20. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:09
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10

Jón Þór Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 367. mál - fjáraukalög 2014 Kl. 09:00
Innanríkisráðuneyti: Pétur Fenger.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Guðrún Gísladóttir.
Velferðarráðuneyti: Sturlaugur Tómasson og Hrönn Ottósdóttir.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Gísli Magnússon og Auður Björg Árnadóttir.
Farið var yfir þá liði í frumvarpi til fjáraukalaga 2014 sem eru á ábyrgðarsviði hvers ráðuneytis.

2) 25. mál - fjármögnun byggingar nýs Landspítala Kl. 11:46
Lögð fram umsögn til velferðarnefndar um þingskjal 25, 25. mál, sem er tillaga til þingsályktunar um fjármögnun byggingar nýs Landspítala. Umsögnin var afgreidd úr nefndinni með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Haraldar Benediktssonar, Karls Garðarssonar og Ásmundar Daða Einarssonar. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi við afreiðslu málsins.
Minni hlutinn, en hann skipa Oddný Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir, ætlar að skoða málið betur.

3) Önnur mál Kl. 11:52
Rætt um starfið fram undan.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:53
Frestað.

Fundargerð 19. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:59