15. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:22
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 09:05
Á fundinn kom Áslaug Björgvinsdóttir, hdl. og fyrrv. héraðsdómari og gerði grein fyrir sjónarmiðum um eftirlit með dómstólum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:05
Á fundinn komu Helgi Freyr Kristinsson og Þórarinn Sólmundarson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hafliði Pétur Gíslason og Sigurður Guðnason frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Guðmundur R. Jónsson, Hilmar Bragi Janusson og Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 199. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 10:43
Samþykkt tillaga um að Svandís Svavarsdóttir verði framsögumaður málsins.
Einnig samþykkt að senda málið út til umsagnar.

5) 258. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:44
Samþykkt tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins.
Einnig samþykkt að senda málið út til umsagnar.

6) 273. mál - fjarfundir á vegum ráðuneyta og notkun fjarfundabúnaðar Kl. 10:45
Samþykkt tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins.
Einnig samþykkt að málið verði sent út til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um skil á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl., umfjöllun í nefndinni og í þingsal.

Samþykkt að hafa opinn fund í nefndinni um málið með formanni nefndarinnar miðvikud. 29. mars kl. 12:00 - 13:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45