24. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. mars 2018 kl. 09:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:29
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:05

Páll Magnússon vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 09:05
Til fundarins komu Helga Árnadóttir, Vilborg Júlíusdóttir og Lárus Ólafsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestirnir fóru yfir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 10:08
Til fundarins komu Dagný Brynjólfsdóttir og Elsa Friðfinnsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Þær kynntu ráðstöfun viðbótarframlags sem veitt var á fjárlögum 2018 til heilbrigðisstofnana og svöruðu spurningum um hana.

3) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 10:49
Haldinn var símafundur með Ólafi Margeirssyni sem staddur var erlendis. Ólafur fór yfir umsögn sína og svaraði spurningum um efni hennar. Hann mun fljótlega senda nefndinni minnisblað um nánari útfærslu tiltekinna liða.

4) Önnur mál Kl. 11:18
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:19
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:20