6. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 08:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 08:45
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:08
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 08:30
Til fundarins komu Karl Björnsson, Sigurður Snævarr og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir lögðu fram og kynntu umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:04 kom Ester Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún lagði fram og kynnti yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs og vaxtakostnað og svaraði spurningum nefndarmanna um þau mál.
Kl. 9:35 komu Páll Matthíasson og María Heimisdóttir frá Landspítalanum. Þau lögðu fram greinargerð og kynntu stöðu og rekstrarhorfur spítalans. Einnig komu Ólafur Darri Andrason, Sveinn Magnússon, Dagný Brynjólfsdóttir, Hlynur Hreinsson, Ása Þórhildur Þórðardóttir,Vilborg Ingólfsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. Fulltrúar Landspítalans véku af fundinum kl. 11:57 en þá var fundað með fulltrúum ráðuneytisins sem lögðu fram og fóru yfir ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins yfir rekstur spítalans.

2) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:11
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 12:12