75. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 13:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:10
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 13:46
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 15:21
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:02
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:04

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Fundargerðir 71., 72., 73. og 74. fundar voru samþykktar.

2) 563. mál - réttindi sjúklinga Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur.

3) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 13:41
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá UMFÍ og Svandísi Önnu Sigurðardóttur og Achola Otieno frá Mannréttindarskrifstofu Reykjavíkurborgar.

4) 762. mál - Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Kl. 14:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hjördísi Evu Þórðardóttur og Maríu Guðjónsdóttur frá félagsmálaráðuneytinu og Þóru Jónsdóttur og Lindu Hrönn Þórisdóttur frá Barnaheill.

Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Árna Múla Jónsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

5) 561. mál - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Kl. 15:14
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögum skrifa Halla Signý Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Birgir Ármannsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Með fyrirvara Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir og Halldóra Mogensen.

6) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 14:49
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 7. og 8. dagskrárlið.

7) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 14:49
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 6. og 8. dagskrárlið.

8) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 14:49
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 6. og 7. dagskrárlið.

9) Önnur mál Kl. 15:18
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 15:48