28. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 7. desember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:14
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 10:14
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:14
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir BP, kl. 10:14
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:56
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:14
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 10:14
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir BjG, kl. 10:14
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir ValG, kl. 10:14

Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Steingrímsson véku af fundi kl. 12.20.
Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 10:14
Ákveðið var að fresta umræðu um frumvarpið.

2) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 10:14
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Gísli Magnússon og Arnór Guðmundsson. Farið var yfir þann hluta frumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins.

Lagt fram nefndarálit um frumvarpið auk breytingartillögu við það.
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013 var afgreitt úr fjárlaganefnd til 2. umræðu með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Karls Garðarssonar, Haraldar Benediktssonar, Unnar Brár Konráðsdóttur og Sigurðar Páls Jónssonar.
Minni hluti nefndarinnar, Oddný Harðardóttir Brynhildur Pétursdóttir og Bjarkey Gunnardóttir, sitja hjá við afgreiðslu málsins en munu leggja fram sérstakt nefndarálit. Bjarkey og Brynhildur hafa tekið þátt í efnislegri umfjöllun nefndarinnar um málið og rita undir nefndarálit minni hlutans og var vilji þeirra staðfestur í símtali á nefndarfundinum.

3) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki rætt.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 12:15
Fundargerðin var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Oddnýju Harðardóttur, Karli Garðarssyni, Haraldi Benediktssyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Sigurði Páli Jónssyni.

Fundi slitið kl. 12:40