7. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:13
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:13
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:40
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:13
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:41
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:13
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:13

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1756. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) 130. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 39/2016 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Á fundinn komu Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason var skipaður framsögumaður málsins.

3) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir og Þorvaldur Hrafn Yngvason frá utanríkisráðuneyti.

Yfirliti yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir sem Ísland tekur þátt í var dreift á fundinum.

Gestirnir fóru yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir á grundvelli ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðasamtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Norðurslóðamál Kl. 10:05
Á fundinn komu Árni Þór Sigurðsson, Tómas Orri Ragnarsson og Marta Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Eftirfarandi skjölum var dreift á fundinum:
1. Samantekt um málefni norðurslóða (febrúar 2017) til utanríkismálanefndar frá utanríkisráðneyti.
2. Hagsmunir Íslands á norðurslóðum: Tækifæri og áskoranir. Skýrsla forsætisráðuneytis frá september 2016.

Gestirnir fóru yfir stöðu norðurslóðamála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:59
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:00