24. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:11
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:12
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:09
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:11
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:11
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:28
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir KG, kl. 09:28
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:11

Vigdís Hauksdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.
Haraldur Benediktsson kom kl. 9:28 þar sem hann var á fundi atvinnuveganefndar fram að þeim tíma. Haraldur vék af fundi kl. 12:16.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 09:11
Innanríkisráðuneyti: Pétur Fenger og Sveinn Bragason. Velferðarráðuneyti: Sturlaugur Tómasson og Hrönn Ottósdóttir.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Gísli Magnússon og Auður B. Árnadóttir.
Forsætisráðuneyti: Óðinn H. Jónsson og Eydís Eyjólfsdóttir.
Rætt var um þá þætti frumvarps til fjáraukalaga 2013 sem eru á ábyrgðarsviði hvers ráðuneytis.

2) Önnur mál Kl. 12:20
Rætt var um starfið fram undan. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 12:26
Fundargerðin var samþykkt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Oddnýju G. Harðardóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur, Haraldi Benediktssyni, Valgerði Gunnarsdóttur og Páli Jóhanni Pálssyni.

Fundi slitið kl. 12:30