8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. október 2014 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:00

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 7.fundar samþykkt.

2) 240. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Ögmundsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir frá ríkisskattstjóra, Þórey Þórðardóttir frá landssamtökum lífeyrissjóða og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Gestirnir fór yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/14/EB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mætti Eva H. Baldursdóttir og fór yfir efni tilskipunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00