16. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. desember 2011 kl. 16:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 16:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 16:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 16:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 16:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 16:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 16:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 16:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 16:05
Lagt var til að umræðu um dagskrárliðinn yrði frestað til næsta fundar. Var það samþykkt

2) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 16:06
Nefndin tók til umfjöllunar 256. mál um sjúkratryggingar og lyfjalög. Formaður lagði fram drög að lista yfir umsagnaraðila sem nefndarmönnum var gefið tækifæri til að bæta við. Samþykkt var að senda málið til umsagnar og veita frest til og með 7. desember nk. ÁI og JRG tóku að sér saman að vera framsögumenn málsins.

3) 359. mál - sjúkratryggingar Kl. 16:12
Nefndin tók til umfjöllunar 359. mál um sjúkratryggingar. Lagt var til að málið yrði ekki sent til umsagnar. Það var samþykkt. Formaður ÁI tók að sér að vera framsögumaður málsins.

4) Önnur mál. Kl. 08:42
Tekin var fyrir ósk EyH um fund með Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins um hækkun bóta almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga á árinu 2012. Formaður lagði til að fundurinn yrði haldinn mánudaginn 5. desember kl 9:00-10:00 sæu gestir sér fært að mæta þá. Var það samþykkt.

Fleira var ekki rætt.
BirgJ var fjarverandi, EyH boðaði forföll og KLM var fjarverandi vegna fundar í atvinnuveganefnd þar sem hann gegnir formennsku.

Fundi slitið kl. 16:15