12. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2016 kl. 09:10


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:39
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:16
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:26
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:10

Haraldur Benediktsson vék af fundinum kl. 10:20 og kom til baka kl. 11:25.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram vinnu sinni við fjárlagafrumvarpið.
Kl. 10:09 komu Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Hlynur Hreinsson, Vilborg Ingólfsdóttir, Ása Þórhildur Þórðardóttir og
Guðrún Sigurjónsdóttir frá Velferðarráðuneytinu. Farið var yfir ýmsa fjárlagaliði ráðuneytisins.
Fundi var frestað til kl. 14:15. Þá mættu Gísli Magnússon, Karitas Gunnarsdóttir, Auður Björg Árnadóttir og Þórarinn Sólmundarson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Einkum var rætt um fyrirkomulag styrkveitinga og eftirlit með þeim. Lagt var fram minnisblað með svörum við fyrirspurn nefndarinnar. Gestirnir véku af fundi kl. 15:07 en nefndin hélt áfram umfjöllun um fjárlagafrumvarpið.

2) Önnur mál Kl. 17:59
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 18:00


Fundi slitið kl. 18:00