7. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 15:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 15:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 15:00

Oddndý G. Harðardóttir kom til fundarins kl. 15:41 og vék þá Guðjón S. Brjánsson af honum.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 15:00
Til fundarins mættu Ragnhildur Hjaltadóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Sigurbergur Björnsson, Pétur Fenger og Friðfinnur Skaftason frá Innanríkisráðuneytinu. Þá komu Hreinn Haraldsson, Hannes Már Sigurðsson, Eiríkur Bjarnason og Sigurður Áss Grétarsson. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins luku við að fara yfir málefnasvið ráðuneytisins frá síðasta fundi og var síðan farið yfir samgöngumál ásamt Vegagerðinni. Lögð voru fram minnisblöð um þau verkefni sem fyrirhugað er að vinna að samkvæmt samgönguáætlun.

2) Önnur mál Kl. 18:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 18:11
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 18:11