8. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. desember 2021 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:12
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:37
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:03

Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í upphafi fundar í fjarveru formanns. Eyjólfur Ármannsson sem áður var varamaður Ingu Sæland verður nú fastur nefndarmaður. Formaður kom til fundarins kl. 9:12 og tók þá við fundarstjórn. Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason og Ingibjörg Ólöf Isaksen tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Allir gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 09:00
Til fundarins komu Anna Hrefna Ingimundardóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 10:05. Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Róbert Farestveit frá ASÍ.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Samþykkt var að senda fjármálastefnu til umsagnar. Farið var yfir starfið sem framundan er. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:56