22. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. desember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:19
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:55
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 19., 20. og 21. funda samþykktar.

2) 532. mál - þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Sunna Elvira Þorkelsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Unnur Helga Óttarsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Hjörtur Örn Eysteinsson, Katrín Oddsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson frá NPA miðstöðinni og Guðjón Bragason og María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - félagsleg aðstoð Kl. 10:30
Allir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Oddný G. Harðardóttir og Óli Björn Kárason.
Guðbrandur Einarsson lýsir sig samþykkan áliti meiri hluta.

4) 534. mál - almannatryggingar Kl. 10:40
Ákveðið var að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.
Allir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið út úr nefndinni.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Lenya Rún Taha Karim, Oddný G. Harðardóttir og Óli Björn Kárason.
Guðbrandur Einarsson lýsir sig samþykkan áliti meiri hluta.

5) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (eingreiðsla) Kl. 10:45
Allir nefndarmenn samþykktu að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (eingreiðsla).

6) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 10. janúar 2023. Þá var ákveðið að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:52
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:52