15. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 09:02


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:02
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 10:06
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:02
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:02
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:11
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:03

Páll Magnússon vék af fundi kl. 10:25.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 09:02
Til fundarins komu Gunnar Haraldsson, Axel Hall og Ásgeir Brynjar Torfason frá fjármálaráði. Þeir kynntu álitsgerð ráðsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022.

2) Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 11:20
Formaður lagði til að Haraldur Benediktsson sæti áfram í Samstarfsnefndinni. Afgreiðslu málsins var frestað.

3) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 11:22
Formaður lagði til að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson yrðu tilnefnd af fjárlaganefnd. Afgreiðslu málsins var frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:23
Rætt var um tillögu Björns Levís Gunnarssonar um fjölgun í fjármálaráði.

5) Fundargerð Kl. 11:25
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:26