23. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. desember 2013 kl. 17:32


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 17:32
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 17:40
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 17:32
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 17:32
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 17:32
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 17:32
Karl Garðarsson (KG), kl. 17:33
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir VigH, kl. 17:32
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 17:43

Vigdís Hauksdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 17:34
Fjármála- og efnahagsmálaráðuneyti: Nökkvi Bragason, Hrafn Steinarsson, Maríanna Jónasdóttir og Elín Guðjónsdóttir. Farið var yfir frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013.

2) Önnur mál Kl. 19:10
Varaformaður upplýsti nefndina um fyrirhugaða fjárbeiðni vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna. Málið verður kynnt nánar á fundi nefndarinnar á morgun.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 19:14
Fundargerðin var samþykkt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Páli Jóhanni Pálssyni, Oddnýju G. Harðardóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur, Haraldi Benediktssyni, Karli Garðarssyni og Valgerði Gunnarsdóttur.

Fundi slitið kl. 19:18