23. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:37
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:37
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:48
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:09
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:37
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:37
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:42

Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 11:00 til að fara á fund þingflokksformanna. Páll Jóhann Pálsson vék af fundi kl. 11:00. Brynhildur Pétursdóttir vék af fundi kl. 11:10 og Valgerður Gunnarsdóttir kl. 11:25.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 304. mál - fjáraukalög 2015 Kl. 09:42
Til fundar við fjárlaganefnd komu Guðmundur Árnason og Sigurður Helgi Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í 4. gr. frumvarps til fjáraukalaga fyrir árið 2015 er óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð Íslands til að gerast stofnaðili að Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB). Gestirnir lögðu fram minnisblað um heimildarbeiðnina og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið. Einnig kynntu þeir núverandi aðild Íslands að fjölþjóðalánastofnunum.
Frá Vegagerðinni komu kl. 10:30 Haraldur Hreinsson, Hannes Már Sigurðsson og Magnús V. Jóhannesson. Frá innanríkisráðuneytinu kom Pétur Fenger. Fulltrúar Vegagerðarinnar lögðu fram minnisblað um uppsafnaðan halla á vetrarþjónustu, styrkja til flugrekstrar, viðhalds og nýframkvæmda við vego o.fl. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um minnisblaðið og samgöngumál.

2) Önnur mál Kl. 11:44
Rætt var um vinnuna fram undan.

3) Fundargerð Kl. 11:45
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:45