27. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:04
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir ValG, kl. 09:00

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:30 til að fara á fund hjá atvinnuveganefnd. Hann kom til baka á fund fjárlaganefndar kl. 11:57. Guðlaugur Þór vék af fundi kl. 13:01 og kom til baka kl. 14:30. Vigdís Hauksdóttir vék af fundi kl. 14:17 og kom til baka kl. 15:36. Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 09:00
Kl. 9.00 - Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Ríkisendurskoðun kynnti minnisblað dagsett 6. desember 2013 um umsögn stofnunarinnar um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013.

Fundarhlé kl. 10.30-11.15

Kl. 11.15 - fjármála- og efnahagsráðuneyti: Nökkvi Bragason, Maríanna Jónasdóttir, Hrafn Steinarsson og Björn Þór Hermannsson. Lagðar voru fram breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við 2. umræðu frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2013.

2) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 10:05
Arion banki: Regína Bjarnadóttir. Fulltrúi bankans fór yfir ýmis atriði í þjóðhagsspá 2014.

Fundarhlé kl. 10.30-11.15.

Kl. 14.00 - fjármála- og efnahagsráðuneyti: Nökkvi Bragason, Maríanna Jónasdóttir, Hrafn Steinarsson og Björn Þór Hermannsson. Lagðar voru fram breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við 2. umræðu frv. til fjárlaga fyrir árið 2014.

Oddný G. Harðardóttir tók við fundarstjórn kl. 14:17 þar sem formaður vék af fundi og varaformaður var einnig fjarverandi. Guðlaugur Þór Þórðarson tók við fundarstjórn kl. 14:30.

3) Önnur mál Kl. 16:20
Fleiri mál voru ekki rædd.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 16:21
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson, Sigurður Páll Jónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Fundi slitið kl. 16:28