13. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Brynjar Níelsson og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerð 12. fundar.

2) 139. mál - peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Jóna Björk Guðnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og fóru yfir athugasemdir sínar við frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016 Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Jóna Björk Guðnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Gunnar Valur Sveinsson og Hendrik Berndsen frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Sigurjón Högnason frá KPMG, Jóhannes Svavar Rúnarsson og Bryndís Haraldsdóttir frá Strætó bs. og Jón Daði Ólafsson frá Go Green/ Rental 1. Gestir fóru yfir athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30