tíðninotkun, truflanir og notkun hvers konar fjarskiptaþjónustu, samskiptakerfa og samskiptaaðferða og verklagsreglur þar að lútandi;
    m. upplýsingaþjónustu flugmála í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, þar á meðal um veitendur þjónustunnar, eftirlit, gæðastjórnunarkerfi, nákvæmni gagna, útgáfu flugmálaupplýsinga, gjaldtöku og tungumál.] 4)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 870/2007, sbr. 1124/2014. Rg. 601/2008, sbr. 467/2010, 501/2010 og 340/2015. Rg. 602/2008, sbr. 464/2012, 154/2014, 1036/2017 og 571/2018. Rg. 108/2009, sbr. 465/2012. Rg. 693/2010, sbr. 1038/2017. Rg. 770/2010, sbr. 665/2015 og 659/2017. Rg. 772/2010, sbr. 211/2017 og 533/2017. Rg. 773/2010. Rg. 787/2010. Rg. 438/2012, sbr. 537/2018. Rg. 1125/2014, sbr. 667/2015, 863/2015, 499/2020 og 442/2021. Rg. 1126/2014, sbr. 884/2015. Rg. 1127/2014, sbr. 864/2015, 538/2018 og 1193/2020. Rg. 340/2015, sbr. 976/2015. Rg. 720/2019. Rg. 444/2020. 3)L. 15/2009, 6. gr. 4)L. 87/2010, 5. gr.
[57. gr. b. Flugafgreiðsla.
Á flugvöllum sem eru opnir fyrir flugumferð í atvinnuskyni og þar sem fjöldi farþega og magn farms er yfir nánar tilgreindum mörkum skal heimilt að gera hlutaðeigandi leyfishafa að tryggja jafnt aðgengi að flugafgreiðslu í samræmi við reglur 1) sem [ráðherra] 2) setur. Þar skal m.a. tiltaka lágmarksviðmið varðandi fjölda farþega og magn farmflutnings, takmörkun á fjölda þjónustuaðila og val á þeim, fyrirmæli um eigin afgreiðslu, um útboð þjónustu, bann við tiltekinni þjónustu eða takmarkanir á henni og aðskilnað í bókhaldi. [Nú er flugvöllur, sem opinn er fyrir flugumferð í atvinnuskyni, undir tilgreindum viðmiðunarmörkum er varðar fjölda farþega og magn farms og er rekstraraðila flugvallar heimilt að fengnu samþykki [Samgöngustofu], 3) og að þeim skilyrðum uppfylltum sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, að takmarka fjölda þeirra aðila sem heimilt er að veita flugafgreiðslu. Heimilt er ráðherra að kveða á um eftirlit með þeim sem sinna flugafgreiðslu í reglugerð. 4)] 5)
[Rekstraraðila flugvallar er heimilt að afhenda þriðja aðila stjórn sérstakra mannvirkja á flugvelli sem notuð eru við flugafgreiðslu og getur hann skyldað þá sem sjá um flugafgreiðslu og flugvallanotendur sem sjá um eigin afgreiðslu til að nota slík mannvirki. Þetta á við um mannvirki sem eru svo flókin eða kostnaðarsöm eða hafa svo mikil umhverfisáhrif að ekki er unnt að skipta þeim niður eða hafa fleiri en eitt af þeim, t.d. stjórn farangursflokkunar, afísingar, vatnshreinsunar og eldsneytisdreifingar. Ráðherra skal kveða nánar á um skilyrði slíks framsals á stjórnun mannvirkja og skyldu til nýtingar þeirra í reglugerð.] 5)] 6)
    1)Rg. 370/2018. 2)L. 87/2010, 1. gr. 3)L. 59/2013, 12. gr. 4)Rg. 48/2012, sbr. 443/2021. Rg. 1025/2012. 5)L. 15/2009, 7. gr. 6)L. 75/2005, 7. gr.
[57. gr. c. Afgreiðslugeta flugvalla.
[Flugmálayfirvöld geta tekið til athugunar skipulag afgreiðslugetu flugvallar og krafist úrbóta, ef kostur er, í samræmi við reglur 1) sem [ráðherra] 2) setur]: 3)
    a. ef hún er ófullnægjandi fyrir núverandi eða áætlaða flugumferð á tilteknum tímabilum,
    b. þegar nýir [flugrekendur] 4) eiga í erfiðleikum með að fá þar afgreiðslutíma,
    c. ef tilmæli þess efnis hafa borist frá [flugrekendum] 4) sem sjá um meira en helming af flugumferð um flugvöllinn eða
    d. vegna tilmæla frá flugvallarstjórn.
Í reglunum skal m.a. koma fram hvernig standa skuli að mati á afkastagetu, úthlutun afgreiðslutíma og breytingum þar á.
[Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð, 5) þar á meðal um:
    a. tilnefningu flugvallar með tilliti til skipulagningar afgreiðslugetu flugvallarins;
    b. skipun samráðs- eða samræmingarstjóra flugvallar og starfsskyldur þeirra;
    c. skipun samræmingarnefndar tilnefnds flugvallar auk verkefna hennar;
    d. skyldu flugrekenda, m.a. til upplýsingagjafar og starfrækslu flugstarfsemi á ákveðnum tímum;
    e. heildarskrá afgreiðslutíma, úthlutun og breytingar á honum;
    f. kvaðir á úthlutun afgreiðslutíma vegna opinberrar þjónustu á flugleiðum;
    g. kvartanir og áfrýjunarrétt; … 6)
    h. takmörkun á bótaábyrgð samræmingarstjóra; [og] 6)
    [i. greiðslu kostnaðar vegna starfa samræmingarstjóra]. 6)] 7)] 8)
    1)Rg. 858/2014, sbr. 307/2020 og 373/2021. 2)L. 87/2010, 1. gr. 3)L. 102/2006, 14. gr. 4)L. 50/2012, 7. gr. 5)Rg. 1025/2012. 6)L. 76/2015, 3. gr. 7)L. 15/2009, 8. gr. 8)L. 75/2005, 7. gr.
[57. gr. d.
Rekstraraðili flugvallar skal veita fötluðum eða hreyfihömluðum farþegum aðstoð, án sérstaks gjalds, á tilgreindum stöðum, einum eða fleiri, innan flugvallarsvæðis til þess að ferðast, enda hafi farþegi óskað aðstoðar með þeim fyrirvara sem áskilinn er samkvæmt reglugerð. Rekstraraðila flugvallar skal heimilt að innheimta gjald af notendum flugvallar til að fjármagna aðstoðina. Gjaldtakan skal ekki mismuna notendum flugvallar og vera ákvörðuð í samræmi við hlut hvers flugrekanda af komu- og brottfararfarþegum af heildarfjölda farþega á flugvelli. Gjaldið skal vera hæfilegt, byggjast á kostnaði sem verður til við að veita þjónustuna, gagnsætt og sett af rekstraraðila flugvallar í samráði við notendur flugvallar.
Nánar skal kveðið á um aðstoð flugrekanda og rekstraraðila flugvallar, fyrirkomulag aðstoðar, réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra farþega og upplýsingaskyldu flugrekanda, umboðsmanna hans og ferðaskrifstofu með reglugerð. 1)] 2)
    1)Rg. 475/2008. Rg. 1025/2012. 2)L. 165/2006, 4. gr.
[57. gr. e. Flugvirkt.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) um flugvirkt og gerð flugvirktaráætlunar, þ.e. hvernig háttað skuli samhæfingu opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. [Samgöngustofa] 2) sér um framkvæmd flugvirktar.
Ráðherra skipar flugvirktarráð til þriggja ára í senn en hlutverk þess er m.a.:
    a. að vera samráðsvettvangur opinberra aðila og annarra um framkvæmd, samvinnu, samhæfingu og áætlanagerð á sviði flugvirktar,
    b. gerð tillagna um breytingar á reglum eða löggjöf sem miða að aukinni samhæfingu og skilvirkni við framkvæmd flugvirktar eins og tilefni er til,
    c. annað sem ráðherra felur því.
Ráðherra skipar tvo fulltrúa í flugvirktarráð án tilnefningar. Skal annar vera formaður en hinn varaformaður. Aðra fulltrúa í ráðinu skipar ráðherra úr hópi opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm, eftir tilnefningu í samræmi við reglur sem hann setur um skipan og starfsemi flugvirktarráðs.] 3)
    1)Rg. 1025/2012. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 50/2012, 8. gr.
58. gr.
[Ef nauðsynlegt er í tengslum við rekstur flugvallar eða flugleiðsögubúnaðar að afla lands, lóðar eða annarrar eignar og samningum um kaup verður ekki við komið má ráðherra heimila, að fenginni umsögn [Samgöngustofu], 1) að eign eða hluti hennar sé tekin eignarnámi gegn endurgjaldi sem meta skal samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Samþykki ráðherra fyrir eignarnámi skal m.a. háð því að eignarnemi setji tryggingu fyrir greiðslu áætlaðra eignarnámsbóta og kostnaðar við matið. Nú fást eignarnámsbætur ekki greiddar hjá eignarnema og skal ríkissjóður þá ábyrgjast greiðslu þeirra.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 102/2006, 14. gr.
59. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli sem ætlaðir eru til almennrar notkunar.
[Skipulagsreglur skulu m.a. geyma fyrirmæli um skipulag innan flugvallarsvæðis, starfsheimildir, starfsemi og umferð innan svæðisins auk fyrirmæla um það svæði utan flugvallar þar sem rétt er að setja takmörkun á hæð mannvirkja og annarra hluta, t.d. húsa, stanga og trjáa, eða takmörkun á meðferð fasteigna eða hluta, t.d. að því er varðar leiðslur eða atvinnurekstur, enda séu slíkar kvaðir nauðsynlegar í þágu almenns öryggis. Kveða skal glöggt á um mörk þess svæðis sem skipulagið tekur yfir.] 2)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)L. 165/2006, 5. gr.
60. gr.
Innan skipulagssvæðis skal greina hinar mismunandi takmarkanir á mannvirkjahæð sem nauðsynlegar eru til öruggrar lendingar og öruggs flugtaks.
Skipulagsreglur skulu kveða á um tiltekna geira fyrir aðflug og brottflug.
Setja má reglur um tímabundið skipulag.
Uppkast að fyrirhuguðum skipulagsreglum skal liggja frammi mönnum til sýnis á hentugum stað og skal auglýsa framlagningu í Lögbirtingablaði og skora á fasteignaeigendur og aðra sem í hlut eiga að gera athugasemdir við það áður en liðinn er frestur sem eigi má vera styttri en fjórar vikur.
[Samgöngustofa] 1) skal taka til ítarlegrar athugunar þær athugasemdir sem fram kunna að koma og gefa þeim sem í hlut eiga færi á því að kynna sér breytingar áður en gengið er frá skipulagi til fullnaðar. Fullnaðarskipulag skal birta með sama hætti og uppkastið.
Þinglýsa skal kvöð sem lögð er á fasteignir vegna flugvalla, enda skipti kvöð máli.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
61. gr.
Eigi má víkja frá hæðartakmörkun eða öðrum takmörkunum um forræði eigna, sem í skipulagsreglum segir, án samþykkis [Samgöngustofu]. 1) Fyrir slíku samþykki má setja skilyrði, svo sem um breytingar eða merkingar þeirra bygginga sem máli skipta.
Ef takmörkun er eigi hlítt án þess að fyrir liggi samþykki skal [Samgöngustofa] 1) setja þeim er í hlut á frest til að ganga löglega frá málum. Sama gildir ef eigi eru haldin skilyrði fyrir samþykki eftir 1. mgr.
Ef frestur líður án þess að úr sé bætt er [Samgöngustofu] 1) heimilt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir með atbeina lögreglu og á kostnað þess sem í hlut á.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
62. gr.
Ef loftferðatálmi er fyrir hendi sem fer í bága við skipulagið þegar skipulagsreglur taka gildi skal fjarlægja hann, enda samþykki [Samgöngustofa] 1) eigi að hann haldist.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
63. gr.
Ef lögð er kvöð á eign manns eða forræðisskerðing vegna flugvallar á eigandi hennar eða réttindahafi kröfu til skaðabóta úr hendi eiganda flugvallar, enda hafi kvöð eða forræðisskerðing í för með sér að eignin verði eigi hagnýtt til fulls miðað við stærð hennar, legu og allar aðstæður eða eigandi hennar verður fyrir fjárhagstjóni sem hann á að fá bætt eftir meginreglum laga.
Bóta má einnig krefjast úr hendi eiganda flugvallar þegar aðili verður fyrir skaða vegna framkvæmda er getur í 62. gr.
Ríkið ábyrgist að skaðabætur séu af hendi inntar.
64. gr.
Skaðabætur skal ákveða eftir reglum laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973.
Krefjandi skaðabóta getur beiðst mats innan þess frests sem ákveðinn er í skipulagsreglum. Frestur má eigi vera styttri en tvö ár frá birtingu skipulagsreglna. [Ráðherra] 1) er heimilt að veita framlengingu um sex mánaða tímabil frá lokum frests.
    1)L. 87/2010, 1. gr.
65. gr.
[Samgöngustofa] 1) skal sjá um að hinni fyrirskipuðu forræðisskerðingu á eignum og mannvirkjum sé hlítt. Ef brugðið er út af þessu ber að tilkynna það [Samgöngustofu] 1) tafarlaust.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
66. gr.
Við breytingu á skipulagsreglum skal beita sömu aðferð og við setningu nýrra. Veita má tilslökun á forræðisskerðingu án þess að uppkast liggi áður frammi til sýnis.
67. gr.
Skipulagsreglur skulu halda gildi sínu uns [ráðherra] 1) fellir þær úr gildi eða gildistími þeirra er útrunninn.
Ef skipulagsreglur eru felldar úr gildi taka ákvæði 3. og 4. mgr. 60. gr. til þess með tilsvarandi hætti.
    1)L. 87/2010, 1. gr.
68. gr.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að krefjast þess að tálmar utan svæðis sem skipulag tekur yfir, er vegna hæðar mega teljast hættulegir flugumferð, séu fjarlægðir eða merktir. Beitt skal eignarnámi ef þörf krefur. Kostnaður, þar með taldar skaðabætur handa eiganda eða notanda, greiðist úr ríkissjóði.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
69. gr.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að kveða svo á að eigi skuli setja upp eða nota og, sé því að skipta, að brott skuli nema eða færa í annað horf merki, ljós eða hljóðvirki, tæki er senda frá sér útvarpsbylgjur eða annan tækjabúnað sem telja má að flugumferð stafi hætta af.
Um skaðabætur fer eftir almennum reglum laga.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
70. gr. [Flugvernd.]1)
[Samgöngustofu] 2) er heimilt að takmarka aðgang að flugvöllum og flugvallarsvæðum, umferð um þau og dvöl loftfara á þeim, svo og að banna umgengni eða dvöl á slíkum svæðum ef hún telur það nauðsynlegt vegna öryggis. 3)
[Óheimilt er að flytja hvers kyns hluti, tæki eða tól inn á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfar ef af getur stafað ógn eða hætta fyrir öryggi flugs og/eða farþega nema þeir teljist nauðsynlegir fyrir starfrækslu loftfarsins eða vegna skyldustarfa um borð. [Ráðherra] 4) skal setja reglugerð 5) um bannaða hluti, um í hvaða tilvikum heimilt er að víkja frá banninu, um meðferð, geymslu og eyðingu þeirra og um miðlun upplýsinga til flugfarþega og eigenda farms.] 6)
[Aðili, með samþykki vegna flugverndar, skal tilnefna flugverndarstjóra sem samþykktur er af Samgöngustofu. Flugverndarstjóri skal leiðbeina, innleiða og framfylgja flugverndaráætlun aðilans. Hann starfar sem sérstakur trúnaðarmaður Samgöngustofu um flugverndarmál.] 7)
[Án gildrar aðgangsheimildar er einstaklingi óheimilt að fara inn á skilgreint haftasvæði flugverndar á flugvelli eða flugvallarsvæði þar sem aðgangur hefur verið takmarkaður eða bannaður, sbr. 1. mgr.
Einstaklingi er óheimilt að fara um borð í loftfar án gildrar aðgangsheimildar, taka sér far eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með loftfari í eða úr íslenskri lögsögu.
Ráðherra er heimilt að kveða á um það í reglugerð, samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra ef hættustig er hækkað vegna ógnar við allsherjarreglu, að stjórnandi loftfars skuli áður en farþegi fer um borð í loftfar ganga úr skugga um að skráður farþegi sé sá sem hann segist vera, að hann hafi gild ferðaskilríki eða annað kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki og að farþegi sem er áritunarskyldur hafi gilda vegabréfsáritun til landsins.] 8)
    1)L. 15/2009, 9. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)Rg. 293/2002. 4)L. 87/2010, 1. gr. 5)Rg. 750/2016, sbr. 287/2017 og 1203/2017. 6)L. 75/2005, 8. gr. 7)L. 40/2017, 3. gr. 8)L. 71/2018, 8. gr.
[70. gr. a.
[Samgöngustofa] 1) skal hafa eftirlit með því að eftirlitsskyldir aðilar, m.a. rekstraraðilar flugvalla og flugstöðva, flugrekendur og rekstraraðilar flugleiðsöguþjónustu, ræki skyldur sínar á sviði flugverndar í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem um starfsemina gilda og flugverndaráætlun sem stofnunin skal gera og viðhalda fyrir Ísland. Eftirlitsskyldir aðilar skulu leggja flugverndaráætlun sína fyrir stofnunina til samþykktar. [Samgöngustofa] 1) skal gæta þess að kröfum um leynd og varðveislu verndaráætlana og annarra trúnaðarupplýsinga sé fullnægt.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 15/2009, 10. gr.
[70. gr. b.
Rekstraraðila flugvallar, með samþykki vegna flugverndar, [Samgöngustofu] 1) eða þeim sem falin er framkvæmd flugverndar samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim er heimilt að leita á mönnum, í farangri, farmi, pósti, rekstrarvörum og öðrum varningi áður en hann er færður um borð í loftfar, inn á haftasvæði flugverndar eða aðgreind flugverndarsvæði. Sá sem sætir hand- og líkamsleit getur krafist þess að vitni sé tilkvatt. Handleit og líkamsleit skal ætíð framkvæmd af einstaklingi af sama kyni. Líkamsleit skal aðeins framkvæmd af lögreglu.
Synja skal þeim um aðgang að aðgreindu flugverndarsvæði og haftasvæði flugverndar eða um brottför og komu sem neita að undirgangast leit. Leit skal framkvæmd með eins mikilli tillitssemi og unnt er og hún má aldrei verða víðtækari en nauðsynlegt er.
[Rekstraraðila flugvallar er heimilt í samráði við ríkislögreglustjóra að þjálfa og nota leitarhunda til aðstoðar við framkvæmd flugverndar á flugvöllum. Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um þjálfun og notkun leitarhunda við flugvernd.] 2)] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 50/2012, 9. gr. 3)L. 15/2009, 10. gr.
[70. gr. c.
[[Áður en Samgöngustofu, rekstraraðila flugvallar, rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu eða flugrekanda er heimilt að veita einstaklingi aðgang að haftasvæði flugverndar og viðkvæmum upplýsingum um flugvernd eða heimila honum að sækja námskeið í flugverndarþjálfun þar sem fram koma upplýsingar sem ekki eru aðgengilegar öllum skal, að fengnu skriflegu samþykki viðkomandi einstaklings, óska eftir bakgrunnsathugun lögreglu. Í tilkynningu um niðurstöðu bakgrunnsathugunar lögreglu til Samgöngustofu skal einungis koma fram hvort einstaklingur hafi hlotið jákvæða eða neikvæða umsögn. Sama gildir um tilkynningar til rekstraraðila flugvallar, rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu eða flugrekanda eftir atvikum. Beiðni um bakgrunnsathugun skal rita á eyðublað sem ríkislögreglustjóri ákveður í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur.
Beiðni skv. 1. mgr. veitir lögreglu heimild, eftir atvikum með aðstoð tollyfirvalda, til að afla upplýsinga um viðkomandi úr:
    a. skrám lögreglu, þ.m.t. málaskrá lögreglu,
    b. sakaskrá,
    c. upplýsingakerfi Alþjóðalögreglunnar eða annarra erlendra yfirvalda,
    d. upplýsingakerfum tollyfirvalda,
    e. upplýsingakerfi þjóðskrár.
Heimild lögreglu til öflunar upplýsinga skv. a-lið 2. mgr. takmarkast við síðustu fimm ár.
Bakgrunnsathugun skal fara fram með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Aldrei má þó ganga lengra við könnun á bakgrunni og sakaferli en þörf krefur hverju sinni.
Lögregla skal leggja heildstætt mat á það hvort óhætt sé að veita jákvæða umsögn að undangenginni bakgrunnsathugun skv. 1. mgr. Heimilt er að vísa til upplýsinga úr málaskrá lögreglu, sem varða einstakling með beinum hætti, til rökstuðnings neikvæðri umsögn samkvæmt þessari grein, enda gefi þær rökstudda ástæðu til að draga í efa hæfi einstaklingsins til að fara með málefni flugverndar lögum samkvæmt. Lögreglu er heimilt að kalla einstakling til viðtals telji hún það nauðsynlegt til að upplýsa nánar um atriði sem koma fram við skoðun í skrám og upplýsingakerfum skv. 2. mgr.
Nú gefa upplýsingar úr málaskrá lögreglu, sakavottorði til yfirvalda eða viðtali við þann sem óskað er bakgrunnsathugunar á ástæðu til að ætla að viðkomandi neyti fíkniefna og er lögreglu þá heimilt að óska eftir því að hann gangist undir fíkniefnapróf á eigin kostnað, þ.m.t. blóð- og þvagrannsókn, enda telji lögregla niðurstöðu slíkrar rannsóknar geta haft áhrif á niðurstöðu athugunar lögreglu.
Áður en lögregla lýkur athugun sinni með neikvæðri umsögn skal þeim sem athugun beinist að gert kleift að koma sjónarmiðum sínum að. Hann á jafnframt rétt á rökstuðningi ákvarði lögregla að veita honum neikvæða umsögn. Ákvörðun lögreglu um neikvæða umsögn á grundvelli neikvæðrar bakgrunnsathugunar sætir kæru til ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Sama gildir um afturköllun jákvæðrar umsagnar.
Sé umsögn neikvæð getur viðkomandi einstaklingur dregið til baka samþykki sitt fyrir miðlun þeirra upplýsinga til Samgöngustofu.
Bakgrunnsathugun lögreglu er liður í því að ákvarða hvort óhætt þyki að veita einstaklingi aðgangsheimild samkvæmt þessari grein eða hvort honum skuli synjað um hana. Endanleg ákvörðun um aðgang samkvæmt þessari grein er Samgöngustofu, rekstraraðila flugvallar, rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu eða flugrekanda eftir atvikum, sbr. þó ákvæði 11. mgr. Heimilt er útgefanda að afturkalla veitta aðgangsheimild.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um bakgrunnsathuganir lögreglu sem kveðið er á um í þessari grein, svo sem varðandi beiðni um bakgrunnsathugun og framkvæmd hennar, umfang, upplýsingaöflun, eyðublöð, efnislega skoðun upplýsinga, mat á öryggishæfi, áhrif afbrota og tímafresti í tengslum við þau, fíkniefnapróf, neikvæða umsögn, endurtekningu bakgrunnsathugana, skráningu umsagna lögreglu og eftirlit með einstaklingum í málaskrá lögreglu sem hafa hlotið jákvæða umsögn auk afturköllunar jákvæðrar umsagnar.] 1)
[Samgöngustofu], 2) rekstraraðila flugvallar eða rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu er óheimilt að veita einstaklingi heimild til aðgangs að haftasvæði flugverndar, aðgang að upplýsingum um flugvernd eða heimild til að sækja námskeið í flugverndarþjálfun hafi lögregla [veitt neikvæða umsögn eftir bakgrunnsathugun] 1) samkvæmt grein þessari. Flugrekanda er óheimilt að veita einstaklingi heimild til aðgangs að tilgreindum haftasvæðum flugverndar með útgáfu áhafnakorts og aðgang að framangreindum upplýsingum eða heimild til að sækja námskeið í flugverndarþjálfun hafi lögregla [veitt neikvæða umsögn eftir bakgrunnsathugun] 1) samkvæmt grein þessari.] 3)] 4)
    1)L. 71/2018, 9. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 50/2012, 10. gr. 4)L. 15/2009, 10. gr.
[70. gr. d.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) m.a. um:
    a. heimildarveitingar og eftirlit [Samgöngustofu] 2) á sviði flugverndar, þar á meðal heimildir til framsals eftirlits til sjálfstæðra vottunaraðila;
    b. eftirlit Eftirlitsstofnunar EFTA með framkvæmd flugverndar hér á landi;
    c. áhættumat og vástig vegna flugverndar;
    d. hverjir teljist eftirlitsskyldir aðilar á sviði flugverndar, þ.m.t. erlendir aðilar;
    e. efni og útgáfu flugverndaráætlunar og framkvæmd hennar, þ.m.t. takmörkun á birtingu efnis að hluta eða í heild;
    f. kröfur til eftirlitsskyldra aðila, þ.m.t. kröfur er varða gerð flugverndaráætlunar eftirlitsskyldra aðila, gæðakerfis og þjálfunar- og viðbúnaðaráætlana;
    g. hvaða hluti sé óheimilt að flytja í handfarangri, lestarfarangri, pósti og farmi í almenningsflugi;
    h. framkvæmd flugverndar, þ.m.t. aðgangsstýringar flugvalla og flugstöðva, útgáfu aðgangsheimilda, leitar á mönnum, í farangri, pósti og farmi vélknúinna ökutækja, vinnuvéla og búnaðar og aðföngum til starfrækslu almenningsflugs, reksturs flugvalla og flugstöðva, kröfur til búnaðar sem nota skal vegna flugverndaraðgerða og ráðstafana til verndar loftförum og mannvirkjum á flugvelli og nánari kröfur til eftirlitsskyldra aðila sem ekki geta sætt birtingu skv. f-lið;
    i. skipulag og skilgreiningu svæða innan flugvallar;
    j. hæfniskröfur við ráðningu og þjálfun þeirra er starfa að flugvernd, framkvæmd flugverndar og eftirlits með flugvernd;
    k. kröfur um viðurkenningu umboðsaðila og þekktra sendenda;
    l. kröfur um vottun eða viðurkenningu þeirra sem sjá um þjálfun á sviði flugverndar;
    m. kröfur um útgáfu skírteinis eða vottorðs um hæfni og þjálfun þeirra sem starfa að flugvernd, hafa eftirlit með flugvernd og þeirra sem annast kennslu og þjálfun á sviði flugverndar;
    n. [athuganir á bakgrunni vegna flugverndar, sem leiðir m.a. af athugun á viðkomandi í skrám lögreglu eða öðrum opinberum skrám og öflun upplýsinga um sakaferil sem framkvæmd er af lögreglu að beiðni [Samgöngustofu], 2) rekstraraðila flugvallar, rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu eða flugrekanda, og almenn viðmið um slíkt mat]; 3)
    o. gagnkvæma viðurkenningu á sviði flugverndar við erlend ríki;
    p. upplýsingamiðlun um flugvernd; … 4)
    q. samstarf og samvinnu á sviði flugverndar við erlend ríki og alþjóðlegar og svæðisbundnar stofnanir;
    [r. hæfi flugverndarstjóra, sbr. 3. mgr. 70. gr.] 4)
Ráðherra er heimilt að birta aðeins að hluta eða öllu leyti efni reglugerðar skv. h-lið 1. mgr. þeim einstaklingum sem starfs síns vegna þurfa að hafa vitneskju um efni hennar, enda varði efni reglugerðarinnar beina flugverndarhagsmuni og öryggi og leynd leiði af þjóðréttarlegum skuldbindingum á sviði flugverndar. Miðlun upplýsinga skv. h-lið 1. mgr. skal tryggð með sannanlegum hætti.
[Samgöngustofa] 2) setur reglur um skipan og starfsemi flugverndarráðs og flugverndarnefnda.
Rekstraraðilum flugvalla er heimilt að setja reglur um aðgangsstýringu og afmörkun aðgreindra flugverndarsvæða og haftasvæða á flugvelli.] 5)
    1)Rg. 750/2016, sbr. 287/2017, 515/2017, 1203/2017, 117/2018, 770/2018, 52/2019, 439/2019, 644/2019, 1053/2019, 491/2020, 844/2020, 1195/2020, 298/2021 og 695/2021. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 50/2012, 11. gr. 4)L. 40/2017, 4. gr. 5)L. 15/2009, 10. gr.
[70. gr. e.
Þeim sem starfa að flugvernd ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfa sinna og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna eða hagsmuna í þágu flugverndar. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna, sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða framkvæmd flugverndar og fyrirhugaðar aðgerðir vegna flugverndar og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, reglum eða eðli máls.
Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.] 1)
    1)L. 15/2009, 10. gr.
[70. gr. f.
Nú segir maður, sem falin hafa verið trúnaðargögn í samræmi við 2. mgr. 70. gr. d, frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða hann er bundinn trúnaði um og varðar framkvæmd flugverndar, og skal hann þá sæta fangelsi allt að einu ári.
Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings eða noti hann slíka vitneskju í því skyni má beita fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta sem látið hefur af starfi og eftir það segir frá eða misnotar á sama hátt vitneskju sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara.
Brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna skv. 1. og 2. mgr. 70. gr. e er refsivert skv. 136. gr. almennra hegningarlaga.] 1)
    1)L. 15/2009, 10. gr.
71. gr. [Gjaldtaka.
Rekstraraðila flugvallar er heimilt að innheimta gjöld til að standa undir rekstri flugvallar og fyrir þeirri aðstöðu, búnaði og mannvirkjum sem starfsemi tengd flugsamgöngum nýtir á flugvellinum.
Rekstraraðila flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar er heimilt að innheimta gjöld til að standa undir rekstri flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar, þar sem slík þjónusta er veitt, og þeim búnaði og mannvirkjum sem starfsemin nýtir.
Gjaldskrá skal birt með tryggum hætti þar sem m.a. er kveðið nánar á um fjárhæð gjalds, sundurliðun þess ef við á og innheimtu. … 1)
Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um forsendur og útreikning kostnaðar, forsendur og útreikning gjaldtöku, gagnsæi kostnaðargrunns og gjaldtöku, leyfilegar undanþágur frá gjaldtöku, hvatakerfi, reglubundið samráð við hagsmunaaðila um gjaldtöku, fyrirkomulag við setningu gjaldskrár og málsmeðferð, fyrirkomulag við innheimtu og eftirlit með gjaldtöku.
[Gjöld skv. 1. mgr. skulu tryggð með lögveði í loftförum eða loftfarshlutum eiganda eða umráðanda loftfars sem skráð er hér á landi. Gjöld skv. 2. mgr. skulu tryggð með lögveði í því loftfari sem í hlut á og skráð er hér á landi eða loftfarshlutum. Gjöldin skulu jafnrétthá sín í milli en eldri kröfur skulu ganga framar yngri. Þó skulu kröfur vegna björgunar, sbr. 134. gr. laga þessara og skv. 12. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, ganga framar öðrum kröfum í þeirri röð sem þeirra er getið.] 2)] 3)
    1)L. 87/2010, 7. gr. 2)L. 74/2019, 12. gr. 3)L. 15/2009, 11. gr.
[71. gr. a. [Notendanefnd.
Rekstraraðili flugvallar eða flugvallakerfis þar sem farþegar eru fleiri en ein milljón á ári skal setja á stofn notendanefnd sem er vettvangur skoðanaskipta milli hans og notenda um málefni flugvallar. Fjöldi fulltrúa notenda og samsetning í notendanefnd skal ráðast af stærð og umsvifum flugvallar. Fundir í notendanefnd flugvallar skulu haldnir eigi sjaldnar en einu sinni á ári.
Á notendafundi skal notendum veitt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en teknar eru mikilvægar ákvarðanir um rekstur, þjónustu, gjaldtöku eða önnur atriði sem snerta mikilvæga hagsmuni þeirra.
Nú vill rekstraraðili flugvallar leggja fram tillögu um ákvörðun um:
    a. hækkun gjalds;
    b. breytingu gjalds;
    c. nýtt gjald; eða
    d. aðrar mikilvægar ráðstafanir sem snerta beint hagsmuni notenda;
og skal slík tillaga lögð fram með rökstuðningi a.m.k. fjórum mánuðum fyrir áætlaða gildistöku ákvörðunar. Notendum skulu veittar fullnægjandi upplýsingar með áherslu á gagnsæi svo að þeir geti tekið upplýsta afstöðu til þeirra breytinga og nýmæla sem fyrirhuguð eru.
Notendanefnd skal leitast við að ná samkomulagi um fyrirhugaðar ákvarðanir, en náist ekki samkomulag skal rekstraraðili flugvallar óbundinn af sjónarmiðum notenda flugvallar. … 1)
[Hafi ágreiningur orðið í notendanefnd og rekstraraðili flugvallar eða flugvallakerfis tekið ákvörðun um gjald geta notendur farið fram á frekari rökstuðning og annan fund til frekari viðræðna. Náist ekki að sætta sjónarmið innan nefndarinnar í þeim viðræðum og rekstraraðili hefur tekið endanlega ákvörðun um gjaldið er aðilum heimilt að skjóta ágreiningi sínum til [Samgöngustofu]. 2) Ákvörðun stofnunarinnar samkvæmt þessari grein er endanleg á stjórnsýslustigi. Aðili sem skýtur ágreiningi til stofnunarinnar skal greiða kostnað sem af málskoti hlýst nema niðurstaðan verði honum í vil en þá ber gagnaðila að greiða kostnaðinn. Um grundvöll kostnaðar fer samkvæmt ákvæði um gjaldtöku í lögum um [Samgöngustofu]. 2)] 1)
Rekstraraðili flugvallar skal tilkynna um ákvörðun sína skv. [3. mgr.] 3) með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara fyrir gildistöku.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 4) nánari ákvæði um notendanefndir flugvalla þar sem m.a. er kveðið á um skipun nefndarinnar, skipunartíma, hlutverk, fundarboðun og meðferð ágreiningsmála og upplýsingaskyldu til [Samgöngustofu]. 2)] 5)] 6)
    1)L. 87/2010, 8. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 50/2012, 12. gr. 4)Rg. 947/2010. 5)L. 15/2009, 12. gr. 6)L. 74/2000, 2. gr.
[71. gr. b. [Gagnsæi gjalda.
Rekstraraðili flugvallar eða flugvallakerfis skal eigi sjaldnar en árlega leggja fram sundurliðun kostnaðar sem lagður er til grundvallar gjaldtöku. Við sundurliðunina skal a.m.k. leggja til grundvallar:
    a. þá þjónustu og innviði sem gjald er tekið fyrir;
    b. aðferðina við útreikning gjalds;
    c. heildarsamsetningu kostnaðar á flugvelli eða innan flugvallakerfis;
    d. tekjur af mismunandi gjöldum og heildarkostnað að baki gjaldtöku;
    e. fjármögnun ríkis, sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila til þeirrar þjónustu sem gjald er tekið fyrir;
    f. spá um þróun á viðkomandi flugvelli/flugvöllum varðandi gjaldtöku og flugumferð. Séu fjárfestingar í innviðum hluti af kostnaðargrunni gjalda skulu áætlanir þar um einnig sundurliðaðar;
    g. nýtingu stofninnviða og búnaðar yfir tiltekið tímabil; og
    h. áætlun um framlegð einstakra fyrirhugaðra fjárfestinga og áhrif þeirra á afkastagetu flugvallarins og gæði þjónustu.
Aðgreina skal í bókhaldi einstaka kostnaðarliði sem lagðir eru til grundvallar gjaldi.
Flugrekendum, sem nýta aðstöðu flugvalla hér á landi, ber að upplýsa rekstraraðila flugvallar reglulega um áætlanir sínar m.a. varðandi tíðni flugs á hverri flugleið, fjölda farþega, samsetningu flugvélaflotans, fyrirhuguð verkefni á flugvelli og þarfir fyrir aðstöðu á honum. Rekstraraðili flugvallar skal meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt þessari grein, sem trúnaðarupplýsingar.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði m.a. um sundurliðun gjalda, hvaða gjöld beri að sundurliða, birtingu upplýsinga um gjöld og aðferð við framsetningu.] 1)] 2)
    1)L. 15/2009, 13. gr. 2)L. 74/2000, 2. gr.
72. gr.
Flugvelli og önnur mannvirki í þágu loftferða sem eru til almennra nota mega erlend loftför einnig nota með sömu skilyrðum og íslensk loftför í sams konar milliríkjaferðum, enda sé fyrir hendi samningur um þetta við það erlenda ríki sem í hlut á. Við komu til eða brottför frá landinu er þó skylt að nota [landamærastöð]. 1)
    1)L. 165/2006, 8. gr.
73. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að kveða á um hvaða skilyrðum þeir þurfa að fullnægja sem starfa við flugumferðarstjórn, á flugvelli eða við flugleiðsögubúnað eða hafa á hendi annað það starf utan loftfars sem mikilsvert er fyrir öryggi loftferða. 2)3) Ráðherra getur jafnframt sett reglur um starfsskírteini fyrir slíkum starfa.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 400/2008, sbr. 600/2009 og 439/2012. Rg. 1185/2012. Rg. 180/2014, sbr. 992/2016. Rg. 926/2015. Rg. 854/2016. 3)L. 40/2017, 5. gr.
74. gr.
Ákvæði 34. og 37. gr. taka með viðeigandi hætti til flugumferðarstjóra og einnig þeirra sem hafa eftirlit með loftförum og loftferðum eða hafa á hendi tæknistörf við loftfar eða önnur mikilsverð störf fyrir öryggi loftferða eftir því sem [ráðherra] 1) kveður á um í reglugerð.
    1)L. 87/2010, 1. gr.

VIII. kafli. Umferð í lofti og stjórn hennar.
75. gr.
Flugumferðarþjónustu skal veita loftförum til að tryggja flugöryggi.
[[Heimilt er þeim sem annast flugleiðsöguþjónustu] 1) að taka upp hvers konar fjarskipti vegna flugumferðar og skrá tilkynningar sem berast vegna þeirrar umferðar.
Um framkvæmd upptöku, varðveislu, afspilun og skráningar á notkun skal nánar kveðið á í reglugerð sem ráðherra setur að höfðu samráði við Persónuvernd.
[[Samgöngustofu] 2) skal heimill aðgangur að gögnum þessum við framkvæmd eftirlits með eftirlitsskyldum aðilum.] 1) Óviðkomandi aðilum skal ekki veittur aðgangur að gögnum þessum nema samkvæmt sérstakri lagaheimild eða dómsúrskurði.] 3)
[Ráðherra] 4) setur reglur 5) um flugumferðarþjónustuna og framkvæmd hennar.
    1)L. 102/2006, 14. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 21/2002, 14. gr. 4)L. 87/2010, 1. gr. 5)Rg. 600/2008. Rg. 601/2008, sbr. 467/2010, 501/2010 og 340/2015. Rg. 602/2008, sbr. 464/2012, 154/2014, 1036/2017 og 571/2018. Rg. 108/2009, sbr. 465/2012. Rg. 693/2010, sbr. 1038/2017. Rg. 770/2010, sbr. 665/2015 og 659/2017. Rg. 732/2014, sbr. 572/2018. Rg. 1126/2014. Rg. 340/2015, sbr. 976/2015.
76. gr.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að kveða á um að loftferðir á tilteknum leiðum eða yfir tilteknum svæðum skuli háðar sérstöku skipulagi. [Leyfi stofnunarinnar þarf til flugsýninga, kennsluflugs og fallhlífarstökks á sýningu eða samkomu.] 2)
[Ráðherra] 3) er heimilt að setja reglur 4) um flugleiðir loftfara inn á íslenskt yfirráðasvæði og yfir því og hverja flugvelli megi nota í millilandaflugi.
[Ráðherra er m.a. heimilt að setja í reglugerð 5) ákvæði um:
    a. verndarráðstafanir sem gerðar skulu til að afstýra árekstri loftfara, öðrum flugslysum, hættum og óhagræði af loftferðum;
    b. flugsýningar, þ.m.t. umsókn um leyfi til flugsýningar, ábyrgan stjórnanda flugsýningar, stjórnanda loftfars sem tekur þátt í flugsýningu, öryggisreglur, eftirlit, upplýsingaskyldu, heimild til afturköllunar leyfis o.fl.;
    c. fallhlífarstökk, þ.m.t. um viðurkennda fallhlífarklúbba, flug með fallhlífarstökkvara, framkvæmd fallhlífarstökks, lágmarksöryggisreglur, búnað, skírteini, réttindi, fallhlífarstökk á sýningum eða samkomum, umsókn um leyfi til fallhlífarstökks, stökkstjóra, eftirlit, upplýsingaskyldu o.fl.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 87/2010, 9. gr. 3)L. 87/2010, 1. gr. 4)Rg. 600/2008. Rg. 770/2010, sbr. 665/2015 og 659/2017. 5)Rg. 601/2008, sbr. 467/2010, 501/2010 og 340/2015. Rg. 602/2008, sbr. 464/2012, 154/2014, 1036/2017 og 571/2018. Rg. 108/2009, sbr. 465/2012. Rg. 518/2010. Rg. 693/2010, sbr. 1038/2017. Rg. 770/2010, sbr. 665/2015 og 659/2017. Rg. 340/2015, sbr. 976/2015.
77. gr.
[Samgöngustofu] 1) [og þeim sem annast flugleiðsöguþjónustu] 2) er heimilt að skipa loftfari að lenda, enda miði sú aðgerð að því að halda uppi allsherjarreglu og öryggi. Lenda skal þá svo skjótt sem kostur er. Ef skipun er ekki annars efnis skal loftfar lenda á næsta flugvelli hér á landi sem er til almennra flugnota og lenda má á.
Ef loftfar flýgur inn á svæði þar sem loftferðir eru bannaðar skal loftfarið tafarlaust fljúga út fyrir svæðið og tilkynna þetta þeim handhafa stjórnvalds sem í hlut á.
Fari stjórnandi loftfars eigi eftir fyrirmælum þessarar greinar er handhafa stjórnvaldsins heimilt með viðeigandi ráðum að hindra áframhaldandi flug loftfarsins.
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 102/2006, 14. gr.
78. gr. [Hergögn og vopnaðir verðir.
Hergögn má eigi flytja í loftförum án leyfis [ráðherra] 1) eða þess sem hann felur leyfisveitinguna samkvæmt reglum 2) þar um. Bann þetta á ekki við um loftför Landhelgisgæslu Íslands eða íslenskra lögregluyfirvalda. [Ráðherra] 1) setur fyrirmæli um hvað telst hergögn og veitir almenna undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar … 3)
Skotvopn og skotfæri eru hergögn samkvæmt þessari grein. Ríkislögreglustjóri setur í samráði við [ráðherra] 3) reglur um meðferð þeirra um borð í íslenskum loftförum og loftförum innan íslenskrar lofthelgi, m.a. um hverjir megi bera þau og í hvaða tilvikum og hvernig að því skuli staðið.
[Ráðherra] 1) getur ákveðið að vopnaðir verðir séu um borð í íslensku loftfari í almenningsflugi enda séu til þess brýnar ástæður … 4) og … 3) [ráðherra er fer með varnarmál] 5) mæli með því.
[[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglugerð … 3) um hæfni og þjálfun vopnaðra varða sem og fyrirkomulag við vopnaburð, verklag, samþykki þess og eftirlit.] 4)
[Ráðherra] 1) er heimilt að banna eða setja reglur 6) um flutning annars varnings en hergagna til að halda uppi allsherjarreglu og öryggi.] 7)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 464/2019. 3)L. 162/2010, 153. gr. 4)L. 15/2009, 14. gr. 5)L. 126/2011, 270. gr. 6)Rg. 322/1990, sbr. 531/2002, 715/2002 og 32/2006. 7)L. 75/2005, 9. gr.
79. gr.
[Samgöngustofu], 1) lögreglu og tollyfirvöldum er heimilt að rannsaka loftfar og sannreyna þau skjöl sem loftfar og flugverjar skulu hafa meðferðis.
    1)L. 59/2013, 12. gr.

IX. kafli. Flugrekstrarleyfi.
80. gr.
Leyfi [Samgöngustofu] 1) þarf til loftferða í atvinnuskyni yfir íslensku yfirráðasvæði. [[Ráðherra] 2) er heimilt að ákvarða með reglugerð 3) að nánar tiltekin flugstarfsemi skuli vegna almannaöryggis leyfisskyld þótt hún sé ekki rekin í atvinnuskyni.] 4)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 87/2010, 1. gr. 3)Rg. 474/2008. Rg. 1264/2008. Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019 og 708/2020. Rg. 237/2014, sbr. 781/2015 og 1084/2018. Rg. 1085/2018. 4)L. 75/2005, 10. gr.
81. gr.
Flugrekstrarleyfi skal veita sé fullnægt skilyrðum laga þessara og reglna sem settar eru samkvæmt þeim.
1)
    1)L. 171/2006, 2. gr.
82. gr.
Skilyrði flugrekstrarleyfis eru:
    a. að umsækjandi uppfylli skilyrði 10. gr. laga þessara um skrásetningu á loftfari,
    b. að umsækjandi uppfylli skilyrði sem [ráðherra] 1) setur um fjármögnun flugrekstrarins,
    c. að umsækjandi hafi hlotið flugrekandaskírteini frá [Samgöngustofu] 2) í samræmi við gildandi reglugerðir.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr.
83. gr.
Veita skal leyfi og binda þau skilyrðum sem nauðsynleg þykja að því marki sem það samrýmist öðrum lögum eða milliríkjasamningum auk skilyrða skv. 82. gr. Flugrekstrarleyfið fellur úr gildi ef einhverju framangreindra skilyrða er ekki lengur fullnægt.
[[[Samgöngustofu] 1) er heimilt að áskilja að tilnefndir yfirmenn flugrekenda sanni kunnáttu sína og hæfni með sérstakri próftöku eða annarri viðurkenndri aðferð sem stofnunin ákveður.] 2) Að fenginni viðurkenningu [Samgöngustofu] 1) ber þeim að starfa sem sérstakir trúnaðarmenn stofnunarinnar. Komi í ljós að kunnáttu eða hæfni fyrirsvarsmanns sem hlotið hefur viðurkenningu sé ábótavant eða fyrirsvarsmaður brýtur trúnað við [Samgöngustofu] 1) getur hún fellt viðurkenningu sína niður.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 50/2012, 13. gr. 3)L. 21/2002, 15. gr.
84. gr.
[[Samgöngustofa] 1) getur gefið út rekstrarfyrirmæli varðandi einstaka rekstrarþætti hjá flugrekendum og öðrum þeim aðilum sem ber að starfa samkvæmt leyfi útgefnu af stofnuninni. Slík fyrirmæli geta þó einnig varðað reksturinn í heild. Rekstrarfyrirmæli geta lotið að því að banna tiltekna starfrækslu, binda hana takmörkunum eða gera hana háða því að tiltekin skilyrði sem stofnunin setur séu uppfyllt í þágu aukins flugöryggis. Rekstrarfyrirmæli skulu greina ástæðu fyrir útgáfu þeirra, gildissvið og gildistíma og þær ráðstafanir sem hlutaðeigandi rekstraraðila ber að viðhafa.
Brjóti leyfishafi lagaboð, önnur fyrirmæli um starfsemina eða skilyrði leyfis eða reynist hann ófær um að reka starfsemina samkvæmt þeim fyrirmælum sem um hana gilda getur [Samgöngustofa] 1) svipt hann leyfi að nokkru leyti eða öllu, eftir mati stofnunarinnar á aðstæðum. Leyfissvipting að hluta skal þá varða nánar afmarkaða þætti í starfi hlutaðeigandi leyfishafa, til að mynda tiltekið loftfar eða tiltekna viðhaldsstöð. Sviptingin skal í fyrstu vera til bráðabirgða meðan mál er rannsakað með tilliti til þess hvort efni séu til endanlegrar leyfissviptingar. Bráðabirgðasviptingunni skal markaður tími.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 21/2002, 16. gr.
85. gr.
[Samgöngustofa] 1) getur ákveðið að erlend loftför, sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir í atvinnuskyni, skuli lúta lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim er varða íslensk loftför.
Sé skilyrðum 1. mgr. fullnægt telst loftfarið íslenskt í skilningi 2. tölul. 4. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
[85. gr. a.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja frekari reglur 2) til fyllingar ákvæðum þessa kafla þar sem fram komi skilyrði flugrekstrar, þ.m.t. þær fjárhagskröfur sem gerðar eru til flugrekenda. Þá er ráðherra heimilt að ákveða að hvaða marki kröfum til flugrekenda í flutningaflugi skuli beitt um aðra þætti flugstarfsemi í atvinnuskyni.] 3)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 474/2008. Rg. 97/2009. Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019, 708/2020 og 443/2021. Rg. 1185/2012. Rg. 237/2014, sbr. 288/2015, 781/2015, 122/2016, 990/2016, 539/2018 og 1084/2018. Rg. 926/2015. Rg. 1085/2018. 3)L. 75/2005, 11. gr.

X. kafli. Loftflutningar.1)
    1)Rg. 116/1965, um vátryggingu vegna loftferða.
[86. gr. Gildissvið.
Ákvæði þessa kafla gilda um allan flutning í loftfari á farþegum, farangri og farmi gegn greiðslu. Hann gildir einnig um ókeypis flutning enda annist flytjandi flutning.
Ákvæði kaflans gilda um innanlandsflug á Íslandi skv. 1. mgr. hver sem flytjandinn er og annað flug skv. 1. mgr. af hálfu flytjenda sem hafa íslenskt flugrekstrarleyfi, hvar sem það er innt af hendi.
Ákvæði þessa kafla gilda einnig um flutning sem framkvæmdur er af íslenska ríkinu, ríkisstofnunum eða öðrum opinberum aðilum þegar þeir stunda flugrekstur skv. 1. mgr.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
87. gr. [Nánar um gildissvið.
Ákvæðin um flutningsskjöl í 89.–93. gr. taka eigi til flutninga sem inntir eru af hendi við óvenjulegar aðstæður og falla utan venjulegrar loftferðastarfsemi.
Ekkert í lögum þessum skal koma í veg fyrir að flytjandi geti neitað gerð flutningssamnings. Hafi flytjandi lofað rýmri rétti en leiðir af ákvæðum þessa kafla skulu þau ekki talin skerða slíkan rétt. Ákvæði kaflans kveða á um lágmarksréttindi.
Gildissvið 125. og 126. gr. er markað sérstaklega í ákvæðunum sjálfum.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
88. gr. [Póstflutningar.
Ákvæði kafla þessa gilda eigi um póstflutninga.
Við flutning bréfa og böggla er flytjandi einungis ábyrgur gagnvart hlutaðeigandi póstþjónustu í samræmi við þær reglur sem gilda um samband flytjanda og póstþjónustu.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
89. gr. [Farseðill og farangursmiði.
Þegar farþegar eru fluttir skal flytjandi afhenda farseðil eða sameiginlegan farseðil fyrir fleiri en einn farþega þar sem greina skal:
    a. brottfarar- og ákvörðunarstað,
    b. að minnsta kosti einn umsaminn viðkomustað á leiðinni, svo fremi sem brottfararstaður og ákvörðunarstaður séu í sama ríki og samið sé um einn eða fleiri viðkomustaði í öðru ríki.
Í stað þess að afhenda farseðil svo sem greinir í 1. mgr. má flytjandi varðveita upplýsingar þær sem tilgreindar eru í 1. mgr. með öðrum hætti. Sé þeirrar heimildar neytt skal flytjandi bjóða farþega skriflega yfirlýsingu um þær upplýsingar sem varðveittar eru.
Þegar innrituðum farangri er veitt viðtaka til flutnings skal flytjandi gefa út farangursmiða fyrir sérhvern innritaðan hluta farangurs.
Nú eru ekki færðar sönnur á annað og telst þá farseðill eða yfirlýsing, sé heimildar skv. 2. mgr. neytt, sönnun um gerð farsamnings og flutningsskilmála.
Farþega skal afhent skrifleg tilkynning um að flutningurinn hlíti ákvæðum Montreal-samningsins eða lögum sem með samsvarandi hætti og samningurinn kunni að takmarka ábyrgð flytjanda á lífs- og líkamstjóni, glötun eða tjóni á farangri og farmi og vegna tafa, með þeim takmörkunum þó sem greinir í lögum þessum.
Þrátt fyrir að fyrirmælum þessarar greinar sé ekki fylgt er farsamningur eigi að síður gildur, þ.m.t. ákvæði um takmörkun á ábyrgð.
Ráðherra er heimilt að kveða frekar á um rafræna bókun, útgáfu farseðils og tilkynningu flytjanda skv. 5. mgr. með reglugerð.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
90. gr. [Fylgibréf.
Þegar farmur er fluttur skal afhenda fylgibréf.
Í stað þess að afhenda fylgibréf má flytjandi varðveita skráningu upplýsinga um flutning með öðrum hætti. Ef heimildarinnar er neytt skal flytjandi, ef þess er krafist af sendanda, afhenda sendanda kvittun sem gerir kleift að bera kennsl á farm og greinir þær upplýsingar sem varðveittar eru um flutninginn.
Nú er fylgibréf eigi gefið út eða efni fylgibréfs er eigi það sem mælt er fyrir um, eða fylgibréf hefur glatast, og er þá farmsamningur eigi að síður gildur og háður ákvæðum þessa kafla, þ.m.t. ákvæðum um takmörkun á ábyrgð.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
91. gr. [Efni fylgibréfs.
Fylgibréf farms eða kvittun fyrir farmi skal tilgreina:
    a. brottfarar- og ákvörðunarstað,
    b. að minnsta kosti einn umsaminn viðkomustað á leiðinni, svo fremi sem brottfararstaður og ákvörðunarstaður séu í sama ríki og samið sé um einn eða fleiri viðkomustaði í öðru ríki,
    c. þyngd farms.
Ef um fleiri en eitt stykki farms er að ræða:
    a. getur flytjandi farms krafist þess að sendandi gefi út sérstök fylgibréf fyrir hvert og eitt stykki,
    b. getur sendandi krafist þess að flytjandi farms gefi úr sérstakar kvittanir þegar sá háttur er hafður á sem um getur í 2. mgr. 90. gr.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
92. gr. [Skjal er lýsir eðli farms.
Sendandi kann að verða skyldaður, að kröfu lögreglu, tollyfirvalda eða annarra yfirvalda, til að afhenda skjal sem tilgreinir eðli farms. Ákvæði þessarar greinar leggja engar skyldur eða ábyrgð á flytjanda.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
93. gr. [Útgáfa fylgibréfs.
Sendandi skal gefa út fylgibréf í þremur frumritum. Á fyrsta eintakið skal rita „handa flytjanda“ og skal það undirritað af sendanda. Á annað eintakið skal rita „handa viðtakanda“ og skal það undirritað af sendanda og flytjanda. Þriðja eintakið skal undirritað af flytjanda sem skal afhenda það sendanda eftir viðtöku farms.
Undirritanir flytjanda og sendanda mega vera prentaðar eða stimplaðar.
Nú hefur flytjandi gefið út fylgibréfið að beiðni sendanda og skal þá talið að hann hafi gefið það út í umboði sendanda, nema annað sannist.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
94. gr. [Ábyrgð á efni fylgibréfs.
Sendandi ber ábyrgð á því að upplýsingar um farm séu réttar, og að rétt sé yfirlýsing um farm sem hann eða aðrir fyrir hans hönd hafa sett í fylgibréf, eða byggist á gögnum sem sendandi kemur til flytjanda og ætlast er til að flytjandi setji í farmkvittun eða skrái þegar heimildar skv. 2. mgr. 90. gr. er neytt. Sama ábyrgðarregla gildir þegar sá aðili sem kemur fram fyrir hönd sendanda er einnig umboðsmaður flytjanda.
Sendandi skal bera ábyrgð á hvers konar tjóni, sem flytjandi kann að verða fyrir eða aðrir þeir sem flytjandi ber ábyrgð gagnvart, sakir þess að upplýsingar er sendandi hefur gefið eru ónákvæmar, ófullkomnar eða rangar.
Að öðru leyti en greinir í 1. og 2. mgr. skal flytjandi bera ábyrgð á hvers konar tjóni sem sendandi kann að verða fyrir eða aðrir þeir sem sendandi er ábyrgur gagnvart sakir þess að upplýsingar, sem flytjandi eða aðili fyrir hans hönd setti í farmkvittun eða skráði skv. 2. mgr. 90. gr., reyndust ónákvæmar, ófullkomnar eða rangar.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
95. gr. [Sönnunargildi skjala.
Fylgibréf er gild sönnun fyrir gerð farmsamnings, viðtöku vöru og skilmálum flutnings, uns annað sannast.
Upplýsingar í fylgibréfi eða farmkvittun um þyngd, ummál og umbúðir farms, sem og fjölda stykkja, skulu taldar réttar þar til annað sannast. Aðrar upplýsingar um magn, rúmtak og ástand gilda hins vegar ekki sem sönnun gegn flytjanda, nema að því leyti sem fram kemur í fylgibréfi eða farmkvittun að hann hafi í viðurvist sendanda gengið úr skugga um sannleiksgildi þeirra, eða eiga við um sýnilegt ástand farmsins.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
96. gr. [Réttur til ráðstöfunar farms.
Sendandi hefur, með fyrirvara um þá skyldu að standa við allar skuldbindingar sínar samkvæmt farmsamningi, þann ráðstöfunarrétt yfir farmi að hann getur endurheimt hann á brottfarar- eða ákvörðunarstað, að hann getur stöðvað flutninginn ef lent er á leiðinni, að hann getur látið afhenda farm á ákvörðunarstað eða á leiðinni öðrum en þeim sem tilgreindur er í fylgibréfi sem viðtakandi, eða hann getur krafist þess að farmur verði fluttur aftur til brottfararstaðar. Ráðstafanir þessar getur sendandi þó því aðeins gert að þær hafi eigi í för með sér tjón fyrir flytjanda eða aðra sendendur og að greiddur sé kostnaður sem af því leiðir að hann neyti þessa réttar.
Sé eigi hægt að framkvæma fyrirmæli sendanda skal flytjandi tilkynna honum það þegar í stað.
Nú fylgir flytjandi fyrirmælum sendanda um ráðstöfun farms, án þess að krefjast eintaks sendanda af fylgibréfi eða farmkvittun, og er flytjandi þá ábyrgur. Þó skal flytjandi halda rétti sínum til að krefjast bóta af sendanda vegna tjóns sem sá aðili kann að verða fyrir sem hefur eintak sendanda af fylgibréfi eða farmkvittun undir höndum.
Réttur sendanda fellur niður um leið og réttur viðtakanda skv. 97. gr. hefst. Nú neitar viðtakandi að taka við vöru eða ekki er hægt að ná sambandi við hann og getur þá sendandi haldið ráðstöfunarrétti sínum.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
97. gr. [Afhending farms.
Með þeirri undantekningu sem um ræðir í 96. gr. getur viðtakandi þegar farmur er kominn á ákvörðunarstað krafist þess að flytjandi láti af hendi við hann fylgibréfið og farm gegn greiðslu þeirra gjalda er hvíla á farminum, enda uppfylli hann öll þau flutningsskilyrði sem greinir í farmsamningi.
Ef ekki er um annað samið er það skylda flytjanda að tilkynna viðtakanda um komu farms án tafar.
Nú viðurkennir flytjandi að farmur hafi glatast eða hann ekki komið fram innan sjö daga frá þeim degi er koma hans var áætluð og getur viðtakandi þá neytt þess réttar sem farmsamningur kveður á um gagnvart flytjanda.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
98. gr. [Réttur sendanda og viðtakanda.
Sendandi og viðtakandi geta hvor um sig nýtt sér þann rétt sem þeir hafa skv. 96. og 97. gr. gegn því að uppfylla þær skuldbindingar sem farmsamningurinn leggur þeim á herðar. Gildir það hvort sem þeir koma fram fyrir eigin hönd eða annarra.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
99. gr. [Tengsl sendanda og viðtakanda eða sameiginleg tengsl við þriðja aðila.
Ákvæði 96., 97. og 98. gr. varða hvorki tengsl milli sendanda og viðtakanda né sameiginleg tengsl við þriðja aðila sem leiðir rétt sinn frá öðrum hvorum.
Aðeins má víkja frá ákvæðum 96., 97. og 98. gr. að það sé gert með sérstöku ákvæði í fylgibréfi eða farmkvittun.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
100. gr. [Upplýsingaskylda sendanda.
Sendanda er skylt að gefa þær upplýsingar og framvísa þeim skjölum sem nauðsynleg teljast til að afgreiðsla toll- og lögregluyfirvalda eða annarra yfirvalda geti farið fram áður en farmur er afhentur viðtakanda. Sendandi ber gagnvart flytjanda ábyrgð á tjóni sem af kann að hljótast skorti slíkar upplýsingar eða skjöl, eða þau reynast ófullkomin eða röng, nema tjónið sé sök flytjanda eða starfsmanna hans.
Á flytjanda hvílir ekki skylda til að rannsaka hvort upplýsingar eða skjöl séu rétt eða fullnægjandi.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
101. gr. [Gerðardómur.
Aðilar farmsamnings geta tekið fram í samningi að deilur sem upp kunna að koma hvað varðar ábyrgð flytjanda samkvæmt þessum lögum og Montreal-samningnum skuli lagðar til úrlausnar fyrir gerðardómi. Slíkur samningur skal gerður skriflega.
Málsmeðferð gerðardóms skal að vali stefnanda fara fram á einhverju því varnarþingi sem um getur í 115. gr. Gerðardómur skal beita ákvæðum Montreal-samningsins … 1)
Efni 2. mgr. skal vera hluti sérhvers samnings um að mál skuli lagt í gerð og sérhver áskilnaður í samningi eða samningur sem víkur frá efni þessara málsgreina skal ógildur.] 2)
    1)L. 75/2005, 12. gr. 2)L. 88/2004, 3. gr.
102. gr. [Ábyrgð flytjanda vegna líf- og líkamstjóns.
Nú lætur farþegi lífið eða hlýtur líkamsmeiðsl eða heilsutjón af völdum slyss sem verður í loftfari, þá farið er í loftfar eða úr því og ber flytjandi þá ábyrgð á því.
Flytjandi ber hlutlæga bótaábyrgð á tjóni hvers farþega sem nemur [113.100] 1) SDR eða lægri tjónsfjárhæð.
Flytjandi skal hins vegar laus úr ábyrgð skv. 1. mgr. vegna hærri tjónsfjárhæða en [113.100] 1) SDR ef hann sannar að:
    a. tjónið orsakaðist ekki af gáleysi, vanrækslu eða annarri saknæmri hegðun flytjanda, starfsmanna hans eða umboðsmanna, eða
    b. tjónið orsakaðist að öllu leyti af gáleysi, vanrækslu eða annarri saknæmri hegðun þriðja aðila.
Bótafjárhæðir í tjónstilvikum sem valda örorku eða dauða skulu ákvarðaðar samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga.
Vextir reiknast samkvæmt ákvæðum IV. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.] 2)
    1)L. 87/2010, 10. gr. 2)L. 88/2004, 3. gr.
103. gr. [Fyrirframgreiðsla.
Flytjandi skal án tafar og ekki síðar en 15 dögum eftir að ljóst er hver hinn slasaði eða látni er inna af hendi fyrirframgreiðslu til að mæta bráðum fjárhagsþörfum og skal greiðslan taka mið af aðstæðum. Greiðsla þessi skal ekki vera lægri en sem nemur jafnvirði 16.000 SDR í íslenskum krónum vegna hvers farþega sé um dauðsfall að ræða.
Það að inna fyrirframgreiðslu þessa af hendi jafngildir þó ekki viðurkenningu á ábyrgð og kemur til frádráttar við endanlegt uppgjör bóta vegna slyssins. Hún er þó ekki afturkræf, nema í þeim tilvikum sem greinir í 107. gr., þ.e. að flytjandi sannar að farþegi hafi verið valdur eða samvaldur að slysinu, eða að sá sem greiðsluna fékk hafi ekki átt lögvarið tilkall til hennar.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
104. gr. [Ábyrgð flytjanda á farangri.
Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni sem verður ef innritaður farangur glatast, skemmist eða eyðileggst ef tjónsatburðurinn á sér stað í loftfari, eða meðan innritaður farangur er í vörslum flytjanda, starfsmanna hans eða umboðsmanna. Flytjandi er ekki ábyrgur ef og að því leyti sem tjón á farangri má rekja til eðlislægra galla eða ástands farangurs.
Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni á óinnrituðum farangri, þar með töldum persónulegum eigum, ef tjón má rekja til sakar hans, starfsmanna hans eða umboðsmanna.
Ef flytjandi viðurkennir að hafa glatað innrituðum farangri, eða innritaður farangur kemur ekki fram innan 21 dags eftir að áætlað var að hann kæmi á áfangastað, er farþega heimilt að neyta þeirra réttinda sem í farsamningi felast.
Sé það ekki sérstaklega tekið fram í lögum þessum merkir „farangur“ bæði innritaður og óskráður farangur.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
105. gr. [Ábyrgð flytjanda á farmi.
Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni sem hlýst af því ef farmur eyðileggst, glatast eða skemmist meðan á loftflutningi stendur.
Flytjandi skal laus úr ábyrgð að hluta eða öllu leyti ef hann sannar að tjón á farmi skv. 1. mgr. hafi orsakast af eftirfarandi ástæðum, einni eða fleiri:
    a. eðlislægum ágöllum farms,
    b. gölluðum umbúðum farms sem aðrir en flytjandi og starfsmenn hans eða umboðsmenn hafa gengið frá,
    c. stríði eða vopnuðum átökum,
    d. aðgerðum opinberra yfirvalda varðandi farm við brottför, komu eða viðkomu.
Ábyrgðarregla tekur skv. 1. mgr. ekki til neins konar flutnings á landi, á sjó eða eftir skipgengum vatnaleiðum sem eru utan flugvallar. Ef hins vegar slíkur flutningur á sér stað samkvæmt flutningssamningi, í þeim tilgangi að hlaða, afhenda eða áframsenda farm, er tjónsatburður talinn hafa átt sér stað í loftflutningi, nema annað sannist. Ef flytjandi, vegna forfalla, en án samþykkis sendanda, flytur farm með öðrum flutningstækjum en loftförum hluta eða alla leið samkvæmt samningi um loftflutning skal slíkur flutningur vera talinn loftflutningur allt að einu.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
106. gr. [[Ábyrgð flytjanda vegna tafa eða vegna þess að flutningi hefur verið flýtt.]1)
Flytjandi ber ábyrgð á tjóni sem verður af völdum tafa í flutningi á farþegum, farangri og farmi [eða vegna þess að flutningi hefur verið flýtt]. 1) Þó verður flytjandi ekki talinn bera ábyrgð á tjóni sem orsakast af [þessum völdum] 1) geti hann sannað að hann og starfsmenn hans og umboðsmenn hafi viðhaft þær aðgerðir sem sanngjarnt getur talist að viðhafðar séu eða að ógerlegt hafi verið að framkvæma slíkar aðgerðir.] 2)
[Flytjendum sem fljúga til eða frá landinu eða innan Íslands er skylt að greiða bætur til farþega eða eigenda farangurs eða farms eftir atvikum, enda hafi tjón orðið vegna tafa á flutningi.
Flytjendum er ekki skylt að greiða bætur til farþega [vegna atvika sem greint er frá í 1. mgr.] 1) ef farþegi ferðast endurgjaldslaust eða á afsláttarverði sem ekki stendur almenningi til boða.
[Ráðherra er heimilt með reglugerð 3) að kveða nánar á um bætur vegna atvika sem greint er frá í 1. mgr., svo sem fyrirkomulag bótagreiðslna, ferðatilhögun, upphæð bóta og aðrar úrbætur til handa farþegum eða eigendum farangurs eða farms. Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um eftirlitsheimildir Samgöngustofu, svo sem með upplýsingaöflun, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum.] 4) Þá er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um heimild [Samgöngustofu] 5) til að afhenda stjórnvöldum annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu nauðsynlegar upplýsingar og gögn er aflað hefur verið á grundvelli þessarar greinar.] 6)
    1)L. 50/2012, 14. gr. 2)L. 88/2004, 3. gr. 3)Rg. 1048/2012. 4)L. 21/2020, 24. gr. 5)L. 59/2013, 12. gr. 6)L. 87/2010, 11. gr.
107. gr. [Eigin sök tjónþola.
Nú sannar flytjandi að sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur að því og má þá lækka skaðabætur eða fella þær niður.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
108. gr. [Takmarkanir á ábyrgð flytjanda.
Ábyrgð flytjanda á tjóni sem orsakast af töfum í flutningi á farþegum [eða vegna þess að flutningi hefur verið flýtt] 1) skv. 106. gr. skal takmörkuð við [4.700] 2) SDR vegna hvers farþega.
Ábyrgð flytjanda vegna þess að farangur glatast, eyðileggst, skemmist eða tefst skal takmörkuð við [1.150] 2) SDR vegna hvers farþega, nema farþegi hafi við innritun farangurs sérstaklega tilgreint þá hagsmuni sem tengdir eru við afhendingu farangurs á ákvörðunarstað og greitt umkrafið aukagjald, og gildir þá hið tilgreinda verðmæti sem hámark á ábyrgð flytjanda, nema hann sanni að raunverulegir hagsmunir farþega hafi verið minni.
Ábyrgð flytjanda vegna þess að farmur glatast, eyðileggst, skemmist eða tefst skal takmörkuð við [19] 2) SDR á hvert kíló, nema sendandi hafi sérstaklega tilgreint þá hagsmuni sem tengdir eru við afhendingu farms á áfangastað og greitt umkrafið aukafarmgjald. Gildir þá hið tilgreinda verðmæti sem hámark á ábyrgð flytjanda, nema hann sanni að raunverulegir hagsmunir sendanda hafi verið minni.
Nú eyðileggst, glatast, skemmist eða tefst farmur eða hluti farms og skal þá aðeins leggja þunga þess farms sem eyðileggst, glatast, skemmist eða tefst til grundvallar við ákvörðun á hámarksábyrgð flytjanda. Nú er um að tefla glötun, spjöll eða seinkun á hluta varnings sem lækkar verðmæti annarra hluta farms sem sami farangursmiði eða sama fylgibréf eða kvittun tekur til, eða ef slík skjöl voru ekki gefin út, heldur neytt heimildar skv. 2. mgr. 90. gr., og skal þá við ákvörðun hámarksábyrgðar einnig telja til heildarþunga þann hluta farmsins sem rýrnar í verði.
Ef sannast að flytjandi, starfsmenn eða umboðsmenn hans hafa við framkvæmd starfa síns valdið tjóninu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi vitandi að tjón mundi sennilega hljótast af skal eigi beita ákvæðum 1. og 2. mgr. þessarar greinar.
Heimilt er dómara að dæma sækjanda málskostnað án tillits til hámarksábyrgðar. Þetta gildir þó eigi ef flytjandi hefur áður en sex mánuðir eru liðnir frá því er atburður sá gerðist er tjónið hlaust af eða áður en mál er höfðað boðið sækjanda skriflega skaðabætur sem eigi eru lægri en dæmd fjárhæð að undanskildum málskostnaði.] 3)
    1)L. 50/2012, 15. gr. 2)L. 87/2010, 12. gr. 3)L. 88/2004, 3. gr.
109. gr. [Frestir og fyrning.
Þegar tekið er við innrituðum farangri eða farmi án fyrirvara af hálfu viðtakanda skal talið að farangurinn eða farmurinn hafi verið óskemmdur og í samræmi við fylgibréf eða kvittun þegar heimildar skv. 2. mgr. 89. gr. og 2. mgr. 90. gr. er neytt, uns annað sannast.
Verði tjón ber viðtakanda að tilkynna flytjanda það jafnskjótt og þess verður vart, í síðasta lagi sjö dögum eftir viðtöku ef um innritaðan farangur er að ræða og fjórtán dögum ef um farm er að ræða. Ef um töf er að ræða skal tilkynning hafa borist í síðasta lagi tuttugu og einum degi frá því að farangur eða farmur hefði átt að vera afhentur. Dagur merkir almanaksdagur.
Sérhver tilkynning skal gerð skriflega og með sannanlegum hætti innan áðurnefndra tímafresta.
Nú er tjón eigi tilkynnt áður en liðnir eru tímafrestir þeir sem um getur í 2. mgr. og fellur þá niður sérhver krafa á flytjanda, nema hann hafi farið sviksamlega að ráði sínu.
Réttur til skaðabóta samkvæmt þessum kafla fyrnist ef mál er eigi höfðað áður en tvö ár eru liðin frá því er loftfar kom á ákvörðunarstað eða tvö ár eru liðin frá þeim degi er loftfar skyldi koma þangað eða frá því að flutningur stöðvaðist.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
110. gr. [Umreikningur sérstakra dráttarréttinda (SDR).
Með SDR er vísað til sérstakra dráttarréttinda, eins og þau eru skilgreind af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og gengisskráningar Seðlabanka Íslands á þeim við sölu. Umreikningur í íslenskar krónur skal miðast við dómsuppsögudag, en uppgjörsdag ljúki máli án dóms.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
111. gr. [Takmarkanir á ábyrgð, ógild ákvæði og frelsi til samningsgerðar.
Flytjanda skal heimilt að taka á sig ríkari flutningsábyrgð en um getur í lögum þessum eða ákveða að alls engar takmarkanir gildi.
Ógildur er áskilnaður eða fyrirvari sem miðar að því að leysa flytjanda undan ábyrgð eða kveður á um frekari ábyrgðartakmarkanir en greinir í Montreal-samningnum og lögum þessum. Þá skulu ógildir vera fyrirvarar í flutningssamningi og samningar gerðir áður en tjón verður þar sem aðilar víkja frá ákvæðum Montreal-samningsins eða lögum þessum, þ.m.t. ákvæðum um varnarþing. Slíkur áskilnaður skal vera ógildur, en ógildi slíks áskilnaðar hefur ekki í för með sér ógildi samnings í heild sinni sem skal vera háður ákvæðum Montreal-samningsins og þessara laga.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
112. gr. [Starfsmenn og umboðsmenn.
Nú eru starfsmenn eða umboðsmenn flytjanda sóttir til fébóta fyrir tjón sem á undir Montreal-samninginn eða lög þessi og skal þeim þá heimilt, geti þeir sannað að þeir hafi framkvæmt störf sín innan verksviðs síns, að bera fyrir sig þær ábyrgðarleysisástæður og takmarkanir á bótaábyrgð sem flytjanda sjálfum er heimilt að bera fyrir sig samkvæmt ákvæðum Montreal-samningsins og lögum þessum.
Heildarfjárhæð þeirra skaðabóta sem starfsmönnum og umboðsmönnum flytjanda er gert að greiða skal ekki fara fram úr gildandi ábyrgðartakmörkunum.
Að farmtjóni undanskildu skal 1. og 2. mgr. ekki beitt ef sannað er að tjón hafi orðið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi starfsmanna flytjanda eða umboðsmanna hans.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
113. gr. [Grundvöllur bótakröfu.
Í málssókn á hendur flytjanda til heimtu bóta vegna tjóns sem verður við loftflutninga á farþegum, farangri eða farmi, sem fellur undir gildissvið þessa kafla, verða málsástæður, lagarök og dómsúrlausn aðeins byggð á ákvæðum þessa kafla og á Montreal-samningnum.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
114. gr. [Endurkröfuréttur gegn þriðja manni.
Ekkert í Montreal-samningnum né lögum þessum skal koma í veg fyrir endurkröfurétt þess aðila sem ábyrgur telst.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
115. gr. [Varnarþing.
Skaðabótamál samkvæmt lögum þessum verður einungis höfðað fyrir íslenskum dómstól eða fyrir dómstól í ríki sem gerst hefur aðili að Montreal-samningnum.
Skaðabótamál skal höfða að vali stefnanda:
    a. á heimilisvarnarþingi flytjanda eða þar sem flytjandi hefur aðalskrifstofu sína eða útibú,
    b. þar sem flutningssamningur var gerður eða
    c. á ákvörðunarstað.
Ef um andlát, líkamsmeiðsl eða heilsutjón farþega er að ræða má höfða mál á þeim varnarþingum sem um getur í 2. mgr. eða fyrir dómstól í aðildarríki Montreal-samningsins þar sem farþegi átti aðalaðsetur eða fast aðsetur er slys varð. Það er þó enn fremur háð þeim skilyrðum að flytjandi hafi með höndum flutning farþega í lofti til eða frá því ríki, annaðhvort með sínum eigin loftförum eða loftförum annars flytjanda samkvæmt viðskiptasamningi, og viðsemjandi samningsbundna flytjandans annist flutning í lofti til eða frá þessu ríki annaðhvort frá eigin starfsstöð eða starfsstöð sem hann hefur á leigu frá þriðja flytjanda samkvæmt samningi.
Beita skal eftirgreindum hugtakaskýringum:
    a. viðskiptasamningur: samningur, sem ekki er umboðssamningur, gerður milli flytjenda sem varðar sameiginlega þjónustu þeirra að farþegaflutningum í lofti,
    b. aðalaðsetur eða fast aðsetur: einn fastur og varanlegur dvalarstaður farþega er slys verður; þjóðerni farþega skal ekki vera ákvörðunarástæða í þessu samhengi.
Leyst skal úr öllum réttarfarságreiningi samkvæmt lögum þess ríkis þar sem mál er höfðað.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
116. gr. [Gagnfær flutningur.
Ef fleiri flytjendur en einn eiga hver á eftir öðrum að annast flutning sem fellur undir ákvæði þessa kafla skal hver flytjandi fylgja ákvæðum hans um flutninginn er hann tekur við farþegum, farangri eða farmi. Skal hver hlutaðeigandi flytjandi talinn aðili að flutningssamningi að því marki sem samningur varðar þann hluta flutnings sem flytjanda ber að annast.
Við þær aðstæður sem lýst er í 1. mgr. getur farþegi, eða þeir er taka við réttindum hans, beint kröfum sínum að þeim flytjanda sem annaðist þann hluta flutningsins þar sem tjón eða töf varð, enda hafi sá flytjandi sem annaðist upphafsáfanga flutningsins eigi með beinum samningi tekið á sig víðtækari ábyrgð en hvað varðar eigin flutningsþátt.
Hvað varðar tjón við flutning á farangri eða farmi getur farþegi eða sendandi þó jafnan beint kröfum sínum að þeim flytjanda sem annaðist upphafsáfanga flutningsins og sá sem rétt á til afhendingar farangurs eða farms getur jafnan beint kröfum sínum að þeim flytjanda sem tók að sér lokaáfanga flutnings. Aðilar geta að auki beint kröfum sínum að þeim flytjanda sem annaðist flutninginn er tjón varð. Ábyrgir flytjendur bera óskipta ábyrgð gagnvart farþega, sendanda eða viðtakanda.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
117. gr. [Fjölþátta flutningur.
Nú fer flutningur að nokkru fram með loftfari og að nokkru með öðru flutningstæki og taka ákvæði þessa kafla einungis til þess hluta flutnings sem fram fer í lofti.
Taka má upp í ákvæði samnings um flutning í lofti skilmála er varða aðrar tegundir flutnings.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
118. gr. [Flutningur sem framkvæmdur er af öðrum en samningsbundnum flytjanda.
Bæði flytjandi sem gert hefur flutningssamninginn (samningsbundinn flytjandi) og flytjandi sem að hluta eða öllu leyti annast flutninginn (flytjandi í raun) skulu teljast flytjendur samkvæmt ákvæðum þessa kafla, enda framkvæmi flytjandi í raun flutninginn samkvæmt heimild frá samningsbundna flytjandanum. Álitið skal að slík heimild sé fyrir hendi, nema annað sannist.
Ef flytjandi í raun framkvæmir allan eða hluta flutningsins samkvæmt flutningssamningi milli samningsbundins flytjanda og aðila skulu báðir flytjendur, sá raunverulegi og sá samningsbundni, teljast flytjendur samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Sá flytjandi er gert hefur flutningssamninginn skal talinn flytjandi allan loftflutninginn en sá sem framkvæmir flutninginn í raun skal talinn flytjandi á þeim hluta loftflutningsins er hann annast.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
119. gr. [Sameiginleg ábyrgð.
Athafnir og athafnaleysi raunverulegs flytjanda og starfsmanna hans og umboðsmanna sem eru innan verksviðs þeirra hvað varðar flutning flytjanda í raun skal fara með sem aðgerðir og aðgerðaleysi samningsbundins flytjanda.
Athafnir og athafnaleysi samningsbundins flytjanda og starfsmanna hans og umboðsmanna sem eru innan verksviðs þeirra, og varða flutning flytjanda í raun, skal farið með sem aðgerðir og aðgerðaleysi flytjanda í raun. Allt að einu skal raunverulegur flytjandi ekki ábyrgur umfram þær reglur vegna slíkra athafna og athafnaleysis sem greinir í 102., 108. og 110. gr. Hvers konar samkomulag þar sem samningsbundinn flytjandi tekst á hendur ríkari ábyrgð en lög þessi leggja honum á herðar, eða samningsbundinn flytjandi fellur frá réttindum eða vörnum sem lög þessi heimila, eða samningsbundinn flytjandi samþykkir sérstaka yfirlýsingu um hagsmuni, sbr. 2. og 3. mgr. 108. gr., skal ekki binda flytjanda í raun, nema hann hafi samþykkt það sérstaklega.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
120. gr. [Kvartanir og fyrirmæli.
Kvartanir bornar fram við flytjanda eða fyrirmæli honum gefin samkvæmt ákvæðum þessa kafla skulu hafa sömu þýðingu hvort sem þeim er beint til samningsbundna flytjandans eða hins raunverulega flytjanda. Fyrirmæli þau sem lýst er í 96. gr. skulu hins vegar því aðeins gild að þeim sé beint til samningsbundna flytjandans.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
121. gr. [Ábyrgð starfsmanna og umboðsmanna.
Nú er um að ræða flutning sem framkvæmdur er af raunverulegum flytjanda og er þá starfsmönnum og umboðsmönnum hans og samningsbundins flytjanda heimilt, ef þeir sanna að þeir hafi haldið sig innan verksviðs síns, að bera fyrir sig þær varnir sem flytjanda sjálfum er heimilt að bera fyrir sig, nema sannað sé að þeir hafi hagað sér með þeim hætti að takmörkun á bótaábyrgð verði beitt samkvæmt lögum þessum.
Sé flutningur framkvæmdur af hinum raunverulega flytjanda skulu samanlagðar bætur frá honum, samningsbundna flytjandanum, starfsmönnum og umboðsmönnum ekki verða hærri en sem nemur hæstu upphæð sem hverjum flytjanda yrði samkvæmt lögum þessum gert að inna af hendi. Hver bótaskyldur aðili svarar aðeins til bóta að því hámarki sem fyrir hann gildir.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
122. gr. [Málshöfðunarreglur.
Sé flutningur framkvæmdur af raunverulegum flytjanda skal bótakröfum beint að vali stefnanda hvort sem er gegn samningsbundnum flytjanda eða flytjanda í raun, saman eða hvorum fyrir sig.
Sé aðeins einum flytjanda stefnt skal sá flytjandi eiga rétt til að krefjast samlagsaðildar annarra flytjenda að málinu, enda sé sú krafa sett fram eigi síðar en í greinargerð. Skal þá sakaukasök eða sakir höfða innan eins mánaðar frá því að krafa um samlagsaðild var sett fram að viðlagðri frávísun aðalsakar.
Mál til heimtu bóta skv. 1. og 2. mgr. skal höfða að vali stefnanda, í aðildarríki Montreal-samningsins, annaðhvort á varnarþingi samningsbundins flytjanda, eins og greinir í 115. gr., eða fyrir dómstól sem hefur lögsögu þar sem flytjandi í raun hefur heimilisvarnarþing eða aðalstarfsstöð sína.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
123. gr. [Áskilnaður eða fyrirvari um ábyrgð.
Ógildur er áskilnaður eða fyrirvari sem miðar að því að leysa samningsbundinn flytjanda eða flytjanda í raun undan ábyrgð eða kveður á um frekari ábyrgðartakmarkanir en greinir í Montreal-samningnum og lögum þessum.
Ekkert í 118.–122. gr. skal hafa áhrif á réttindi og skyldur flytjenda sín á milli, þ.m.t. réttinn til endurkröfu eða skaðabóta.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
124. gr. [Aukagjald.
Viðbótarfjárhæðin sem flytjandi getur krafist í samræmi við 2. og 3. mgr. 108. gr., þegar farþegi eða sendandi gefur sérstaka yfirlýsingu um mikilvægi þess að fá farangur eða farm sinn afhentan á áfangastað, skal ákvörðuð samkvæmt gjaldskrá. Hún skal miðuð við þann aukakostnað sem hlýst af því að flytja og tryggja viðkomandi farangur eða farm umfram takmarkanir á bótafjárhæðum í tilvitnuðum ákvæðum. Gjaldskráin skal vera aðgengileg farþegum og sendendum farms.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.
125. gr. [Upplýsingaskylda.
Allir flytjendur sem selja eða annast loftflutninga á Íslandi eða til og frá landinu skulu láta farþegum í té skriflega á öllum sölustöðum, þ.m.t. við símsölu og við sölu á netinu, upplýsingar um:
    a. helstu ákvæði sem gilda um bótaábyrgð á farþegum og farangri þeirra, þ.m.t. mörk bótaábyrgðar á lífs- og líkamstjóni og eyðileggingu, tapi eða skemmdum á farangri, auk tafa [eða þegar flutningi er flýtt], 1)
    b. frest til að gera kröfu um bætur og
    c. möguleika á því að setja fram sérstaka yfirlýsingu varðandi farangur á öllum sölustöðum.
Hvað varðar flytjendur með útgefin flugrekstrarleyfi utan EES og aðildarríkja EFTA tekur ákvæði þetta eingöngu til loftflutnings til, frá og innan Íslands.
Nú býður flytjandi farþegum rýmri bótarétt en lög þessi kveða á um og skal þá þeim aukna rétti lýst.
Ferða- og samningsskilmálar skulu ávallt vera farþegum til reiðu á einfaldan og skýran hátt á vefsíðu og söluskrifstofum flytjanda, hjá umboðsaðilum hans, ferðaskrifstofum og við innritunarborð til brottfarar.
[Flugrekandi, flytjandi, ferðaskrifstofa eða umboðsmaður framangreindra aðila skal tryggja að heildarverð fyrir ferð eða flutning skuli ávallt fela í sér opinber gjöld og skatta. Í söluferlinu skal heildarverð ávallt vera sýnilegt kaupanda og skulu opinber gjöld og skattar birt sérgreind frá öðrum gjöldum, kostnaði og þóknun rekstraraðilans. Valkvæður viðbótarkostnaður skal ávallt vera sýnilegur við upphaf söluferlisins.
Óheimilt er að mismuna viðskiptavinum við upplýsingagjöf eða aðgengi að farmiðum og farmiðaverði á grundvelli þjóðernis, búsetu eða staðsetningar söluaðila.
Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um upplýsingagjöf vegna kostnaðar farmiða eða flutnings í reglugerð. 2)] 3)
Ráðherra skal heimilt að kveða nánar á um upplýsingaskyldu flytjanda með reglugerð.
[Nánar skal kveðið á um heimildir Samgöngustofu til að tryggja eftirfylgni við ákvæði 4.–6. mgr. og reglugerðir settar skv. 7. og 8. mgr. í reglugerð, svo sem með hvers konar upplýsingaöflun, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum, auk birtingar slíkra ákvarðana eftir því sem við á.] 4)] 5)
    1)L. 50/2012, 16. gr. 2)Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019 og 708/2020. 3)L. 87/2010, 13. gr. 4)L. 21/2020, 25. gr. 5)L. 88/2004, 3. gr.
[125. gr. a.
Við bókun, hver sem aðferðin er við gerð bókunar, skal samningsbundinn flytjandi upplýsa farþega um nafn eiginlegs flytjanda. Sé óljóst þegar bókun er gerð hver eiginlegur flytjandi er eða verður skal samningsbundinn flytjandi tryggja að farþegi sé upplýstur um nafn eða nöfn þeirra flytjenda sem mögulega munu annast loftflutninginn. Í slíkum tilvikum skal tryggja að farþegi sé upplýstur um eiginlegan flytjanda um leið og það fæst staðfest.
Verði breytingar gerðar á eiginlegum flytjanda eftir bókun skal samningsbundinn flytjandi gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að upplýsa farþega um breytinguna eins fljótt og auðið er. Í öllum tilvikum skal farþegi upplýstur við innritun eða við för um borð í loftfarið þar sem innritunar er ekki krafist vegna tengiflugs.
Flugrekandi eða ferðaskrifstofa, eftir atvikum, skal tryggja að samningsbundinn flytjandi sé upplýstur um nafn hins eiginlega flytjanda eða flytjenda eins fljótt og auðið er, sérstaklega ef breyting er gerð á nafni eiginlegs flytjanda.
Ef söluaðili hefur ekki fengið upplýsingar um nafn eiginlegs flytjanda skal hann ekki sæta ábyrgð skv. 1.–3. mgr. þessarar greinar.
Skylda samningsbundins flytjanda skal koma fram í ferðaskilmálum farsamnings.] 1)
    1)L. 165/2006, 9. gr.
126. gr. [Bætur vegna umframskráningar og niðurfellingar flugs.
Flytjendum, sem fljúga til eða frá landinu eða innan Íslands, skal skylt að greiða bætur til farþega sem vísað er frá flugi vegna umframskráningar og niðurfellingar flugs, enda hafi farþegi farseðil í fullu gildi, staðfesta farskráningu með fluginu sem um ræðir og hafi komið til skráningar á tilskildum tíma.
Flytjendum skal ekki skylt að greiða bætur til farþega sem vísað er frá ef farþegi ferðast endurgjaldslaust eða á afsláttarverði sem ekki stendur almenningi til boða.
Nánar skal kveðið á um bætur vegna umframskráningar og niðurfellingar flugs og um frávísun farþega, fyrirkomulag bótagreiðslna, ferðatilhögun, upphæð bóta og aðrar úrbætur til handa farþega með reglugerð. 1) [Jafnframt skal í reglugerð kveða á um heimildir [Samgöngustofu] 2) til að tryggja eftirfylgni slíkra reglna, svo sem með hvers konar upplýsingaöflun, vettvangsskoðun [og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni], 3) heimildum til að stöðva brot, [þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur] 3) og krefjast þess að látið sé af brotum, auk birtingar slíkra ákvarðana eftir því sem við á. Þá skal setja í reglugerð ákvæði um heimild [Samgöngustofu] 2) til að afhenda stjórnvöldum annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu nauðsynlegar upplýsingar og gögn.] 4)] 5)
    1)Rg. 475/2008. Rg. 1048/2012. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 21/2020, 26. gr. 4)L. 57/2007, 8. gr. 5)L. 88/2004, 3. gr.
[126. gr. a.
Hefjist flutningur í lofti … 1)
    a. frá brottfararstað hér á landi eða;
    b. frá brottfararstað í þriðja ríki til Íslands eða;
    c. frá brottfararstað í þriðja ríki til áfangastaðar í þriðja ríki;
skal farþegi eiga rétt til endurgreiðslu úr hendi samningsbundins flytjanda eða breytingar á flugleið sé hinum eiginlega flytjanda sem starfrækja á flugið óheimil starfræksla loftfars innan Evrópska efnahagssvæðisins, enda kjósi farþegi að nýta sér ekki farmiða sinn og flugið hefur ekki verið fellt niður.] 2)
    1)L. 50/2012, 17. gr. 2)L. 165/2006, 10. gr.
[126. gr. b.
Flugrekandi, umboðsmaður hans eða ferðaskrifstofa skal ekki synja farþega á grundvelli fötlunar eða hreyfihömlunar um:
    a. farskráningu í flug til eða frá flugvelli hér á landi,
    b. að fara um borð í loftfar á flugvelli hér á landi, enda hafi farþegi gilda farskráningu og farseðil.
Þrátt fyrir 1. mgr. er flugrekanda, umboðsmanni hans eða ferðaskrifstofu heimilt að synja um farskráningu í flug eða að heimila farþega að fara um borð í loftfar á grundvelli fötlunar eða hreyfihömlunar:
    a. þar sem flugöryggiskröfur krefjast þess;
    b. þegar stærð loftfarsins eða dyr þess við för um borð í loftfarið og meðan á flutningi stendur koma í veg fyrir það.
Þegar synja þarf farþega um flutning á grundvelli a- eða b-liðar 2. mgr. skal flugrekandi, umboðsmaður hans eða ferðaskrifstofa gera viðhlítandi ráðstafanir til að leggja farþega til viðunandi kost á flutningi.
Nánar skal kveðið á um réttindi farþega sem synjað er um flutning á grundvelli fötlunar eða hreyfihömlunar, kröfur um fylgd farþega á grundvelli flugöryggissjónarmiða og upplýsingamiðlun til farþega með reglugerð. 1)
Ákvæði þetta tekur einnig til flugrekenda með útgefið flugrekstrarleyfi á Íslandi við brottför loftfars frá þriðja ríki til ríkja á EES-svæðinu.] 2)
    1)Rg. 474/2008. Rg. 475/2008. 2)L. 165/2006, 10. gr.
[126. gr. c.
Telji neytendur flugþjónustu eða aðrir sem hagsmuna hafa að gæta að flugrekandi, flytjandi, ferðaskrifstofa eða umboðsmaður framangreindra aðila hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum á grundvelli þeirra getur hlutaðeigandi beint kvörtun til [Samgöngustofu] 1) um að hún láti málið til sín taka.
Berist [Samgöngustofu] 1) slík kvörtun skal hún m.a. leita álits viðkomandi þjónustuveitanda á kvörtuninni, ganga úr skugga um að þær upplýsingar sem þar eru veittar eigi við rök að styðjast og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan og markvissan hátt.
Náist ekki samkomulag skv. 2. mgr. skal úr ágreiningi skorið með ákvörðun [Samgöngustofu]. 1) Ákvörðun stofnunarinnar sætir kæru til ráðherra samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga. [Samgöngustofu] 1) er heimilt að framfylgja ákvörðunum samkvæmt þessari grein í samræmi við 136. gr.
Gerist flugrekandi, flytjandi, ferðaskrifstofa eða umboðsmaður framangreindra aðila sekur um ítrekuð brot gagnvart neytendum er [Samgöngustofu] 1) heimilt, auk þeirra úrræða sem um ræðir í 136. gr., að svipta viðkomandi aðila starfsleyfi í samræmi við ákvæði laga þessara.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að birta ákvarðanir sínar á grundvelli þessa ákvæðis með opinberum hætti og nafngreina þá flugþjónustuaðila sem hlut eiga að máli.
[[Samgöngustofu] 1) er heimilt að innheimta gjald vegna kostnaðar af kvörtunum sem berast frá neytendum á grundvelli þessarar greinar og 104.–106. gr. og 123. gr.–126. gr. b. Stofnuninni er heimilt að innheimta gjaldið af viðkomandi þjónustuveitanda sem kvartað er yfir í hlutfalli við fjölda ákvarðana sem af kvörtunum leiðir. Um gjaldið og kostnaðargrunn þess fer að öðru leyti í samræmi við ákvæði laga um [Samgöngustofu]. 1)] 2)] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 50/2012, 18. gr. 3)L. 87/2010, 14. gr.
127. gr. [Lagaskil.
Í kafla þessum skal flutningur talinn vera milli landa samkvæmt flutningssamningi þegar brottfararstaður og ákvörðunarstaður eru innan tveggja samningsríkja Montreal-samningsins og gildir það einnig þótt hlé verði á flutningnum eða skipt sé um loftfar. Sé brottfararstaður og ákvörðunarstaður innan landsvæða sama samningsríkis skal flutningurinn talinn vera milli landa ef lenda þarf innan annars ríkis á leiðinni, enda þótt það ríki sé eigi aðili að Montreal-samningnum. Ekki skal flutningur án slíkrar viðkomu teljast millilandaflutningur.
Flutningur, sem framkvæmdur er af mörgum flytjendum hverjum á eftir öðrum, skal talinn óslitinn samkvæmt lögum þessum ef aðilar flutningssamnings hafa litið svo á að um einn og sama flutninginn sé að ræða, hvort sem einn eða fleiri samningar hafa verið um það gerðir, og það breytir ekki stöðu flutningssamningsins þótt einn þáttur flutnings eða fleiri hafi alfarið verið innan landsvæðis sama ríkisins.
Með Montreal-samningnum í lögum þessum er átt við samning um alþjóðaloftflutninga sem gerður var í Montreal 28. maí 1999. Skulu ákvæði Montreal-samningsins og lög þessi að öllu leyti ganga framar eftirgreindum reglum sem gilda um loftflutninga milli landa sem aðildarríki Montreal-samningsins eru aðilar að:
    a. Varsjársamningnum sem gerður var um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa í Varsjá 12. október 1929,
    b. bókun sem undirrituð var í Haag 28. september 1955,
    c. viðbótarsamningi um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa sem annar aðili en hinn samningsbundni flytjandi annast, sem undirritaður var í Gvadalajara 18. september 1961,
    d. bókuninni um breytingar á Varsjársamningnum frá 1929 og Haag-bókuninni frá 1955 sem undirrituð var í Gvatemala 8. mars 1971,
    e. viðbótarbókunum nr. 1–3 og 4 sem undirritaðar voru í Montreal 25. september 1975, eða
innan yfirráðasvæðis aðildarríkis Montreal-samningsins sem er aðili að einum eða fleiri gerningum sem um getur í a–e-lið hér að framan.
Nú er brottfarar- eða ákvörðunarstaður í ríki sem ekki er aðili að Varsjársamningnum frá 1929 og skal þá ákvæðum kaflans beitt gagnvart slíku flugi.] 1)
    1)L. 88/2004, 3. gr.

XI. kafli. Skaðabætur og vátryggingar.
128. gr.
Nú hlýst af notkun loftfars skaði á mönnum eða hlutum sem eru utan loftfarsins, og er eigandi þess eða, eftir því sem við á, aðili sá sem ber kostnað af rekstri þess skyldur að bæta skaðann.
Skaðabótaskyldan fellur niður ef sannað er að sá sem fyrir skaða verður hefur valdið tjóninu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
129. gr.
Nú er um að tefla tjón sem verður á mönnum eða hlutum innan marka viðurkennds flugvallar, og skal eigi beita ákvæðum 1. mgr. 128. gr.
Verði tjón á loftfari eða farmi við árekstur loftfara skal beita ákvæðum siglingalaga um árekstur skipa.
Nú verður við árekstur tveggja eða fleiri loftfara tjón sem hver þeirra er bera kostnaðinn af rekstri loftfaranna á að greiða samkvæmt ákvæði 1. mgr. 128. gr., og eru þeir allir samábyrgir. Dómstólar skera úr með hliðsjón af aðstæðum hversu mikinn hluta goldinna skaðabóta hver þeirra megi framkrefja úr hendi þess eða þeirra sem samábyrgir eru.
130. gr.
Ákvæði 128. og 129. gr. takmarka að engu þann rétt til skaðabóta sem leiðir af almennum reglum.
131. gr.
Umráðandi loftfars, sem nota skal til loftferða samkvæmt lögum þessum, skal taka og halda við vátryggingu er örugg telst, til greiðslu skaðabóta sem falla kunna á hann eða umráðanda loftfarsins vegna tjóns er verður á mönnum og hlutum utan loftfarsins og stafar af notkun þess. [Óheimilt er að skerða bótarétt aðila utan loftfars, sem fyrir tjóni verður, með vátryggingarskilmálum sem lúta að sjálfsáhættu vátryggingartaka, eigin sök hans eða með ábyrgðarundanþágum, og skulu slík ákvæði teljast ógild.] 1) Vátrygging þessi skal meðal annars tryggja greiðslu kostnaðar við hreinsun á slysstað og brottnám flaks. Leita skal viðurkenningar [Samgöngustofu] 2) á vátryggingafélagi og vátryggingarskilmálum.
Nú fellur vátrygging úr gildi, og ber vátryggingafélag gagnvart þriðja aðila ábyrgð á tjóni samkvæmt hljóðan vátryggingarskírteinis í tvo mánuði frá því er það tilkynnti [Samgöngustofu] 2) að vátryggingin væri niður fallin, enda hafi loftfarið eigi á þeim tíma verið strikað af skrá eða flugleyfi skv. c-lið 3. gr. afturkallað.
Flugrekendur skulu taka vátryggingu gegn tjóni á mönnum eða hlutum í loftfari eða við för eða flutning þeirra í loftfar eða úr því og svo gegn tjóni á innrituðum farangri og varningi meðan flytjandi ber ábyrgð á honum skv. X. kafla. [Vátryggingarfjárhæðir skulu tryggja bætur samkvæmt ákvæðum þessa kafla.] 3)
3)
4)
[Ráðherra] 5) er heimilt að setja með reglugerð nánari reglur um vátryggingarskyldu 6) þá sem hér er mælt fyrir um, þar á meðal um vátryggingarfjárhæðir og afleiðingar þess að vátryggingu eða tryggingu er eigi haldið í gildi.
    1)L. 21/2002, 17. gr. 2)L. 59/2013, 12. gr. 3)L. 88/2004, 4. gr. 4)L. 165/2006, 11. gr. 5)L. 87/2010, 1. gr. 6)Rg. 78/2006, sbr. 89/2007 og 625/2021.

XII. kafli. Aðstoð og björgun.
132. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglur 2) um leit og björgun er viðhafa skal þegar loftfars er saknað eða því hefur hlekkst á eða það hefur farist, þar á meðal um aðstoð þá sem einstaklingum og fyrirtækjum er skylt að veita við leit og björgunarstörf og um þóknun fyrir slíka aðstoð.
[Ráðherra kveður á um stjórnun leitarstarfs fram til þess að slysstaður finnst, en þá taka lögregluyfirvöld við og bera ábyrgð á vettvangsstjórn. Ráðherra getur með samningi falið félagasamtökum eða fyrirtækjum að hafa umsjón með framkvæmd leitarstarfa að hluta til eða öllu leyti. [Rannsóknarnefnd samgönguslysa] 3) fer með yfirstjórn vettvangsrannsóknar og ber lögregluyfirvöldum að aðstoða við hana í hvívetna.] 4)
Kostnað, sem ríkissjóður hefur af leit að loftfari sem er saknað, [er] 4) heimilt að leggja að nokkru eða öllu leyti á skráðan umráðanda loftfarsins í loftfaraskrá eða eiganda ef hann er erlendur, enda hnígi rök til þess og það brjóti eigi í bága við milliríkjasamninga. Sama gildir um kostnað af björgunarstarfi að því leyti sem ekki greiðist með björgunarlaunum.
Heimilt er að skylda skráðan eiganda loftfars til að hlutast til um brottflutning flaks og hreinsun á slysstað.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 71/2011, sbr. 1084/2011. 3)L. 32/2013, 4. gr. 4)L. 15/2009, 15. gr.
133. gr.
Ef maður bjargar eða stuðlar að björgun á loftfari, sem hlekkst hefur á eða er statt í háska, farangri eða vöru sem í því er eða nokkru því sem telst til slíks loftfars, farangurs eða vöru á hann, hvort heldur bjargað er í lofti, á láði eða legi, rétt til björgunarlauna samkvæmt gildandi reglum um björgun skipa og varnings sem til þeirra telst. Ef maður bjargar eða stuðlar að björgun á mannslífum úr þeim háska sem varð tilefni til björgunar á hann kröfu til hlutdeildar í björgunarlaununum.
Hafi maður stofnað til óvenjulegra útgjalda sem nauðsynleg voru til varðveislu á loftfari eða varningi úr því á hann rétt til að honum sé endurgreitt, enda hafi hann eigi breytt gegn beinu og réttmætu banni flugstjóra þess sem í hlut á.
Krafa um björgunarlaun eða endurgjald fyrir óvenjuleg útgjöld má eigi fara fram úr verðmæti því sem bjargað var, svo sem loftfari, ásamt flutningsgjaldi fyrir farangur, varning og farþega.
134. gr.
Eigandi bjargaðs varnings ábyrgist einungis björgunarlaun með verðmæti þess sem bjargað var. Krafa um björgunarlaun er tryggð með veði í loftfari, farangri og varningi og gengur það fyrir öllum öðrum veðböndum. Veðkrafa sem stafar af síðari atburði gengur fyrir veðkröfu sem stafar af fyrri atburði.
Ef farangur eða varningur er látinn af hendi fellur veðrétturinn niður. … 1) Mál má höfða þar sem björgunarstarfi lauk eða þar sem loftfar og varningur er.
    1)L. 74/2019, 12. gr.

[XII. kafli A. Aðgangur erlendra ríkisloftfara að íslensku yfirráðasvæði.]1)
    1)L. 81/2015, 1. gr.
[134. gr. a. Gildissvið.
Ákvæði þessa kafla gilda um erlend ríkisloftför. Sá ráðherra sem fer með utanríkismál fer með framkvæmd þessa kafla.] 1)
    1)L. 81/2015, 1. gr.
[134. gr. b. Aðgangur erlendra ríkisloftfara.
Erlent ríkisloftfar má því aðeins koma inn á íslenskt yfirráðasvæði að til þess liggi formleg heimild.
Ráðherra ákveður á hvaða stöðum erlent ríkisloftfar getur átt viðkomu og hvernig ferðum þess skuli háttað innan íslensks yfirráðasvæðis.
Ráðherra getur hvenær sem er afturkallað leyfi til komu erlends ríkisloftfars eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði sem og ákveðið að erlent ríkisloftfar skuli yfirgefa íslenskt yfirráðasvæði fyrirvaralaust.
Ráðherra setur nánari reglur um komur og ferðir erlendra ríkisloftfara, svo sem varðandi umsóknarfresti, leyfilegan búnað, hvaða starfsemi þau megi stunda og tilkynningarskyldu þeirra, svo og komur og dvöl áhafna og farþega ríkisloftfara.] 1)
    1)L. 81/2015, 1. gr.

XIII. kafli. Ýmis ákvæði.
135. gr.
Ef ástæða er til að ætla að loftfar, sem á að hefja á loft, sé ekki lofthæft eða ekki tilhlýðilega skipað áhöfn eða það muni verða notað andstætt ákvæðum laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim er [Samgöngustofu] 1) heimilt að leggja bann við för loftfarsins og, beri nauðsyn til, að aftra því að það sé hafið upp af flugvelli uns úr er bætt. [Samgöngustofa] 1) getur kallað eftir aðstoð lögregluyfirvalda til að halda uppi slíku banni og ber að veita hana.
    1)L. 59/2013, 12. gr.
136. gr.
[[Samgöngustofu] 1) [og þeim sem starfrækir flugvöll eða flugleiðsöguþjónustu] 2) er heimilt að aftra för loftfars af flugvelli uns gjöld eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu vegna þess loftfars sem í hlut á eða annarrar starfsemi hlutaðeigandi eiganda eða umráðanda loftfarsins. [Rekstraraðili flugvallar skal verða við beiðni Umhverfisstofnunar um að aftra för loftfars uns lögmælt gjöld vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, er varða viðkomandi loftfar, eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra.] 3) [Rekstraraðili flugvallar skal verða við beiðni Samgöngustofu um að aftra för loftfars frá flugvelli uns ógreidd eftirlitsgjöld vegna starfsemi eiganda eða umráðanda loftfars eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra.] 4)
Ef eftirlitsskyldur aðili veitir [Samgöngustofu] 1) ekki þær upplýsingar sem hún krefur hann um, innan þess frests sem stofnunin setur, eða sinnir ekki kröfum stofnunarinnar um úrbætur sem hún telur nauðsynlegar, innan hæfilegs frests, getur [Samgöngustofa] 1) gert aðila skylt að greiða dagsektir. Þær skulu þá greiðast þar til farið hefur verið að kröfum [Samgöngustofu]. 1) Dagsektirnar geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika hins eftirlitsskylda aðila.
[[Samgöngustofa] 1) getur lagt dagsektir eða févíti á eftirlitsskyldan aðila sem brýtur gegn ákvörðunum sem teknar hafa verið af stofnuninni, þ.m.t. þeim sem teknar hafa verið samkvæmt ákvæðum 28., 84. og 140. gr. Um upphæðir dagsekta fer skv. 2. mgr. en févíti getur numið allt að 10 millj. kr. vegna hvers brots.] 5)
[Séu févíti eða dagsektir samkvæmt þessari grein ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Samgöngustofu skal greiða dráttarvexti af fjárhæð þeirra. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.] 6)
Ákvörðunum um févíti eða dagsektir má skjóta til [ráðherra] 7) innan sjö daga frá því að viðkomandi aðila var tilkynnt um ákvörðunina, sem skal gera skriflega gagnvart þeim sem ákvörðun beinist að og með sannanlegum hætti. Sé févítis- eða dagsektaákvörðun kærð er innheimta ekki heimil fyrr en að gengnum úrskurði ráðherra. Óinnheimtar dagsektir og févíti falla ekki niður við það að eftirlitsskyldur aðili verður síðar við þeim kröfum sem knúið er á um.
Ákvarðanir um dagsektir og févíti eru aðfararhæfar. Málskot til ráðherra frestar aðför, en úrskurðir ráðherra eru aðfararhæfir. Við aðför skal kveðja gerðarþola fyrir héraðsdóm og um málsmeðferð fara samkvæmt ákvæðum … 6) aðfararlaga. [Innheimtar sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.] 6)
[Heimilt er að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu stjórnsýsluviðurlaga í reglugerð.] 6)] 8)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 102/2006, 14. gr. 3)L. 50/2012, 19. gr. 4)L. 74/2019, 12. gr. 5)L. 87/2010, 15. gr. 6)L. 71/2018, 10. gr. 7)L. 87/2010, 1. gr. 8)L. 21/2002, 18. gr.
[136. gr. a.
Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt, að tillögu Flugöryggisstofnunar Evrópu, að leggja sektir á fyrirtæki, sem hafa skírteini útgefin af Flugöryggisstofnun Evrópu, fyrir brot af ásetningi eða gáleysi á reglum á sviði Flugöryggisstofnunarinnar enda er sú starfsemi, sem tillaga um sekt grundvallast á, óheimil samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim.] 1)
    1)L. 50/2012, 20. gr.
137. gr.
Til aukins öryggis við loftferðir er [ráðherra] 1) heimilt að setja reglur 2) um meðferð, geymslu og afhendingu eldsneytis og annars sem til búnaðar loftfara þarf og um eftirlit með því að reglurnar séu haldnar.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 282/1980, sbr. 466/1991.
138. gr.
[Skráðum umráðanda loftfars, eftirlitsskyldum aðilum og aðilum er reka starfsemi samkvæmt skírteini, heimild, leyfi eða viðurkenningu samkvæmt lögum þessum, reglum settum samkvæmt þeim eða lögum um [Samgöngustofu] 1) er skylt að láta í té þær upplýsingar sem [Samgöngustofa] 1) krefst.] 2)
3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 165/2006, 12. gr. 3)L. 102/2006, 14. gr.
139. gr.1)
    1)L. 102/2006, 14. gr.
140. gr.
[[Samgöngustofu] 1) er heimilt að taka ákvarðanir er snúa að verksviði stofnunarinnar og teknar eru á grundvelli laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. Ákvarðanir stofnunarinnar hafa almennt gildi en geta einnig haft sérstakt gildi sé þeim beint að ákveðnum hópum eða einstökum aðilum. Ákvarðanir [Samgöngustofu] 1) binda þá aðila sem þær beinast að og skulu birtar í flugmálahandbók eða á heimasíðu stofnunarinnar eftir því sem við á.
[Samgöngustofa] 1) skal gefa út upplýsingabréf um flugmál og flugmálahandbók. Skulu allir handhafar flugrekstrarleyfa og flugkennsluleyfa, útgefinna af [Samgöngustofu], 1) svo og þeir sem starfrækja flugvelli og flugleiðsöguþjónustu hér á landi, vera áskrifendur að útgáfum þessum. [Samgöngustofu] 1) er heimilt að fela öðrum aðila útgáfu upplýsingabréfs.
Ákvarðanir [Samgöngustofu] 1) skulu vera á íslensku eða ensku eftir því sem við á. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um útgáfu þeirra með reglugerð. 2)] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 326/2000, sjá og augl. 753/2000, 987/2000, 827/2003, 206/2005, 207/2005, 897/2006, 1153/2006, 199/2007, 319/2007, 411/2007, 426/2007, 686/2007, 1020/2007, 1021/2007, 1022/2007, 1281/2007, 238/2008, 791/2008, 349/2009, 728/2009, 729/2009, 973/2009, 91/2010, 188/2010, 859/2010, 92/2011, 194/2011, 313/2012 og 553/2012. 3)L. 87/2010, 16. gr.
[140. gr. a.
Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að háttsemin skaði verulega heildarhagsmuni neytenda og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn 5. og 6. mgr. 125. gr., reglugerðum settum skv. 7. og 8. mgr. 125. gr. og reglugerðum sem settar eru með heimild í 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
    a. þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
    b. fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
    c. þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
    d. skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.
Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
Þeir sem lagt verður fyrir að leysa af hendi athafnir skv. a–d-lið 2. mgr. og þeir sem taldir eru brjóta gegn ákvæðum laga og reglugerða skv. 2. mgr. skulu fá réttarstöðu gerðarþola eftir því sem við verður komið. Ef við á skal rétthafa léns tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990.
Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.] 1)
    1)L. 21/2020, 27. gr.
141. gr.
[Brot gegn lögum þessum, reglugerðum, reglum eða fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Tilraun og hlutdeild í brotum er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga.] 1)
[Aðila sem tilkynnir, í samræmi við ákvæði [V. kafla A], 2) innan 72 klst. um atvik sem ekki hafa leitt til flugslyss eða alvarlegs [flugatviks, sem og aðila sem getið er í tilkynningunni], 2) verður ekki refsað eða hann beittur viðurlögum þótt um sé að ræða brot á ákvæðum laga þessara eða á reglum settum á grundvelli heimilda í lögum þessum, nema ásetningi, stórfelldu gáleysi, neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja sé til að dreifa.
Tilkynningu um atvik sem ekki verður refsað fyrir, sbr. 2. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargagni í [sakamáli] 3) [eða hún notuð í máli sem kann að varða stjórnsýsluviðurlögum]. 2)] 4)
    1)L. 21/2002, 20. gr. 2)L. 40/2017, 6. gr. 3)L. 88/2008, 234. gr. 4)L. 75/2005, 13. gr.
142. gr.
Svipta skal skírteinishafa rétti til starfa þess sem skírteinið veitir ef hann hefur gerst sekur um vítavert brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim, eða ef telja verður með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem skírteinishafa varhugavert að hann neyti réttinda samkvæmt skírteininu.
Svipting starfsréttinda skal vera um ákveðinn tíma, eigi skemur en þrjá mánuði, eða ævilangt ef sakir eru miklar eða brot ítrekað.
143. gr.
[Nú telur [Samgöngustofa] 1) skilyrði til sviptingar skírteinisréttinda vera fyrir hendi og skal hún þá til bráðabirgða svipta hlutaðeigandi þeim rétti sem skírteini hans greinir, svo skjótt sem unnt er. Bráðabirgðasviptingin skal tímabundin. Bera má ákvörðun [Samgöngustofu] 1) undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð [sakamála] 2) og skal stofnunin leiðbeina hlutaðeigandi um þann rétt. … 2)
Sviptingartími skv. 1. mgr. skal dragast frá endanlegum sviptingartíma eins og hann kann að verða ákveðinn með dómi.] 3)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 21/2002, 21. gr.
144. gr.
Áfrýjun dóms þar sem kveðið er á um sviptingu réttar frestar ekki verkun hans að því leyti. Þó getur dómari ákveðið með úrskurði að áfrýjun fresti framkvæmd sviptingar er sérstaklega stendur á.
145. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglugerðir 2) til framkvæmda og skýringar á lögum þessum.
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 51/1976 (um vöruflutninga með loftförum), sbr. 562/1987. Rg. 53/1976 (um mannflutninga í loftförum), sbr. 293/1979, 443/1979, 251/1984, 33/1993, 86/1995, 492/2002 og 711/2002. Rg. 443/1976 (um skoðanir, viðhald og viðgerðir loftfara), sbr. 433/1979 og 478/1982. Rg. 216/1982 (um heimasmíði loftfara). Augl. 176/1983 (um þjóðernis- og skrásetningarmerki), sbr. augl. 590/2001, augl. 749/2001 og rgl. 372/2018. Rg. 263/1986 (um lágmarksafkastagetu flugvéla). Rg. 523/1989. Rg. 322/1990 (um öruggan flutning hættulegs varnings flugleiðis), sbr. 531/2002, 715/2002 og 32/2006. Augl. 375/1992, sbr. 232/1994. Rg. 292/1993 (um Flugmálastjórn). Augl. 439/1994, sbr. rg. 926/2008, rg. 969/2008 og rg. 1050/2008. Augl. 477/1994. Rg. 185/1997 (um leiguflug til og frá Íslandi). Augl. 575/1997. Rg. 450/1999 (um einelti loftfara í almenningsflugi). Rg. 680/1999 (um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja), sbr. 678/2004. Rg. 781/2001 (um útleigu loftfara). Augl. 426/2002 (um kröfur til viðhaldsvotta, JAR-66). Rg. 53/2006 (um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika), sbr. 182/2010. Rg. 780/2006 (um fis), sbr. 779/2007. Rg. 464/2007 (um flugvelli), sbr. 1258/2011. Rg. 870/2007 (um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu), sbr. 1124/2014. Rg. 1045/2007 (um sveigjanlega notkun loftrýmis). Rg. 277/2008 (um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur), sbr. 396/2008, 826/2008, 1185/2008, 181/2010, 675/2010, 424/2011, 202/2011, 1074/2011, 315/2012, 864/2012, 996/2012, 341/2013, 1253/2013, 579/2014, 1257/2014, 865/2015, 443/2016, 652/2017, 1037/2017, 573/2018, 1082/2018, 813/2019, 1041/2019, 1194/2020, 441/2021, 622/2021 og 1343/2021. Rg. 400/2008 (um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands), sbr. 600/2009 og 439/2012. Rg. 474/2008 (um flutning fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga með stórum flugvélum). Rg. 475/2008 (um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi). Rg. 600/2008 (um skipun loftrýmis í flokk og aðgang flugs samkvæmt sjónflugsreglum yfir fluglagi 195). Rg. 601/2008 (um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda), sbr. 467/2010, 501/2010 og 340/2015. Rg. 602/2008 (um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins), sbr. 464/2012, 154/2014, 1036/2017 og 571/2018. Rg. 1043/2008 (um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja), sbr. 360/2009 og 124/2016. Rg. 1264/2008 (um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála). Rg. 97/2009 (um verkflug í atvinnuskyni). Rg. 108/2009 (um kröfur varðandi beitingu reglna um samskipti milli flugstjórnardeilda við skeytasendingar vegna flugs), sbr. 465/2012. Rg. 518/2010 (um flugsýningar). Rg. 652/2010 (um fallhlífarstökk). Rg. 693/2010 (um kröfur um samræmda úthlutun og notkun á spurnarkóðum kögunarsvarratsjár fyrir samevrópska loftrýmið), sbr. 1038/2017. Rg. 694/2010 (um almannaflug flugvéla), sbr. 88/2012, 488/2014, 1076/2014, 18/2016, 1158/2016 og 333/2018. Rg. 695/2010 (um almannaflug þyrlna), sbr. 1076/2014, 18/2016, 1158/2016 og 334/2018. Rg. 770/2010 (um flugreglur), sbr. 665/2015 og 659/2017. Rg. 772/2010 (um upplýsingaþjónustu flugmála), sbr. 533/2017. Rg. 773/2010 (um flugkort). Rg. 787/2010 (um flugumferðarþjónustu). Rg. 71/2011 (um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara), sbr. 1084/2011. Rg. 48/2012 (um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins), sbr. 1058/2019, 708/2020 og 443/2021. Rg. 438/2012 (um sameiginlegar reglur um flæðisstjórnun flugumferðar), sbr. 651/2017 og 537/2018. Rg. 1025/2012 (um flugvirkt). Rg. 1185/2012 (um starfrækslu og lofthæfi loftfars í opinberum rekstri). Rg. 380/2013 (um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja), sbr. 967/2013, 347/2015, 123/2016, 885/2016, 1466/2020 og 1344/2021. Rg. 962/2013 (um sameiginlegar kröfur til notenda loftrýmisins og verklagsreglur vegna notkunar árekstrarvara loftfara), sbr. 991/2016. Rg. 180/2014 (um áhöfn í almenningsflugi), sbr. 992/2016, 1081/2018, 468/2020 og 623/2021. Rg. 237/2014 (um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara), sbr. 288/2015, 348/2015, 781/2015, 978/2015, 74/2016, 122/2016, 990/2016, 539/2018, 1084/2018 og 624/2021. Rg. 694/2014 (um gildistöku tilskipana 2004/36/EB og 2008/49/EB um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins). Rg. 732/2014 (um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu), sbr. 572/2018. Rg. 733/2014 (um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun). Rg. 858/2014 (um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla), sbr. 307/2020 og 373/2021. Rg. 1125/2014 (um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta), sbr. 667/2015, 863/2015, 499/2020 og 442/2021. Rg. 1126/2014 (um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar), sbr. 884/2015. Rg. 1127/2014 (um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu), sbr. 864/2015, 538/2018 og 1193/2020. Rg. 394/2015 (um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á). Rg. 666/2015 (um rekstrartakmarkanir vegna hljóðmengunar á flugvöllum sem staðsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu). Rg. 926/2015 (um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði), sbr. 1042/2019. Rg. 75/2016 (um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008), sbr. 1083/2018. Rg. 125/2016 (um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varðar flugrekstur flugrekenda frá þriðja landi), sbr. 653/2017. Rg. 750/2016 (um flugvernd), sbr. 287/2017, 515/2017, 1203/2017, 117/2018, 770/2018, 52/2019, 439/2019, 644/2019, 1053/2019, 491/2020, 844/2020, 1195/2020 og 695/2021. Rg. 854/2016 (um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra). Rg. 900/2017 (um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim). Rg. 990/2017 (um starfrækslu fjarstýrðra loftfara). Rg. 370/2018 (um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum). Rg. 1085/2018 (um starfrækslu loftbelgja). Rg. 444/2020 (um kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur um hæfisbundna leiðsögu).
[146. gr.
[Samgöngustofa] 1) tekur þátt í starfi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) með það m.a. að markmiði að auka öryggi í flugi, draga úr mengun frá flugvélum og koma að sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda í starfi stofnunarinnar.
[Ráðherra skal setja reglugerð, 2) sbr. 1. mgr., sem felur í sér innleiðingu þeirra reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins er varða stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu í íslenskan rétt.] 3)
[Ráðherra er heimilt að setja reglugerð sem felur í sér innleiðingu EES-gerða sem varða verkefni á sviði Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og stofnuninni hafa verið falin á grundvelli stofngerða hennar, sbr. 2. mgr.] 4)] 5)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)Rg. 1046/2007. Rg. 812/2012, sbr. 179/2013, 409/2013, 1144/2013 og 885/2016. Rg. 694/2014. Rg. 733/2014. Rg. 394/2015. Rg. 125/2016. 3)L. 87/2010, 17. gr. 4)L. 76/2015, 4. gr. 5)L. 88/2004, 6. gr.
[146. gr. a. Styrkveitingar til áætlunarflugs.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglur 2) um styrkveitingar til áætlunarflugs til jaðarsvæða eða á flugleiðum til flugvalla með litla flugumferð. Kveða skal nánar á um mat þarfar, fargjöld, útboð þjónustunnar og önnur kjör. Um fjárframlög fer samkvæmt samgönguáætlun og fjárlögum.] 3)
    1)L. 87/2010, 1. gr. 2)Rg. 48/2012, sbr. 1058/2019 og 708/2020. 3)L. 75/2005, 14. gr.
[146. gr. b. [Heimild ríkisstjórnar til samningagerðar.
Ríkisstjórninni er heimilt að gera [loftferðasamninga og aðra] 1) samninga við stjórnir annarra ríkja og alþjóðlegar og svæðisbundnar stofnanir um gagnkvæma viðurkenningu réttinda, skírteina, heimilda, starfsleyfa, vottunar og úttekta á sviði flugs, þ.m.t. á sviði flugverndar.] 2)
[[Samgöngustofa] 3) annast úthlutun réttinda og veitingu heimilda skv. 1. mgr. Stofnuninni er heimilt að binda nýtingu réttinda og heimilda þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru, takmarka þau eða hafna þeim, í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur skv. 3. mgr., m.a. til að tryggja að jafnræði á grundvelli gagnkvæmni ríki milli þeirra sem réttinda njóta í samningum skv. 1. mgr. eða öðrum samningum um hagnýtingu sambærilegra réttinda.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð þar sem kveðið er á um umsóknarferli, skilyrði úthlutunar og birtingu á samantekt réttinda samkvæmt samningum. Þegar um er að ræða takmörkuð réttindi til úthlutunar skal í reglugerð kveða á um hvaða sjónarmið skuli leggja til grundvallar við slíka úthlutun, m.a. varðandi hagsmuni neytenda, samkeppni, jákvæða þróun flutningastarfsemi, þjónustu, tíðni, tímabil, tegund umferðar, aðgengi, verðlagningu, tengiflug og umhverfisáhrif.] 1)] 4)
    1)L. 50/2012, 21. gr. 2)L. 15/2009, 16. gr. 3)L. 59/2013, 12. gr. 4)L. 165/2006, 13. gr.
[146. gr. c. Tölvufarskráningarkerfi.
Tölvufarskráningarkerfi er kerfi þar sem m.a. er að finna upplýsingar flugrekenda um ferðaáætlanir, laus sæti, fargjöld og aðra tengda þjónustu, ýmist með eða án búnaðar til farskráningar eða útgáfu ferðaheimilda að því marki sem áskrifendur kerfisins fá aðgang að þessari þjónustu að hluta eða að fullu. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 1) m.a. um starfrækslu slíkra kerfa, aðgengi, áreiðanleika og röðun upplýsinga, skilmála, bann við mismunun, eftirlit með starfsemi tölvufarskráningarkerfa, ráðstafanir til varnar jafnri samkeppni og vernd persónuupplýsinga.] 2)
    1)Rg. 1085/2017. 2)L. 15/2009, 17. gr.
[146. gr. d.
Notast skal við alþjóðlega staðla og viðurkennda framkvæmd mælieininga við starfrækslu flugs í lofti sem og á jörðu niðri.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að setja reglur um mælieiningar við starfrækslu flugs í lofti sem og á jörðu niðri, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, þar á meðal um gildissvið, almenna notkun mælieininga, leiðbeiningar, breytur, samhæfingu og birtingu.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 87/2010, 18. gr.
[146. gr. e.
[Samgöngustofa] 1) getur sett nánari reglur um tæknilegar útfærslur almennra krafna um flugkort, starfrækslu loftfara, skráningu þeirra og lofthæfi og umhverfisvernd.] 2)
    1)L. 59/2013, 12. gr. 2)L. 87/2010, 18. gr.
[147. gr.]1)
Lög þessi taka þegar gildi.

    1)L. 88/2004, 6. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.–IV.1)
    1)L. 88/2004, 7. gr.
[V.
Ef hætta er á að farsóttir berist til eða frá Íslandi, og almannaheilbrigði krefst, er ráðherra heimilt að kveða á um tímabundnar skyldur flugrekenda/umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir með reglugerð, sem hér segir:
    a. Skyldu til að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn COVID-19 (SARS-CoV-2), vottorð um að COVID-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu prófs gegn COVID-19 (SARS-CoV-2) áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga.
    b. [Skyldu flugrekanda/umráðanda loftfars til að tilkynna löggæsluyfirvöldum hér á landi, innan tilgreinds tíma, um nafn farþega, vegabréfsnúmer og flugnúmer, enda hafi farþegi ekki forskráð sig eða framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu skv. a-lið.] 1)
    [c. Skyldu flugrekanda/umráðanda loftfars til að upplýsa farþega um afleiðingar þess ef farþegi hefur ekki forskráð sig eða framvísað vottorði eða staðfestingu skv. a-lið.] 1)
1)
Reglugerð skv. 1. mgr. skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á fjögurra vikna fresti.
Samgöngustofa getur lagt stjórnvaldssekt á [flugrekanda/umráðanda loftfars ef hann brýtur] 1) gegn 1. mgr. og reglugerð sem sett er á grundvelli 1. mgr. Ákvörðun um stjórnvaldssekt skal tilkynnt á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn 1. mgr. og reglugerð settri á grundvelli 1. mgr. óháð því hvort sök verði sönnuð á tiltekið fyrirsvarsfólk lögaðilans, starfsfólk hans eða annan aðila sem starfar á vegum hans. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 200 þús. kr. til 1 millj. kr. fyrir einstök brot vegna sérhvers farþega.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir dagsetningu ákvörðunar. Greiða skal dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar sé hún ógreidd 15 dögum eftir gjalddaga. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Ákvörðun um stjórnvaldssekt má skjóta til ráðherra samkvæmt stjórnsýslulögum. Ber Samgöngustofu að leiðbeina aðila um rétt til kæru. Ákvarðanir Samgöngustofu um að leggja á stjórnvaldssekt eru aðfararhæfar að liðnum kærufresti. Málskot til ráðherra frestar aðför en úrskurðir ráðherra eru aðfararhæfir. Málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar ekki aðför og er ekki háð því að mál hafi áður verið kært til ráðherra.
Heimild Samgöngustofu til að leggja á stjórnvaldssekt samkvæmt ákvæði þessu fellur brott þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk. Frestur rofnar þegar Samgöngustofa tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að brotinu.
Ítrekuð eða stórfelld brot gegn 1. mgr. og reglugerð sem sett er á grundvelli 1. mgr. varða refsingu skv. 1. mgr. 141. gr. Gera má lögaðila sekt samkvæmt ákvæðum II. kafla A almennra hegningarlaga fyrir slík brot. Brot samkvæmt ákvæði þessu sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Samgöngustofu.
[Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. júlí 2022.] 1)] 2)
    1)L. 135/2021, 1. gr. 2)L. 41/2021, 1. gr.