55. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 19:11


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 19:11
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 19:11
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 19:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 19:11
Lilja Alfreðsdóttir (LA) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 19:13
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 19:11
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 19:11
Páll Magnússon (PállM), kl. 19:11

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 524. mál - jarðgöng undir Vaðlaheiði Kl. 19:11
Lagt var fram nefndarálit. Frumvarpið var afgreitt til 2. umræðu með atkvæðum Haraldar Benediktssonar, Hönnu Katrínar Friðriksson, Páls Magnússonar, Njáls Trausta Friðbertssonar, Lilju Alfreðsdóttur, Oddnýjar G. Harðardóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur. Björn Leví Gunnarsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni og mun leggja fram nefndarálit minni hluta. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi afgreiðslu málsins en hún hefur tekið þátt í efnislegri umfjöllun nefndarinnar um málið og ritar undir nefndarálitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

Björn Leví Gunnarsson bókar eftirfarandi: „Ég tel að Ríkisendurskoðun ætti að skoða þessa viðbótar ríkisábyrgð til Vaðlaheiðargangna hf. og senda fjárlaganefnd ítarlegt minnisblað um hana m.t.t. laga um ríkisábyrgðir og þeirra upplýsinga sem fjárlaganefnd hefur fengið frá ríkisábyrgðasjóði og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Vaðlaheiðargöng ehf. greiða ekkert áhættugjald þar sem það gjald sem fyrirtækið hefur skilað verður tæknilega afskrifað þegar kemur að afskriftum lánaveitinganna árið 2021. Þá greiðir fyrirtækið ekki ábyrgðargjald sem það á að greiða lögum samkvæmt".

Auk þess óska ég eftir að Ríkisendurskoðun skrifi ítarlegt minnisblað um aðkomu Vaðlaheiðargangna ehf. að byggingu flughlaðs við Akureyrarflugvöll. Isavía bendir á að það er ekki á neinni áætlun að byggja flughlað næstu 12 árin en engu að síður er það gert með peningum sem ríkisábyrgð er á sem einungis var heimilt að nota til að byggja Vaðlaheiðargöng.

Ég bóka að útilokað er fyrir nefndina að fullvinna málið þegar gögn jafn umfangsmikil og um ræðir berast nefndinni einungis nokkrum klukkutímum fyrir afgreiðslu málsins í dag.“

2) Önnur mál Kl. 19:20
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 19:23
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:24