53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. júní 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 679. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason, Elínu Guðjónsdóttur og Guðlaugu Maríu Valdemarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Óskar Helga Albertsson og Bjarna A. Lárusson frá Skattinum, Jóhannes Jóhannesson frá Bílgreinasambandinu og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) 569. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinar Örn Steinarsson og Vilmar Frey Sævarsson, Ágúst Hjört Ingþórsson og Lýð Skúla Erlendsson frá Rannís og Kristján Gunnarsson og Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Skattinum.

4) 594. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:30
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögum standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ákvað að funda utan hefðbundins fundartíma.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55