10. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. október 2012 kl. 09:34


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:34
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁÞS, kl. 09:34
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (EIS) fyrir EKG, kl. 09:34
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:53
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:34
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:40
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:05

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:35
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt var í lok fundar.

2) 67. mál - lækningatæki Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda sem gerði grein fyrir athugasemdum sínum um málið. Þegar hann vék af fundi kom á fundinn Ágúst Þór Jónsson sem svaraði spurningum nefndarmanna og fór yfir afmörkuð atriði sem snúa að málinu. Þegar hann vék af fundinum komu á fundinn Haraldur Sigurjónsson og Jóhann Ármann Karlsson frá Lyfjastofnun og Geir Gunnlaugsson landlæknir, og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis.

3) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 11:14
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál. Kl. 11:44
Fleira var ekki rætt.

EyH var fjarverandiþ
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:46