Alþingi

Valmynd


Hlusta


Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands

2020 nr. 64 22. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2021.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við forsætisráðherra eða forsætisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Markmið og gildissvið.
Markmið laga þessara er að takmarka eins og frekast er unnt áhrif hagsmunaárekstra á störf æðstu stjórnenda sem starfa innan Stjórnarráðs Íslands.
Með æðstu stjórnendum er í lögum þessum átt við ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra í Stjórnarráði Íslands. Þá gilda lögin einnig um aðstoðarmenn ráðherra eftir því sem nánar er mælt fyrir um í 2.–8. gr.
Með hagsmunavörðum er átt við einstaklinga sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni.
2. gr. Hagsmunaskráning og gjafir.
Æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum ráðherra er skylt að tilkynna um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu. Allar umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum skulu tilkynntar jafnóðum.
Æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum ráðherra er skylt að tilkynna um allar gjafir sem þeir fá í tengslum við starf sitt og öll önnur hlunnindi og fríðindi, hvaða nafni sem þau nefnast.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er ekki skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.,
    e. gjafir, hlunnindi eða fríðindi í tengslum við starf að verðmæti undir 50.000 kr. á ársgrundvelli.
3. gr. Aukastörf.
Störf æðstu stjórnenda og aðstoðarmanna ráðherra teljast full störf. Þeim er óheimilt að sinna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá 1. mgr. ef fyrirhugað aukastarf telst til mannúðarstarfa, kennslu- eða fræðistarfa, vísindarannsókna, listsköpunar eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf viðkomandi í Stjórnarráði Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka. Beiðni um undanþágu skal afgreidd innan 30 daga frá því að hún berst. Um málsmeðferð fer eftir stjórnsýslulögum eins og við getur átt.
4. gr. Hagsmunaverðir.
Samskipti hagsmunavarða og stjórnvalda skulu ávallt byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og grundvallast á jafnræði.
Skylt er að skrá upplýsingar um samskipti stjórnvalda og hagsmunavarða í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, laga um opinber skjalasöfn og laga um Stjórnarráð Íslands. Upplýsingar um aðkomu hagsmunavarða og annarra einkaaðila að samningu stjórnarfrumvarpa skal tilgreina í greinargerð með þeim.
Áður en hagsmunavörður leitast við að hafa áhrif á störf stjórnvalda fyrir hönd einkaaðila er honum skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt. Lögaðilum og félagasamtökum er heimilt að senda tilkynningu um einstaklinga sem sinna hagsmunagæslu í umboði þeirra. Í tilkynningu skal greina:
    a. nafn og kennitölu hagsmunavarðar,
    b. vinnuveitanda og starfsstöð,
    c. hlutverk, þ.e. fyrir hönd hvaða aðila hagsmunavörður kemur fram og helstu hagsmuni þeirra; taka skal fram hvort hlutverkið er viðvarandi eða tilfallandi og hvenær gert er ráð fyrir að því ljúki.
Hagsmunavörður skal tilkynna um þegar hann sinnir ekki lengur hagsmunagæslu.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er hagsmunavörðum ekki skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt vegna meðferðar mála á grundvelli stjórnsýslulaga.
5. gr. Starfsval að loknum opinberum störfum.
Þegar æðstu stjórnendur og aðstoðarmenn ráðherra láta af störfum í Stjórnarráði Íslands er þeim óheimilt að nota upplýsingar sem þeir höfðu aðgang að í krafti starfs síns fyrir hið opinbera sér eða öðrum til óeðlilegs ávinnings.
Æðstu stjórnendum er óheimilt að gerast hagsmunaverðir, sbr. 3. mgr. 1. gr. og 4. gr., í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá 2. mgr. ef ljóst er að lítil eða engin hætta er á hagsmunaárekstrum, t.d. þegar fyrirhugað starf er eðlisólíkt því opinbera starfi sem viðkomandi sinnti áður. Beiðni um undanþágu skal afgreidd innan 30 daga frá því að hún berst. Um málsmeðferð fer eftir stjórnsýslulögum eins og við getur átt.
Ef ráðherra synjar um undanþágu skv. 3. mgr. skal beiðandi halda óbreyttum launakjörum, er fyrra starfi fylgdu, út sex mánaða biðtíma eða þar til hann tekur við öðru starfi. Ef launin í nýja starfinu eru lægri skal greiða honum launamismuninn til loka sex mánaða tímabilsins.
6. gr. Ráðgjöf og eftirlit.
Ráðherra sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu og gjafir, hagsmunaverði, aukastörf og starfsval að loknum opinberum störfum skv. 2.–5. gr.
Ráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot æðstu stjórnenda, annarra en ráðherra, sem og aðstoðarmanna ráðherra á ákvæðum 2.–5. gr. Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti um niðurstöðu sína.
7. gr. Varðveisla og birting upplýsinga.
Ráðherra heldur skrá yfir tilkynningar um hagsmuni, gjafir og önnur fríðindi skv. 1. og 2. mgr. 2. gr., undanþágur skv. 2. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 5. gr. og tilkynningar hagsmunavarða skv. 3. og 4. mgr. 4. gr.
Skrár skv. 1. mgr. skulu birtar almenningi á vef Stjórnarráðs Íslands.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er óheimilt að birta opinberlega þann hluta skránna sem tekur til skrifstofustjóra og sendiherra og er hann jafnframt undanþeginn upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um þann hluta skránna sem tekur til maka og ólögráða barna á framfæri æðstu stjórnenda og aðstoðarmanna ráðherra og til kennitölu og starfsstöðvar hagsmunavarða. Ráðherra getur þó ákveðið að birta upplýsingar úr skránni þegar almannahagsmunir krefjast þess, þó ekki þann hluta sem tekur til maka og ólögráða barna á framfæri þeirra sem lögin fjalla um.
8. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um viðmið tengd skráningu og birtingu upplýsinga um hagsmuni, gjafir, fríðindi og hlunnindi skv. 2. gr., heimil aukastörf skv. 3. gr., viðmið um það hvenær hagsmunavörðum er skylt að tilkynna um sig og hlutverk sitt skv. 4. gr. og viðmið um veitingu undanþágu frá biðtíma skv. 5. gr. og meðferð persónuupplýsinga og varðveislu og eyðingu upplýsinga.
Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að kveða á um að aðrir starfsmenn Stjórnarráðs Íslands en þeir sem tilgreindir eru í 2. mgr. 1. gr. skuli tilkynna næsta yfirmanni skriflega um tiltekna hagsmuni sína, fríðindi, hlunnindi, gjafir og aukastörf. Hvert ráðuneyti heldur skrá yfir tilkynningar starfsmanna sinna samkvæmt framangreindu en óheimilt er að birta þær almenningi og þær eru jafnframt undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.
9. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.
Ákvæði til bráðabirgða.
Starfsmönnum Stjórnarráðs Íslands sem lög þessi taka til er heimilt að sinna aukastörfum sem þeir hafa með höndum við gildistöku laganna án þess að afla til þess undanþágu skv. 2. mgr. 3. gr.
Þú ert hér: Forsíða > Lagasafn > Lög

Lagasafn

  • Kaflar lagasafns
  • Lög samþykkt á Alþingi
  • Brottfallin lög
  • Nýlega samþykkt lög
  • Um lagasafn
  • Leiðbeiningar
  • Hvernig á að tengja í lög?
  • Zip-skrá af lagasafni

  • Þingfundir og mál
    • Tilkynningar
    • Þingmálalistar
      • Laga­frumvörp
      • Þings­ályktunar­tillögur
      • Fyrirspurnir
      • Skýrslur, álit og beiðnir
      • Sérstakar umræður
      • Staða mála
      • Þingmál eftir efnis­flokkum
      • Samantektir um þingmál
    • Leit að þingmálum
      • Leit í málaskrám
      • Ítarleit að þingskjölum
      • Einföld orðaleit í skjala­texta
      • Orðaleit í umsögnum
      • Atkvæðagreiðslur
      • Efnisyfirlit
    • Þingfundir og ræður
      • Fundar­gerðir og upp­tökur
      • Dagskrá þingfundar
      • Nýyfirlesnar ræður
      • Einföld orðaleit í ræðum
      • Ítarleit í ræðum
      • Ræður eftir þingum
      • Reglur um ræðutíma
      • Starfs­áætlun Alþingis
      • Mælendaskrá
    • Yfirlit og úttektir
      • Þingsköp
      • Alþingistíðindi
      • Alþingismál 1845-1913
      • Þingmálaskrá ríkisstjórnar
      • Breytingar á stjórnarskrá frá 1944
      • Leiðbeiningar um þingskjöl
      • Efni um stjórnarskrármál
      • Vantrauststillögur
      • Umsókn um aðild að ESB
      • Efni um Icesave
      • Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjárlög
      • Úttektir rannsókna- og upplýsingaskrifstofu
    • Viltu senda umsögn?
    • Lög samþykkt á Alþingi
    • Nýjar þingsályktanir
  • Þingmenn
    • Alþingismenn
      • Alþingismenn
      • Sitjandi aðal- og vara­þing­menn
      • Netföng og símanúmer
      • Heimasíður þingmanna
      • Varamenn sem sitja á Alþingi
      • Varamenn sem hafa tekið sæti
      • Sætaskipun þingmanna
      • Aðstoðarmenn
    • Þingflokkar
      • Um þingflokka
      • Formenn þingflokka
      • Flokkur fólksins
      • Framsóknarflokkur
      • Miðflokkurinn
      • Píratar
      • Samfylkingin
      • Sjálfstæðisflokkur
      • Viðreisn
      • Vinstrihreyfingin - grænt framboð
      • Utan þingflokka
      • Starfsfólk þingflokka
      • Fyrri þingflokkar
    • Kjördæmi
      • Um kjördæmi
      • Reykjavík norður
      • Reykjavík suður
      • Suðvesturkjördæmi
      • Suðurkjördæmi
      • Norðausturkjördæmi
      • Norðvesturkjördæmi
    • Forsetar Alþingis
      • Forseti Alþingis
      • Forsætisnefnd - varaforsetar
      • Forsetatal
    • Ráðherrar - ríkisstjórn
      • Ráðherrar - ríkisstjórn
      • Ráðherrar og ráðuneyti frá 1904
      • Ráðherrar frá 1904
      • Lengstur starfs­aldur í ríkis­stjórn
    • Sögulegur fróðleikur
      • Elstir manna á Alþingi
      • Formenn fastanefnda Alþingis
      • Fulltrúar á Þjóðfundinum 1851
      • Kjörnir fulltrúar sem tóku aldrei sæti á Alþingi
      • Konungsfulltrúar
      • Landshöfðingjar
      • Lengstur starfs­aldur þing­manna á Alþingi
      • Skrifstofustjórar Alþingis
      • Yngstir kjörinna alþingismanna
      • Yngstu vara­menn á Alþingi
      • Fyrsta þing þingmanna
    • Hagsmunaskrá - siðareglur
      • Um skráningu hagsmuna
      • Hagsmunaskrá
      • Siðareglur
      • Brot á siðareglum
    • Alþingismannatal
      • Kosningarréttur og konur á Alþingi
      • Æviágrip þingmanna frá 1845
      • Leit í alþingismannatali
      • Ýmsar skammstafanir
      • Félag fyrrverandi alþingismanna
      • Raddsýnishorn
    • Starfskjör alþingismanna
      • Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna
      • Starfskjör þingmanna
      • Þingfararkaup - laun þingmanna
      • Þingfararkostnaður
      • Árnessjóðurinn - orlofssjóður
      • Ýmis eyðublöð
      • Aðstoðarfólk þingmanna
    • Þingtímabil
      • Númer löggjafar­þinga og tímabil
      • Kjördagar
      • Þingrof
      • Þing­setu­tími - númer ráð­gjafar­þinga 1845-1873
      • Tími frá alþingiskosningum til stjórnarskipta frá 1946
    • Tilkynningar
    • Alþingiskosningar
      • Almennar upplýsingar
      • Kosningar og kosningaúrslit
  • Nefndir
    • Dagskrá nefndarfunda
    • Viltu senda umsögn?
      • Leiðbeiningar um umsagnir um þingmál
      • RSS-áskrift að málum í umsagnarferli
    • Tilkynningar
    • Fastanefndir
      • Allsherjar- og menntamálanefnd
      • Atvinnuveganefnd
      • Efnahags- og viðskiptanefnd
      • Fjárlaganefnd
      • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
      • Umhverfis- og samgöngunefnd
      • Utanríkismálanefnd
      • Velferðarnefnd
    • Aðrar nefndir
      • Alþjóðanefndir
      • Forsætisnefnd
      • Framtíðarnefnd
      • Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa
      • Kjörbréfanefnd
      • Sérnefndir
      • Þingskapanefnd
      • Stjórnir, nefndir og ráð kosin af Alþingi
      • Nefndir skipaðar af forseta og forsætisnefnd Alþingis
      • Endurskoðun kosningalaga
    • Nefndastörf
      • Starfsreglur fastanefnda Alþingis
      • Störf fastanefnda
      • Fundargerðir nefnda
      • Upptökur af opnum fundum nefnda
      • Fundartímar fastanefnda
      • Skipan nefnda
      • Sögulegt yfirlit
      • Þingmál til umfjöllunar í þingnefndum
      • EES mál
      • Önnur mál nefnda
    • Rannsóknir
      • Rannsóknarnefndir Alþingis
      • Íbúðalánasjóður
      • Sparisjóðir
      • Fall íslensku bankanna
      • Greinar­gerð um rannsóknar­nefndir
      • Saksóknarnefnd og saksóknari Alþingis
    • Leitarvalmyndir
      • Orðaleit í erindum og umsögnum
      • Orðaleit í fundargerðum nefnda
      • Leit að skipan í nefndum
    • Erindi og umsagnir
      • Leiðbeiningar um ritun umsagna
      • Erindi
      • Viðtakendur umsagnabeiðna
      • Sendendur erinda
  • Alþjóðastarf
    • Íslandsdeildir
      • Alþjóða­þingmanna­sambandið
      • Evrópuráðs­þingið
      • Þingmanna­nefndir EFTA og EES
      • NATO-þingið
      • Norðurlandaráð
      • Vestnorræna ráðið
      • Þingmanna­ráðstefnan um norðurskauts­mál
      • Þing Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu
    • Tilkynningar
    • Yfirlit og starfsreglur
      • Markmið alþjóðastarfsins
      • Þátttaka í alþjóðastarfi
      • Frásagnir af alþjóðastarfi
      • Starfsreglur
      • Yfirlit yfir Íslands­deildir
      • Sögulegt yfirlit
    • Annað alþjóðastarf
      • Alþjóðastarf forseta Alþingis
      • Annað alþjóðastarf sem heyrir undir forseta Alþingis
      • Sameiginleg þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sambandsins
  • Lagasafn
    • Kaflar lagasafns
    • Lög samþykkt á Alþingi
    • Brottfallin lög
      • 1990-1995
    • Nýlega samþykkt lög
    • Um lagasafn
    • Leiðbeiningar
    • Hvernig á að tengja í lög?
    • Zip-skrá af lagasafni
  • Ályktanir Alþingis
  • Um Alþingi
    • Skrifstofa Alþingis
      • Skipurit og hlutverk
      • Netföng og símanúmer
      • Mannauðsmál
      • Laus störf
      • Rekstraryfirlit
      • Jafnlaunavottun
    • Upplýsingar um Alþingi
      • Um hlutverk Alþingis
      • Hvernig getur þú haft áhrif?
      • Þingsköp
      • Reglur settar af forsætis­nefnd
      • Upplýs­ingar um þing­störfin
      • Áskrift að efni á vef Alþingis
      • Um vef Alþingis
      • Rannsóknaþjónusta - bókasafn
    • Fræðslu- og kynningarefni
      • Um Alþingis­húsið
      • Nýbygging á Alþingisreit
      • Skólaþing
      • Ungmennavefur
      • Kynning og saga
      • 100 ára fullveldi 2018
      • Alþingi kynningar­bæklingur
      • Háttvirtur þingmaður - handbók
      • Reglur um notkun merkis Alþingis
      • Orðskýringar
    • Stofnanir, stjórnir og nefndir
      • Stjórnir, nefndir og ráð kosin af Alþingi
      • Nefndir skipaðar af forseta og forsætisnefnd Alþingis
      • Ríkis­endurskoðun
      • Umboðs­maður Alþingis
      • Jónshús
      • Landskjör­stjórn
      • Rannsóknar­nefndir Alþingis
    • Útgefið efni
      • Handbækur Alþingis
      • Ársskýrslur Alþingis
      • Skýrsla um eftirlit Alþingis með framkvæmdar­valdinu
      • Skýrsla um traust til Alþingis
      • Með leyfi forseta
    • Heimsóknir í Alþingishúsið
      • Heimsóknir hópa
      • Alþingishús - aðgengi
      • Fjölmiðlafólk í Alþingis­húsinu
      • Útiþrautaleikur um Alþingishúsið

  • Dansk
  • English

Leita á vefnum


  • Veftré
  • Orðskýringar
  • Alþingistíðindi
  • Skólaþing
  • Ungmennavefur

  • Hakið
  • Vefpóstur
  • Þingmannagátt
  • Fundagátt
  • Rafrænir reikningar

Skrifstofa Alþingis - Hafa samband, 101 Reykjavík, althingi@althingi.is, Sími 563 0500, Sjá á korti
Kt. 420169-3889

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til ritstjori@althingi.is.

Jafnlaunavottun 2022-2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica