27. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. nóvember 2015 kl. 09:35


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:35
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:36
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:35
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:35
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:35
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:17

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu frá Landspítalanum Páll Matthíasson og María Heimisdóttir og frá velferðarráðuneytinu Hlynur Hreinsson og Hrönn Ottósdóttir. Fulltrúar Landspítalans lögðu fram minnisblað um launabætur og kostnaðaráhrif af kjarasamningi lækna. Einnig var lagt fram bráðabirgðayfirlit yfir rekstur spítalans fyrstu tíu mánuði ársins. Rætt var um fjárhagsstöðu Landspítalans og svörðuðu gestirnir spurningum nefndarmanna. Einnig voru lagðar fram á fundinum nýjar tillögur ríkisstjórnarinnar til breytinga á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016.

2) 304. mál - fjáraukalög 2015 Kl. 10:16
Á fund nefndarinnar kom Sveinn Arason frá Ríkisendurskoðun. Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu Gísli Magnússon og Helgi Freyr Kristinsson. Rætt var um tillögu um nýja heimild, 7.13, til breytinga á 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2015 um að heimila Landbúnaðarháskóla Íslands að auka hlutafé sitt í Hvanneyrarbúinu ehf. um 3,7 millj. kr.
Lagðar voru fram breytingartillögur við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2015 og álit meiri hluta nefndarinnar. Nefndarálit meiri hluta ásamt breytingartillögum hans var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Ásmundar Einars Daðasonar, Páls Jóhanns Pálssonar, Haraldar Benediktssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur.
Oddný G. Harðardóttir, Katrín Jakobsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og munu leggja fram álit minni hluta.

3) Önnur mál Kl. 10:36
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:36
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:36