56. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. maí 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:45
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:48

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:30
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu Guðrún Ögmundsdóttir og Hrafn Hlynsson og kynntu frumvarp til laga um opinber innkaup. Þau lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni gömlu viðskiptabankanna, samningar við skilanefndir Kl. 10:20
Formaður lagði fram bréf til Ríkisendurskoðunar, Fjársýslu ríkisins og Bankasýslu ríkisins í tengslum við endurreisn bankakerfisins og samninga við skilanefndir gömlu bankanna. Minni hluti nefndarinnar gerði athugasemdir við verklag meiri hlutans við framsetningu málsins og mun leggja fram bókun vegna þess á næsta fundi nefndarinnar. Bréfin verða því send viðtakendum frá meiri hluta nefndarinnar í dag.

3) 374. mál - lokafjárlög 2014 Kl. 10:40
Lögð voru fram drög að nefndaráliti. Rætt var um frumvarpið og er gert ráð fyrir að það verði afgreitt úr nefndinni miðvikudaginn 5. maí n.k.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Rætt var um þá vinnu sem framundan er í maí.

5) Fundargerð Kl. 11:52
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:56