34. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. desember 2013 kl. 08:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:47
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:05
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:16
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÁsmD, kl. 08:05

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 08:06
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Rætt var um breytingar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013.

2) Önnur mál Kl. 08:58
Formaður lítur alvarlegum augum að trúnaðarmál fjárlaganefndar hafi birst opinberlega. Formaður mun taka þetta mál upp við forseta þingsins. Nefndarmenn tóku undir með formanni.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 09:15
Fundargerðin var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Oddnýju G. Harðardóttur, Willum Þór Þórssyni, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Brynhildi Pétursdóttur, Haraldi Benediktssyni, Karli Garðarssyni, Valgerði Gunnarsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni.

Fundargerð 32. fundar var samþykkt af sömu nefndarmönnum.

Fundi slitið kl. 09:20