60. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:02
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:06
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:02
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:06
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:02
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:09

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna starfa í annarri þingnefnd. Haraldur Einarsson, varamaður Ásmundar Einars Daðasonar, var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 508. mál - opinber fjármál Kl. 09:07
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Guðmundur Árnason, Þórhallur Arason, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Nökkvi Bragason og Björn Rögnvaldsson. Frumvarp til laga um opinber fjármál var kynnt fyrir fjárlaganefnd.
Ríkisendurskoðun: Ingi K. Magnússon. Þar sem í fundarboði kom fram að ræða ætti markaðar tekjur var ákveðið að Ríkisendurskoðun kæmi síðar á fund nefndarinnar til að ræða frumvarp til laga um opinber fjármál.

2) Önnur mál Kl. 10:49
Ríkisendurskoðun: Ingi K. Magnússon. Rætt var um frumvarp um markaðar tekjur.

Fleira var ekki rætt.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:14
Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Guðlaugsson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Einarsson, Karl Garðarsson og Valgerður Gunnarsdóttir samþykktu fundargerð.

Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Guðlaugsson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Einarsson, Karl Garðarsson og Valgerður Gunnarsdóttir samþykktu fundargerðir 57.-59. fundar.

Fundi slitið kl. 11:15