38. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. janúar 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Njörður Sigurðsson (NS), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Þorsteinn Víglundsson og Karen Elísabet Halldórsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 341. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Valfells og Ólaf Sigurðsson frá FRAMÍS, samtökum framtaksfjárfesta.

3) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Katrínu Júlíusdóttur og Jón Ómarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

4) 451. mál - lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 370. mál - verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning Kl. 09:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

6) 82. mál - ársreikningar og hlutafélög Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00