64. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:12

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 09:00
Til fundar við nefndina komu frá forsætisráðuneytinu Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson og Heiður Margrét Björnsdóttir. Gestirnir lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málum á verkefnasviði ráðuneytisins sem kynnt eru í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni gömlu viðskiptabankanna, samningar við skilanefndir Kl. 10:36
Formaður kynnti stöðu málsins og skýrði frá þeim gögnum sem borist hafa nefndinni vegna þess.

3) 763. mál - heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju Kl. 10:39
Formaður fór yfir málið og var ákveðið að óska umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

4) 665. mál - opinber innkaup Kl. 10:42
Rætt var um þá vinnu sem framundan er við vinnslu málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Rætt var um þá vinnu sem framundan er í störfum nefndarinnar.

6) Fundargerð Kl. 12:13
Fundargerðir 61., 62. og 63. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 10:47