6. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. september 2015 kl. 08:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:45
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:52
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:53
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:59
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:42

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:58. Fundur hófst aftur að loknu hádegishléi kl. 13:10. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom aftur til baka á fundinn kl. 13:35. Vigdís Hauksdóttir kom kl. 13:45 og Brynhildur Pétursdóttir kl. 13:57 en þær voru við önnur störf á vegum Alþingis í hádegishléi. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:29. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 14:35 og kom til baka kl. 14:51. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 14:40.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu:
Frá innanríkisráðuneyti: Ragnhildur Hjaltadóttir, Pétur U. Fenger og Sigurbergur B. Björnsson.
Næst komu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Guðrún Gísladóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir. Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdaliði flugmálaáætlunar 2015 ásamt endurskoðaðri framkvæmdaáætlun frá 5. ágúst 2015.
Næst komu frá utanríkisráðuneyti: Harald Aspelund, Jörundur Valtýsson og Marta Jónsdóttir.
Næst komu frá umhverfisráðuneyti: Sigríður Auður Arnardóttir, Hugi Ólafsson og Stefán Guðmundsson.
Þá komu frá Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Farið var yfir skriflega umsögn stofnunarinnar um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016.
Loks komu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Gísli Magnússon, Auður B. Árnadóttir, Helgi F. Kristinsson og Marta G. Skúladóttir.
Fulltrúar ráðuneytanna lögðu fram kynningarefni og ræddu þau mál í fjárlagafrumvarpi 2016 sem eru á ábyrgðasviði þeirra og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

2) 148. mál - opinber fjármál Kl. 15:00
Þessum dagskrárlið var frestað.

3) Önnur mál Kl. 15:05
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:06