34. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. desember 2015 kl. 18:40


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 18:40
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 18:40
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:40
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 18:40
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 18:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 18:40
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 18:40
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 18:40
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 18:40
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 18:40

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 22:00.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 18:41
Til fundar við nefndina komu frá Seðlabanka Íslands Sigríður Benediktsdóttir, Guðmundur Sigbergsson, Gunnar Gunnarsson og Steinn Friðriksson. Gestirnir ræddu ýmis mál er varða stöðugleikaframlög föllnu bankanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um þau.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom Karl Björnsson. Rætt var um samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
Frá Landspítalanum komu Páll Matthíasson, María Heimisdóttir, Þorbjörn Jónsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Reynir Arngrímsson. Rætt var um fjárhagsstöðu Landspítalans.
Frá Ríkisútvarpinu komu Magnús Geir Þórðarson, Guðlaugur G. Sverrisson, Anna B. Sigurðardóttir, Margrét Magnúsdóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Mörður Árnason og Kristinn Dagur Gissurarson. Rætt var um fjárhagsmálefni Ríkisútvarpsins. Fundurinn með Ríkisútvarpinu var opinn fjölmiðlum.
Frá Ríkisendurskoðun komu Ingi K. Magnússon og Jón L. Björnsson. Rætt var um stöðugleikaframlög föllnu bankanna.

2) Önnur mál Kl. 22:35
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 22:38
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 22:40