19. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 12:15


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 12:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 12:15
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 14:21
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 12:15
Kristján L. Möller (KLM), kl. 16:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 12:15
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir KLM, kl. 14:45
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ) fyrir PHB, kl. 12:15
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 12:15
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 12:15

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 12:15
Lögð var fram fundargerð 18. fundar og hún samþykkt.

2) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 12:16
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál og fékk á sinn fund Einar Magnússon, Steinunni M. Lárusdóttur og Guðlínu Steinsdóttur frá velferðarráðuneyti og Guðrúnu Gylfadóttur og Halldór G. Haraldsson frá Sjúkratryggingum Íslands. Svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) 360. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 13:30
Nefndin tók til umfjöllunar 360. mál. Lagt var til að LGeir yrði framsögumaður þess og var það samþykkt. Nefndin fékk á sinn fund Hönnu S. Gunnsteinsdóttur og Sigrúnu Jönu Finnbogadóttir frá velferðarráðuneyti, Ástu S. Helgadóttur umboðsmann skuldara og Jón Óskar Þórhallsson frá embætti umboðsmanns skuldara. Kynntu gestir efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá fékk nefndin á sinn fund Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Sigurð Jón Björnsson og Einar Jónsson frá Íbúðalánasjóði, Þóreyju Þórðardóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Hauk Hafsteinsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 359. mál - sjúkratryggingar Kl. 14:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 359. mál. Formaður dreifði drögum að nefndaráliti með breytingartillögu og lagði til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt af meiri hluta nefndarmann en UBK greiddi atkvæði á móti því að afgreiða málið út úr nefnd. Að nefndaráliti meiri hlutans standa ÁI, JRG, LGeir, OH, VBj, GStein.

5) 380. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 16:19
Nefndin tók 380. mál til umfjöllunar. Formaður tók að sér framsögu málsins. Nefndin fékk á sinn fund Ágúst Þór Sigurðsson, Hönnu S. Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttur frá velferðarráðuneyti og Unni Sverrisdóttur frá Vinnumálastofnun. Kynntu gestir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um það.

6) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 16:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 4. mál og fékk á sinn fund Guðmund Arason og Þórð Óskarsson frá Art Medica og Reyni Tómas Geirsson prófessor og yfirlækni á kvennadeild Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál. Kl. 16:58
Fleira var ekki rætt.
REÁ sat fundinn kl. 12:15-13:02 sem staðgengill PHB sem var fjarverandi.
OH sat fundinn kl. 14:45-15:10 sem staðgengill KLM sem var fjarverandi til kl. 16:05.
EyH vék af fundi kl. 16:00, VBj kl 16:04 og GStein kl. 15:00. Hann mætti þó aftur kl 16:30.

Fundi slitið kl. 16:59