23. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:09
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:09
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:31
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:21

Páll Magnússon og Birgir Þórarinsson véku af fundinum kl. 11:28 og Njáll Trausti Friðbertsson kl. 11:29.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 364. mál - fjáraukalög 2019 Kl. 09:05
Til fundarins komu Gissur Pétursson, Inga Birna Einarsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Svanhvít Jakobsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson og Bjarnheiður Gautadóttir frá félagsmálaráðuneytinu. Farið var yfir þá liði frumvarpsins sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu gestirnir siðan spurningum nefndarmanna.
Kl. 9:55. Jón Loftur Björnsson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun. Þeir fóru yfir umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 10:39
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Rætt var um bréf Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar dags. 7. nóvember 2019 um málefni Íslandspósts. Einnig var rætt um fjárveitingar Ríkisendurskoðunar og verkefni ársins 2019 samkvæmt minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá 4. október sl. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um fyrrgreind málefni.

3) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 11:37
Til fundarins komu Gunnar Svavarsson frá Nýj­um Land­spít­ala ohf., Sigurður Helgi Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Dagný Leifsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Rætt var um framkvæmdir við Nýjan Landspítala og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um þau mál.

4) Önnur mál Kl. 12:32
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 12:33
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:34