34. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 10:38.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 33. fundar samþykkt.

2) 450. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Linda Hrönn Þórisdóttir frá Barnaheillum, Aðalsteinn Gunnarsson og Björn Sævar Einarsson frá Æskunni-barnahreyfingu IOGT, Bjarni Freyr Guðmundsson og Víðir Örn Guðmundsson frá Dufland, Benedikt S. Benediktsson frá Hagsmunahópi lausasölufyrirtækja innan Samtaka verslunar og þjónustu, Ólafur Stephensen frá Rafrettuhópi Félags atvinnurekenda, Guðný Hjaltadóttir frá Félagi atvinnurekenda, Jón Birgir Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands og Ragnar Orri Benediktsson og Kristján Ra. Kristjánsson frá Svens.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 590. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir og Þór G. Þórarinsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 591. mál - greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

5) 592. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) 589. mál - starfskjaralög Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

7) 572. mál - húsaleigulög Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

8) 498. mál - sóttvarnalög Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

9) 575. mál - stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

10) 418. mál - mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Árni Múli Jónasson frá Þroskahjálp og Berglind Indriðadóttir og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir frá Farsælli öldrun - Þekkingarmiðstöð. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 11:00