30. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:28
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:19
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:19
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:11

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 09:10
Til fundarins komu Leifur Hreggviðsson og Margrét Berg Sverrisdóttir frá Viðskiptaráði Íslands. Þau kynntu umsögn ráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.

2) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 09:32
Til fundarins komu Ágúst Orri Hauksson og Valgeir Bergman fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. Þeir fóru yfir verklega stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng og fjármögnun verkefnisins. Einnig svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

3) 8. mál - lokafjárlög 2015 Kl. 10:54
Lagt var fram nefndarálit og ákveðið að afgreiða málið á fundi nefndarinnar síðar í dag.

4) Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 10:58
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að kjósa Harald Benediktsson í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Að meiri hlutanum standa Haraldur Benediktsson, Hanna Katrín Friðriksson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson.

5) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 10:59
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að kjósa Stellu Kristínu Víðisdóttur í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Að meiri hlutanum standa Haraldur Benediktsson, Hanna Katrín Friðriksson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

7) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03