19. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 323. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Leó Örn Þorleifsson frá Vinnumálastofnun, Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu, Tatjönu Latinovic og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands, Sigrúnu Daníelsdóttur frá Embætti landlæknis, Alexander Kristinn Smárason frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Ingi Maríu Hlíðar Thorsteinsson frá Ljósmæðrafélagi Íslands og Konráð S. Guðjónssong og Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands.

3) 300. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Lilja Rafney Magnús­dótt­ir, Ásmund­ur Friðriks­son, Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son og Vilhjálmur Árnason skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu með fyr­ir­vara. Helga Vala Helgadóttir boðaði sérálit.

4) 361. mál - félagsleg aðstoð og almannatryggingar Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið og ákvað að framsögumaður þess yrði Halla Signý Kristjánsdóttir.

5) 362. mál - greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs Kl. 11:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember og að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður þess.

6) 371. mál - sjúklingatrygging Kl. 11:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20