45. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. maí 2018 kl. 13:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 13:20
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:05
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:14
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:18

Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 14:36 vegna jarðarfarar.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 13:05
Til fundarins komu Finnborg Salmoe Steinþórsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir frá félagi um femínísk fjárlög. Þær fóru yfir umsögn félagsins um fjármálaáætlunina og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 13:35. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Aðalsteinn Sigurðsson og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Farið var yfir umsögn félagsins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) 167. mál - markaðar tekjur Kl. 14:35
Frumvarpið var afgreitt til annarrar umræðu með samþykki allra nefndarmanna. Þorsteinn Víglundsson áheyrnarfulltrúi lýsti sig einnig sammála afgreiðslu þess. Björn Leví Gunnarsson gerði fyrirvara um að ganga hefði mátt lengra við afnám markaðra tekna. Ágúst Ólafur Ágústsson afgreiddi málið einnig með fyrirvara.

3) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 14:48
Nefndin afgreiddi spurningalista sem sendur verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Auk þess mun nefndin óska eftir öllum gögnum málsins frá ráðuneytinu. Samþykkt var að minni hluti nefndarinnar myndi fara yfir svörin og gögnin og leggja fram minnisblað fyrir fjárlaganefnd um niðurstöður athugunar sinnar.

4) 49. mál - lokafjárlög 2016 Kl. 15:10
Lögð voru fram drög að nefndaráliti sem Haraldur Benediktsson, framsögumaður málsins, kynnti nefndarmönnum. Stefnt er að því að afgreiða málið úr nefndinni mánudaginn 7. maí nk.

5) Önnur mál Kl. 15:22
Samþykkt var að nefndin fundaði 16. maí nk. í þingfundahléi. Fleira var ekki gert.

6) Fundargerð Kl. 15:22
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:23