85. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn laugardaginn 12. júní 2021 kl. 09:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 79.-84. fundar voru samþykktar.

2) 697. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

3) 700. mál - breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign Kl. 09:35
Nefndin samþykkti að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins í stað Óla Björns Kárasonar.
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með frávísunartillögu.

4) 441. mál - vextir og verðtrygging Kl. 09:35
Nefndin samþykkti að Þórarinn Ingi Pétursson yrði framsögumaður málsins í stað Óla Björns Kárasonar.
Allir viðstaddir nefndarmenn utan Óla Björns Kárasonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit með frávísunartillögu.

5) 688. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:37
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með frávísunartillögu, þar af Ólafur Þór Gunnarsson með fyrirvara.

6) 360. mál - græn atvinnubylting Kl. 09:39
Nefndin samþykkti að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yrði framsögumaður málsins í stað Oddnýjar G. Harðardóttur.
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Smári McCarthy skrifuðu undir nefndarálit framsögumanns.

7) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00